Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Page 13

Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Page 13
Húslð f Bæjarey. Bæjarstæðið er á líkum slóðum. garða á þeim tímum, þegar þetta tún var nytjað. Annað getur líka hafa valdið því, að gengið hefur á túnið, en það er krækiberja- ^ lyngið, sem myndar stóra breiðu auistur eftir sléttunni og ber góðan ávöxt. Uppi í brekkunni innst við vog- inn og skammt frá bæjarrústunum stendur lítill skúr, sem nota má til viðlegu, en lítið hefur verið gert að því nú um nokkurt ára- bil. Frá voginum og meðfram suður strönd eyjarinnar gengur nær ó- slitinn hryggur allt austur á eyj- arenda. Þarna eru ekki hamrar, heldur aflíðandi berg niður í sjó. Á einum stað í bergbrúninni er stór einihrísla, líklega sú eina, sem til er í eyjunum. Meðfram norðurströndinni eru víða lágir sjávarhamrar, en á ein- um stað, við allbreiða vík, er fall- egur sjávarsandur, sem gæti ver- ið tilvalin baðströnd. En ekki vil ég ráða neinum til þess að fara að iðka sund þarna við eyjarnar eða annars staðar við Breiðafjarðaeyj- ar nema þaulkunnugum, því að þarna geta verið þungir straumar, sem erfitt gæti verið úr að kom- ast. Á öðrum stað ganga þaravaxn- ar flúðir fram í sjó. Þarna kunna selir vel við sig, og góð fjörubeit er þarna og víðar fyrir fé. En flúð- irnar eru aflíðandi og flæðihætta Drangur vlð Eyjarhöfuð f Bæjarey. því engin, hvorki þarna né annars staðar í eyjunum, og er það mikill kostur, þar sem fé gengur löng- um sjálfala. Austast á eynni er Eyjarhöfuð, mikil klettaborg, hærri og meiri um sig en vestasta klettaborgin. Eyjarmegin má ganga upp á hana, en að austan er hún þverihnípt og nokk-ur fjara meðfram henni þar. Borgin er gerð úr stuðlabergi, sem að norðanverðu er sérkennilega myndað, miklar súlur, háar og digr ar, líkt og þær væru hlaðnar upp úr jafnstórum kvarnarsteinum, saman límdum. Á töluverðu svæði mynda þær þverhníptan hamra- vegg, en fyrir neðan er heljargrjót- urð úr brotnum súlum. Ég hef sýnt mönnum myndir af þessari urð og sagt, að þær væru af rúst- um Níníveborgar, og hafa margir trúað því. Slíkt stuðlaberg er til annars staðar hér á landi, t.d. mun það koma fyrir í nágrenni Reykja- víkur, en það er mjög fáséð þar og í miklu smærri stíl en í Bæjar- eynni. Við suðausturenda Eyjarhöfuðs- ins er stakur drangur í flæðarmál- inu, á að gizka 8—10 metra hár og að sama skapi digur. Hann er einnig gerður úr stuðlabergi og hefur líklega verið miklu meiri um sig fyrr á öldum, því að rétt við hann er slétt tíglagólf, svipað tígla- gólfinu við Kjrkjubæjarklaustur, en auðvitað miklu minna um sig. Hér segjum við skilið við Bæjar- eyna, sem er falleg og fjölbreyti- leg, þó að hún sé hvorki stór né til mikilla nytja. Nú er fallið það mikið út, að við getum gengið þurrum yfir í Stekkjarey, en um flóé á milli þeirra skipgengt sum miðju sundinu eru þrír kle: , hólmar, grasi vaxnir. Við göngum milli þeirra á þangi grónum stein- um, en skulum ekki fara út á leir- urnar, því að þar gætum við sokk- ið óþyrmilega í og átt á hættu að draga fæturna upp úr vaðstígvél- unu, ef við erum þannig búin til fótanna. Stekkjareyjan er stærst af eyj- unum, og þar hafa ærnar gengið. Eyjan er um 500 metrar frá vestri til austurs og svipuð að stærð á hinn veginn, en hún er nær skor- in í sundur af Eiríksvogi, sem gengur inn í eyjuna að vestan. Að austan verða því aðeins grasi vaxn- ir kambar, sem tengja saman suð- ur- og norðurhlutann, en á norð- urhlutanum rísa Klakkarnir upp. Suðurhluti Stekkjareyjar er að miklu leyti hömrum girtur, og eru þeir hæstir að vestan. Þar eru í þeim syllur, og þar verpa skarfar. Inn með Eiríksvoginum fer þeim að halla niður að sjónum, og þeir verða bungumyndaðir, og er þar ágætur lendingarstaður, jafnvel fyrir stóra vélbáta. Iiar ganga ferða menn oftast í land, þegar þeir koma að skoða eyjarnar, en sú náttúruskoðun er að mestu bund- in við sjálfa Klakkana, enda eru ferðirnar helzt gerðar að vorlagi, meðan varpið stendur sem hæst og ekki þykir henta, að ferða- menn fari í hópum um eyjarnar. Fró strandbömrunum hallar Stekkjareynni inn til rniðju, og er þar graslendi, en þýft. Þar má fá T í M I N N — SUNNUDAGSBLA® 66)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.