Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Síða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Síða 19
næsta fund koniu allir nefndar- menn. Urðu þeir sammála um dð fela akademíunni „Nýyrðaráði“. nafngiftina, en akademía þessi er skynbærust á allt, sem tungumál varðar, enda meðlimir hennar allir orðfleygar og málkljúfar og sér- fræðingar í öllum málum, sumir jafnvel í sinni eigin tungu. Allir meðlimir akademíunnar komu saman, leigðu stórhýsi, réðu skrifara og þjónalið, og sátu síðan og veltu nafninu fyrir sér. Nokkr- ir stungu upp á nafninu „Útrým- ingu", af því að ábreiðan átti að útrýma regni úr ríkinu. Öðrum datt í hug að kalla ábreiðuna „Aga- styrkingu", því að sjálfsögðu skyldi hún efla aga og auka lög- hlýðni í Iandi. Sumum kom í hug að kalla ábreiðuna „Hlífingu“, vegna þess að hún var líkust hlíf og átti einnig að hlífa landinu fyr- ir úrfelli. Loks var borin fram upp- ástunga um að nefna ábreiðuna „Andæfingu“. Og ákveðið var, að „Andæfing“ skyldi hún heita. Var ekki allur tilbúningur ábreiðunn- ar andmæli gegn regni, sem ógn- aði aga og skipulagi ríkisheildar- innar? En því enduðu öll nöfnin á ,,-ing“? Það var vegna þess, að skáldlistin var i niðurlægingu, en ljóðskáld mörg, og nú gafst mála- meisturum færi á að rétta skáld- um hjálparhönd og létta rímþraut- irnar. Að vörmu' spori skipuðu þeir tvær nýjar nefndir, aðra til að ákveða, hvort rita skyldi „And- æfing“ með æ eða hæ, og hina tll að úrskurða, hvort rita skyldi nafn ið með hæ eða æ. Að lokum á- kvaðst rétt vera að rita jafnt með æ og hæ svo að hvorki áhangend- ur fyrri né síðari stafsetningar gætu móðgazt. Sem nú ábreiðunni var nafn gefið, hófu allir ræðuskörungar ríkisins orðræður miklar um skipu lagið og um „Andhæfinguna“, og öll blöð birtu ræður þeirra — auk alls þess, er blaðamennirnir rit- uðu sjálfir. Skáldin lágu ekki held- ur á liði sínu. Nú ortu þau ljóð svo um munaði. í tölum fær enginn skáld þau skráð, . né skýrslu yfir nöfnin ritað, þótt hugur hans fengi til him- ins náð. Þeir hafa síðan við ljóðin og lögin stritað, en litlu meira en froskar í Níl- ánni vitað. Stórmenni ríkisins létu ekki beina athygli sinni frá meginefn- inu Þeir efndu til samskota, skip- uðu gjaldkera og innheimtustjóra, rukkara og málfærslumenn, ferð- uðust víða, komu í hvert smáþorp, héldu fundi og fyrirlestra. Þeir hófu mál sitt með því að átelja agabrotið og botnuðu með þvi að Iofsyngja „Andhæfinguna11, er sameinar allt ríkið og tryggir frið. Mönnum hlýnað; um hjartarætur, og hrifningin var gífurleg. Bænd- ur drógu sáðkorn fram úr geymsl- um og skúmaskotum og héldu hin- um útvöldu ríkisins stórveizlur, mönnunum, sem færðu þeim frið og samheldni. Og sem þeir átu og drukku, komu ung hjón og færðu þeim heimanmund sinn. En naum- ast hafði þeim gefizt ráðrúm til að þakka fyrir sig, er öldungar komu og gáfu líkklæði sín. Og hverjum þeim, sem ekkert gaf, gerðu þeir lífið leitt, unz hann kom líka með eitthvað. Skattar og framlög voru inn- heimt, og vefurum og trésmiðum skipað til vinnu. Vefararnir ófu ábreiðuna miklu, og snikkararnir smíðuðu stólpana, hver iðnaðar- maður eftir lit þess flokks, er hann heyrði til. Hinir svörtu i svörtum lit, þeir rauðu i rauðum, bláir i bláum. Ábreiðunni var lokið og stólparnir tilbúnir. Þá festu þeir teppið upp á stólpana og þöndu það yfir landið þvert og endilangt. —• Þjóðin horfir upp undir ábreið- una og er himinlifandi yfix „And- æfingunni“ Svo segja þeir: „Húrra fyrir „Andæfinguuni'M Húrra fyrir „Andhæfingunni"! Lögbrjótarnir ætluðu að hrófla vtð skipulaginu en við fylgdum and- æfingunni, og tú andhæfingarinn- ar hefjum við augu vor. Sælir er- um við að hafa lifað viðreisn agans og endursameiningu þjóðarinnar". III. Bæn þessa eina manns varð til lítils, og vilji guðs gjörði allt. Drottinn dró upp votviðralykil sinn og opnaði fyrir dásemdum himins- ins. Lykillinn hafði ekki verið not- aður í nokkur ár, enda var hann ryðgaður orðinn. Og þegar honum var stungið í festingu himinsins, buldi við mikill brestur, — það var þrumugnýrinn á undan rign- ingunni. Og fyrii sakir sama ryðs formyrkvaðist himinhvolfið og hrönnuðust á það ský. Eftir þrum- una kom regnið. Ábreiðan mikla rifnaði í tætlur og tötra, svo að regnið náði til jarðar og mett- aði hana. Fólki er sem sé ekki sýnt um að Ieysa störf sln vel af hendi, enda er framkvæmdin ekki það, sem máli skiptir, heldur hug myndin. Regnið buldi á andlitum allra. Litirnir 1 ábreiðunni runnu út f eitt, svart varð rautt, rautt varð blátt og blátt varð svart eða rautt. Loks sást enginn munur á svörtu, rauðu eða bláu. Oft og mörgum sinnum hefur höfundi þessarar ríkissögu gefizt Framhald á 718. s(8u. Telkning: Þórarinn Þórarlnsson. T í 51 1 N N - S UNNUDAGSBLAÐ 715

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.