Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Page 12

Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Page 12
Jón R. Hjálmarsson: 'I AMERÍKU Fyrri hlnti. Bandariki Morðui-Ameríku eru tvimælalaust auðugasta og voldug asta ríki veraldar á okkar tímum. En samt er veldi þetta furðuungt að árum, því að ekki eru liðin nema um 190 ár, frá því að full- trúar fáeinna fámennra -enskra nýlendna á austurströnd Ameríku sem voru í uppreisn gegn móður- landinu austan Atlantshafsins, komu saman á fund, bundust sam- tökum og stofnuðu þetta ríki. En oft er mjór mikils vísir, og sann- ast það á Bandaríkjunum, því að vissulega var upphafið á enska landnáminu vestan hafs harla smátt í sniðum. Það voru ekki Englendingar, sem höfðu forystu um verzlun og siglingar í Evrópu í byrjun nýju aldar, heldur Spán- verjar og Portúgalar, er fundu, könnuðu og hófu að nema hið mikla meginland í vestri, 155 ár- um árum áður en Englendingar náðu þar nokkurri fótfestu. Margar ástæður lágu til þessa seinlætis og þá fyrst og fremst sú, að England var í byrjun nýju ald- ar aðallega landbúnaðarland. Einn ig voru Englendingar á þessum tímum svo önnum kafnir við stjórnmál og stríð á meginlandi Evrópu og heima í eigin landi, að þeir höfðu lítil tækifæri til að sinna verkefnum á fjarlægari slóðum. En seint á 15. öld hafði komizt ti] valda i landinu ný og mjög dugandi konungsætt. Hinrik 7. Tudor var fyrsti konungur af þessari ætt, og bæði hann og eft- irkomendur hans gerðu mikið til að efla konungsvaldið og styrkja ríkisheildina. Að sama skapi dró úr veldi aðalsins. Atvinnuhættir breyttust einnig verulega, og ný stétt, borgarar, reis á legg og tók að láta að sér kveða. Hinrik 8. Tudor gerði uppreisn gegn páfavaldinu og stofnaði mót- mælendakirkju í Englandi 1534. Sú ráðabreytni hans stafaði raunar af mjög pe'rsónuleg- um ástæðum, en hafði engu að síður margvíslega örðug- leika í för með sér. Næstu áratugina geisaði áköf trúmálabar- Rauðskinnar vinna að gerð etntrjárrungs. Koparstunga í ritinu Americae Partes frá 1590. Rauðskinnar þekktu ekki járn og felldu tré með því að brenna þau sundur. Svo voru króna og greinar brenndar af, stofninn sviðinn ilnnan með eldi og viðarkoiin loks skafin burt með kræklingaskeijum. 708 tltllNN - SUNNUDAGSBI.A0

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.