Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Blaðsíða 22
„í vetur giftist hér Vigfús G.
Sigfinnsson, Péturssonar frá Há-
konarstöðum á Jökuldal, og Hail-
dóra Guðjónsdóttir. Móðir Vigfús-
ar er Sigurbjörg Sigurðardóttir frá
Refstað í Vopnafirði. Sigurður var
sonur Jóns bónda á Refstað, þess
er hjálpaði Sigurði skálda til að
flýja úr þrælahaldi hjá Guðmundi
sýslumanni Péturssyni í Krossa-
vík . . .“
Er Sigurður þessi þá líklega
sami maður og sá, sem Þorlákur
Jónsson Fjallabróðir hafði á eftir
ferju sinni yfir Jökulsá, sem frægt
er orðið. Hefur flótti þessa manns
þá verið undirbúinn og þetta sam-
antekin ráð þeirra allra.
Guðmundur Péturssen andaðist,
sem kunnugt er í Leith í Skot-
landi árið 1811. Skiptist auður
hans að sjálfsögðu milli barna
hans, sem voru mörg, og sjást
hans nú hvergi merki.
(Þess má geta, að vísurnar eru
víðar til með nokkrum orða-
mun).
Skriðuklaustur —
Framhald af 703. síðu.
eftir kosningu conventubræðra
að Skriðuklaustri og að ráðum
Skálholtsbiskups. Vígslutyéf
Brands príor er á þessa luud:
„1534 Vér Ögmundur undir guðs
þolinmæði biskup i Skálholti
allra ómaklegastur með því nafni,
gjörum góðum mönnum kunnugt
með þessu voru opna bréfi et
cetera. Sakir þess að helga líkama
klaustur að Skriðu í Fljótsdal er
nú fyrir utan sinn réttan for-
mann eftir afgang þeirra ráða-
manna sem þar hafa nú næst
skikkaðir verið eftir guðsforsjá
og þvi vér vitum það heilaga
klaustu- mega ekki vera án hirðis,
því með kirkjunnar ráði höfum
vér útvalið heiðarlega persónu
séra Brand Rafnsson til formanns
og forstjóra vfir greindu Skriðu-
klaustrif<Sömuleiðis er hann og
þar tir Kjörinn af conventubræðr-
um sania klausturs, eftir þvi sem
þeirra bréf þar um gjört útvísar
Bjóðum vé’ vorum kæra syni Sig
varða ábóta að Þykkvabæjar
klaustri að vígja þessa fyrrnefndu
persónu til bróður Svo og af
þeirri magt að vigja hann príor og
fá honum helgan klæðabúnað og
helga reglubók. eftir tilsettri ordu
og að gjörðri þessari vígslu setjum
vér hann fullmektugan príor að
718
greindu Skriðuklaustri að hann
stjórni þar og stýri andlegum hlut
um og veraldlegum guði til lofs
og dýrðar og hans mildustu móð-
ur jungfrú Sancti Maríu og öllum
guðs helgum mönnum eftir því
sem guð gefur honum styrk til,
hér með setjum vér hann æðstra
ráða í þeim landsenda með vorum
officialis til- styrktar kristnum
dóminum, bjóðum vér og skipum
vorum officialis að greiða honum
fyrrnefnt klaustur með öllum
þess peningum föstum og lausum
kvikum og dauðum og öllu þvi
tilheyrir, biðjum vér nú alla góða
menn að vera honum til gagns
og góðs í greindu starfi et cetera.“
Er ekki að efa, að Brandur hafi
verið mikiil kirkjuhöfðingi og
stórbrotinn maður sem ættmenn
hans margir. í ætt hans voru bæði
mótstöðumenn kirkjunnar miklir,
sem þeir lögmenn Hrafn Brands-
son og Hrafn Guðmundsson, og
vinir eins og hin merka abbadís
Solveig, systir hans, á Stað í Reyni-
nesi. Urðu þau systkyni á gamals-
aldri að ganga undir nýjan sið
Lúthers, sannkaþólsk í hug og
hjarta. Synir Brands príors voru:
Hrafn lögmaður yngri í Glaumbæ
sem átti Þórunni, dóttur Jóns
biskups Arasonar, Árni á Burstar-
felli, sem hin mikla Burstarfells-
ætt er af komin, og Snjólfur í Ási í
Fellum. Þessir eru seinast nefndir
bræður í klaustrinu: Ólafur
Brandur, Magnús og Þorsteinn,
auk þeirra Brandur príor. Óvíst er
hversu lengi klausturlifnaður var
á Skriðu eftir prestastefnuna í
Miðdal árið 1542, sem tók við
kirkjuskipan Kristjáns 3. Bræður
hafa þó Hklega verið þar til fram
yfir 1550. Jarðir klaustursins voru
taldar 25 að<lokum. Er það álitleg
auðgun á þeim tæpu 50 árum
sem klaustrið stóð eða til jafnaðar
hálf jörð á ári. Við uppskrift
klaustursins árið 1598 eftir dauða
Erlends Magnússonar, sýslumanns
og klausturhaldara á Skriðu, er
getið um tvær kirkjur á Skriðu.
Önnur var heimakirkja, en hin
klausturkirkja. stór og vel búin að
Lausn
29. krossgátu
messuklæðum, krossum, kaleifc-
um og klukkum. Báðar hafa þess-
ar kirkjur verið Maríukirkjur,
klausturkirkjan jafnframt helg-
uð hinu heilaga blóði.
(Helztu heimildir: Saga íslend-
inga IV, Árbækur Espólíns, ís-
lenzkar æviskrár, Fornbréfasafn).
Fróðafriður —
Framhald af 715. síðu.
tækifæri til að sýna fram á, að
ekkert illt er til án góðs, og er
hann enn þá fylgjandi þessari skoð
un og hræðist ekki háðfuglana.
En á sama hátt og ekki er til illt
án góðs, svo er ekki heldur til
gott án ills, því að i þessum heimi
er hið blíða blandað striðu og hið
stríða blandað blíðu, og það, sem
einum er gott, er öðrum leitt.
Þegar mikið hafði rignt, svo að
jörðin var frjósöm orðin, bar hún
mönnum ávöxt sinn: Brauð að eta,
vatn að drekka. En sem þeir hungr
uðu glöddust, hryggðust hinir
mettu, því að verð á öllum neyzlu-
vörum, sem þeir höfðu geymt sér,
lækkaði mikillega, og þeir biðu
tjón af. Stórhöfðingjar ríkisins
nutu alls ekki óblandinnar gleðL
Höfuðfatsmenn vegna þess, að húf-
ur þeirra og hattar krippluðust,
berhöfðungar sakir þess, að regn-
ið buldi á hnakka þeirra og enni.
Eftir að sagt hefur verið frá því,
hvernig tókst að forða ríkinu frá
innbyrðis óvini, er þess enn óget-
ið, hversu til styrjaidar koni við
óvininn utan frá. En nú gefst ekki
tími til frekari orðræðna, þvi að
ábyrgð og skylda kalla til and-
spyrnu við þennan óvin.
Jóhaun Bjarnason þýddi.
0 ó 0 T Z £ z V 7 s fl L E S z 6 fl 77 T*y
/ A N ./ u F / rs
E h V fl K / S T a T
2 D U 5 T fí 7 5 T 0
a K R I S U L L X
Á Pl ÍN' S / M E 1 T T
B Æ / K fl S T / £
rr [s: u R K 1 K / T 1 G N
2 a N\ V hv E V s V fl ri 1 N
y K K l K / N fl K fl K S T
/ l / T 0 'N N 7 7 V 7 fl T 4
2 K / T J -n s L \ / ó M fí K
A fl F T ó 7 T Ú K n L L / V
L T i s T E> fl R L ó I
V E R fl N N fl 7 E K F 1 V / k
./ s / R / / K £ K 7 s T fl M 1
7 ö F R E s K 0 o / fl V I N
/ 0 5 7 Z S T / fl N fl P 7 L D
/ K g u N / L z S K 1 L D 1
H bl D R ■f y fí 5 T P F N ífc
T I W « \ N — SUNVUDAGSBLAÐ
/