Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Side 9
„Hvers vegna horfir þú svo lengi?“
Óg dómvörðurinn svaraði hikandi:
„Skálarnar vega salt. Hægri skál-
Ín sígur ekki neðar en hin vinstri,
og vinstrl skálin sígur ekki neðar
en hin hægri. Syndir og góðverk
eru jafnvæg." Og dómsforsetinn
Spurði enn: „Munar ekki bárs-
breidd?“ Og dómvörðurinn gat
einungis svarað: „Það munar ekki
hársbreidd.“
Dómendur brutu málið til mergj
ar, og að drjúgri stundu liðinni
birtu þeir úrskurð sinn: „Þar eð
syndir hins látna vega jafnt góð-
verkum hans, getur sálin ekki far-
ið til helvítis. Þar eð góðverk hins
látna vega jafnt syndum hans, get-
um vér eigi lokið upp hliðum
himins fyrir sál þessa Júða. Sál
hans er því dæmd til að flögra
án afláts mitt í millum himins
og jarðar, unz drottinn aumkar
sig yfir hana og af náð sinni veitir
henni viðtöku í paradís.“ Að svo
mæltu fylgdi dómvörðurinn sál
Júðans út úr dómsalnum. Og
sálin harmaði hlutskipti sitt, en
dómvörðurinn leitaðist við að
hugga hana. „Hvers veé'na að gráta,
sálartetur? Að vísu nýtur þú ekki
sælu og unaðar í paradís, en ekki
að heldur þjáist þú í logum hel-
vítis. Þetta jafnast upp.“ En sálin
vildi ekki huggast láta. Hún sagði:
„Fremur vil ég þjást en finna
hvorki til sársauka né sælu. Tóm-
ið er öllu böli bölvaðra."
Dómvörðurinn hafði samúð með
sál Júðans. „Flögraðu niður, sálar-
tetur, og vertu í námunda við
mannheim. Þú skalt ekki líta oft
til himins. Hvað er þar að sjá?
Raunar glitra þar ótal stjörnur,
en dauðar eru þær. Þær finna
aldrei til samúðar. Þær munu ekki
biðja drottin að miskunna þér.
En hinir frómhjörtuðu í paradís
munu aftur á móti hjálpa eirðar-
lausu sálartetri. Og taktu eftir,
sálartetur. Hinir frómhjörtuðu
kunna vel að meta góðar gjafir.
Flögraðu þess vegna í námunda
við mannheim, og ljáðu lífinu at-
hygli. Sjáirðu eitthvað, sem er
fágætt, fagurt og gott, þá taktu
það og færðu það hinum fróm-
hjörtuðu að gjöf. Og hér skaltu
knýja dyra og segja varðenglinum,
að ég hafi beðið þig að iioma
hingað með þessa gjöf. Er þú
hefur fært hinum frómhjörtuðu
þrjár slíkar gjafir, munu hlið
himins vissulega ljúkast upp fyrir
þér. Það verður þökk hinna fróm-
hjörtuðu, og drottlnn elskar þá
og vlrðir, sem vilja bæta ráð sitt,
stefna að einu marki og ná þang-
að sakir atorku sinnar.“
Er dómvörðurinn hafði lokið
máli sínu, blessaði harói sálina og
lét hana frá sér fara úr ríki
drottins.
Fyrsta gjöfin.
Nú flögraði sálin í námunda við
mannhelm og leitaði gjafa að færa
hinum frómihjörtuðu. Hún sveim
aði yfir borgum, og fólkið var þar
sem sandur á sjávarströnd. Hún
flögraði yfir landsbyggðinni. Hún
flögraði, hvort sem var steikjandi
hiti eða nístandi bitra. Hún flögr
aði, hvort sem loftið var rykmett-
að og þurrt eða regnið fossaði úr
illskulegum skýbólstrum. Öllum
gerðum fólksins léði hún athygll,
en sá þó hvergi fágæta og fagra
gjöf. Ef hún eygði Júða, flaug hún
til hans að bragði og leit í augu
honum. Hún gætti að, hvort hann
væri ekki á leið að framkvæma svo
gott og göfugt verk, að nafn hins
æðsta helgaðist meðal fjöldans.
Á nóttum sá hún stundum brenna
Ijós á skari bak við Iukta hlera.
Þangað flaug hún og gætti að,
hvort ekki væri unnið þar góðverk
í kyrnþey. En, því miður. Aöiafn
ir flestra voru í sjállfu sér hvorki
góðar né illar, en enginn tók sér
það fyrir hendur, sem gæti talizt
göfugt og guði þóknanlegt. Mán-
uðir liðu, og sálin kom aldrei auga
á neitt, sem henni þótti svo fágætt,
fagurt og gott, að mætti færa það
hinum frómhjörtuðu að graf. Nótt
eina tautaði sálin með sjafirl sér:
„Veröldin er snauðarl en nokkni
slnni fyrr. Fólkíð er sljótt, og
hugsanir þess aru einskls vírði. At-
hafnir þess eru einskis virði. Hvar
finn ég það, sem er einhvers
virði? Eg er dæmd til að flögra
án afláts og ná aldrei í áfanga-
stað.“ En þá sá hún ioga týra
myrkrinu, og gl'ætan kom úi
glugga á stóru húsi.
Ræningjar höfðu ráðizt inn á
ríkmenni, er bjó í húsi þessu. Einn
ræningjanna héít á kyndli og lýsti
hinum, og annar stóð andspænis
auðmanninum, mundaði oddhvöss-
um rýtingi o,g þrumaði í sífellu:
„Dirfist þú að hreyfa þig, eru dag-
ar þínir taldir. Ég rek þig sam-
stundis í gegn.“ Og ræningjarnir
brutu upp skápa og dragkistur og
hirtu allt dýrmæti. Hinn ríki var
Júði, og hann horfði stillilega á
hnífsblaðið. Augu hans voru enn
þá skær, og í hvítu skegginu
bærðist ekki bár. Hann skipti engu,
þótt hirzlurnar tæmdust. „Drott
inn tekur gjafir sínar aftur.“ í
fæðingu er maðurinn snauður, og
sýnu fátækari sofnar hann í dauð-
anum. Þetta voru hugrenning-
ar Júðans, þegar hann horfði á
ræningjana opna síðustu drag-
kistuna og hrifsa úr henpi þungar
gullpyngjur og gildg silfursjóði.
Hann mælti ekki orð frá vörum.
Nú rótuðu ræningjarnir í síð-
asta geymsluhólflnu, og fundu
þeir loksins litla skjóðu. Þá
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAi)
705