Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Síða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 06.08.1967, Síða 15
Klakkarnir tveir, sem eyjarnar eru kenndar viS. nefna æðarfuglinn, en honum hef- ur farið fremur fækkandi þar á seinni árum eins og víða annars staðar. Nú yrði vandgreitt eftir- gjaldið eftir eyjarnar, sem áður fyrr var einn fjórðungur dúns eða fimm kílógrömm. Þarna hefur svartbakurinn líklega verið að verki, en hann verpir þarna víða og er aðgangsharður í ungahjörð- inni. Mikið er af lunda í eyjunum, en hann verpir þar í hverri urð, og grassvörður er víða sundurgraf- inn af lundaholum og göngum. Þarna er líka dálítið af teistu og skarf, og fýl hef ég'minnzt á áð- ur. Nokkuð er af litlum spörfugl- um, en þeir eru ekki áberandi margir. Við höfum nú skyggnzt dálítið um 1 eyjunum, en svo er um Klakk eyjar eins og aðrar jarðir, að: „Hver einn bær á sína sögu, sigurljóð og raunabögu, tíminn langa dregur drögu dauða og lífs, er enginn veit.“ Svo kvað Matthías, og margir eru þeir bæir hér á landi, sem eiga sér merka sögu, en hinir eru þó langtum fleiri, sem litlar sem engar sagnir fara af, hvorki um sigra né dapurlega atburði. Á það ekki sízt við um þá bæi, sem alltaf hafa kotbæir verið og jafnvel í eyði tímunum saman. í þeirra flokki eru Klakkeyjar. Þó eiga þær sitt sigurljóð, sem flestir íslend- ingar kannast við. þar sem stend- ur í Eiríks sögu rauða: „Bjó Ei- ríkur þá skip sitt til hafs í Eiríks- vogi“. Þaðan sigldi hann til Græn- lands og nam landið. Annað stend- ur nú ekki í Eiríkssögu um Klakk- eyjar, ef sagan á þá við Eiríksvog í Klakkeyjum og ekki við Eiríks- vog í Örney, þar sem Eirikur átti heima og flest hefur verið nær- tækt til þess að búa skipið að vist- um og gögnum. En munnmæli, sem enn lifa með þjóðinni og gera för Eiríks enn ævintýralegri, herma, að lauf og limir trjáa hafi leynt skipinu í Eiríksvogi í Klakk- eyjum. Þessi munnmæli tekur Dag- verðarnessklerkuf upp í sóknar- lýsingu um 1840 og reynir jafn- vel að finna þeim stað. Hann segir: „Sögn er, að Eiríkur rauði, þá hann flúði af landi burt, hafi falizt á skipi sínu undir hríslu, er breidd- ist út af Klakknum yfir skipið, likt dæmi finnst í sögu Ólafs helga um Svein jarl frá Masarvík, að lauf og limar tóku fram yfir skip- ið, svo ei mátti sjá það“. Vera má, að þarna sé að finna upprunalegu skýringuna á munnmælunum. í Ólafs sögu helga ségir: „Lét hann (!þ.e. Sveinn jarl) þegar um kvöld- ið flytja á skipið lausafé sitt og klæðnað manna og drykk og vist, svá sem skipið tók við, og röru út þegar um-nóttina og komu í lýs- ing í Skarnsund. Þá sá þeir Ólaf konung róa utan eftir firði með lið sitt. Snýr jarl þá að landi inn fyrir Masarvík. Þar var þykkur skógur. Þeir lögðu svo nær berg- inu, að lauf og limar tóku út yfir skipið. Þá hjuggu þeir stór tré og settu allt á útborða í sjó ofan, svo að ekki sá skipið fyrir lauf- inu, og var eigi allljóst orðið, þá er konungur röri inn um þá. Logn var veðurs. Röri konungur inn um eyna, en er sýn fal milli þeirra, röri jarl út á fjörð og allt út á Frostu, lögðu þar að landi. Þar var hans ríki.“ Þarna var fundið hliðstætt dæmi hvort sem það hefur fundizt end- ur fyrir löngu eða Dagverðarness- klerki hefur dottið þetta í hug. En það er sitthvað þykkur skógur í Noregi, þar sem mel'fa að segja má höggva tré og reka tnður Ut- an við skipið, og eínínána smá- hrísla við Eiríksyog, é'í Jaun þá nokkurn tíma hefur éinhý|r verif. Óg sennilega. hefur klerhiir Marei í Klakkeyjar koftiið, hefur mqrei þurft að hýsvitja þar, Ög á émðm síað í lýsíngunni stendur: „Klakk- Elrlksvogur á Sfekkjarey. IÍUINN - SUNNUDAGSBLAÐ 663

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.