Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Side 5

Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Side 5
biskup Jón, þótt nauðugur væri. Ér svo herrnt, að þá þeir með hann í stöpulinn komu, að brskup hafi dasazt nokkuð af tregðan göngunnar, og þá hafi hann skipað smásveini sínum að ganga í kjall- ara og sækja sér góðan mjöðdrykk, hvað sveinninn gerði, og kom snöggt aftur með stóra silfurskál, og biðu Norðlendingar urn þetta. Biskup drakk hratt af skálinni og gekk síðan með þeim til tjalds þeirra. Þar eftir höfðu þeir biskup til Brúarár og drekktu honum þar x með taug og steini. Giftist síðan Þorvarður Margréti, og áttu þau 3 dætur: Guðríði, Ingibjörgu og Ragnhildi." Þó að frásögn þessi sé greini- leg, verður hún að teljast um margt vafasöm og blonduð tilgát- um. Kirkjubólsbrennan og víg ívars Hólms er af flestum fræði- mönnum talið að hljóti að hafa gerzt 1432 en eigi 1433 enda ekki furðulegt, þó að ártal skekkist á svo löngum tíma, er frá atburð- inum leið þar til frásögnin um hann var skráð, rúm 200 ár. Hitt þarf ekki að vera undrunarefni, þó að það geymdist rétt í minni, að Margrét hafi kornizt úr brenn- unni með undursamlegum hætti, og trúa mætti því, að hún hafi eggjað til hefnda. En víst er það þjóðsögu iíkast, að sú eggjan hafi leitt til aftöku Jóns biskups og Þorvarði hafi það til herferðar sinnar til Skálholts gengið að fá hana sér til eiginkonu. Aðrar heim ildir herma, að Þorvarður hafi áður verið til fanga tekinn af þeim Skál'holtsmönnum, sem og einnig Teitur hinn ríki Gunnlaugsson i Bjarnanesi, og hafi þeim báðum verið haldið í varðhaldi í Skál- holti vetrarlangt, og haft síðan samtök um aðför að biskupi. Þess er enn að geta, að faðir Þorvarð- ar, Loftur ríki, var önnur hönd Jóns Vilhjálmssonar biskups á Hólum, sem var raunverulega full- trúi Englendinga hér á landj og Teitur átti ítök norður í Skaga- firði og hafði sterk sambönd þangað, og gátu þaðan verið tengsl við Jón Vilhjálmsson biskup og þá feðga Þorvarð og Loft. En Jón Gerreksson virðist hafa verið hing- að sendur og valinn af Eirík^kon- ungi af Pommern, og hefði þvi átt að vera fulltrúi hans og hans ríkis hér. Sá herflokkur, sem með honum kemur til halds og trausts hefur ólíklega verið til þess ætlað- ur að berjast við íslendinga, held- ur er miklu lfklegra að hann hafi átt að vera honum til verndar gegn Englendingum, sem hér voru á þeim árum með yfirgang öðru hvoru. Það er og eftirtektarvert, að þegar hann hefur verið tek- inn af lífi, er Jóni Vilhjálmssyni fenginn stóll hans, þó að ekki finnist nú um það aðrar heimild- ir en skipun hans í biskupsemb- ættið. Einna líklegast sýnist, að hér á landi hafi á árunum 1430— 1433 verið valdabarátta milli Eng- lendinga og ríkjasambands Norð- urlanda, þar sem biskuparnir á Hólum og í Skálholti voru full- trúar hinna andstæðu erlendu vald hafa, en íslendingar skipað sér í flokka þeim til fylgis og bar- izt í blindní sinni, undir niðri báð um andstæðir, — án þess að skilja hvað var að gerast. Ef þetta er rétt skilið, hefur Jón Vilhjálms- son á Hólum raunverulega stað- ið á bak við herhlaupið gegn Jóni Gerrekssyni. En það, að hann flæmdist frá Hólum og náði ekki fótfestu í Skálholti, þó að hann væri skipaður þar biskup stafaði af óförum Englendinga í Frakk- landi um og eftir 1430, og svo því, að hann studdi opinberlega Eng- lendinga gegn Skagfirðingum í réttlátri reiði þeirra 1431, og Loft ur ríki, aðalstuðningsmaður hans, lézt litíu síðar. Enn bendir til þess, að það sé þjóðsaga ein, að Þorvarður hafi verið að vinna til Margrétar og Margrét hafi heitið að giftast þeim einum, er hefndi bróður hennar, að meir en þrjú ár liðu frá aftöku Jóns biskups Gerrekssonar til brúðkaups Þor- varðar og Margrétar. Kaupmáli þeirra var gerður að Bautarhoít; 19. október 1436 á þeirra brúð- kaupsdegi." Og hann ber því ótví- rætt vitni, að þar hefur verið um að ræða yandlega undirbúna og út reiknaða giftingu auðugra a®- ila báðum þeim til hagsmuna og tryggingar auðlegðar ættanna. Sannleikurinn í sögunni um heit Margrétar að giftast þeim manni, er hefndi bróður hennar, er því sá einn, að hún hefur þótt svo eft- irsóknarverður kvenkostur, að til- vinnandi hafi þótt að drepa einn biskup hennar vegna. Svo er sag- an jafnframt vitnisburður um það, að jafnvel hinir sagnfróðustu íslendingar hafa ekki haft neinn skilning á því, hvað raunverulega var að gerast, þegar Jóni Gerreks- Arnór Sigurjónsson. syni Skálholtsbiskupi var drekkt í Brúará. Kaupmáli Þorvarðs Loftsson- ar og Margrétar var þannig: „Var svofelldur kaupmáli lýst- ur Óg staðfestur í milli ær- legs manns Þorvarðs bónda Lofts- sonar og ærlegrar kvinnu hús- trú Margrétar Vigfúsdóttur á þeirr-a brúðkaupsdegi, þá er liðið var frá hingaðburði vors herra Jesu Kristí þúsundruð fjögur hundruð þrír tigir og sex ár, sunnudaginn fyrstan í vetri í Braut arholti á Kjalarnesi, að áðurrmfnd ur Þorvarður lagði til kaups við greinda Margréti garðinn á Eiðmn í Au'stfjörðum, sem liggur í Fljóts dalshéraði og þar til jarðagóz sex- hundruð hundraða og fjögur hundruð hundraða i lausagózi. Hér í mót hafði áðurgreind Mar grét jörðina Hlíðarenda. er ligg t f M I N N - SUNNUDAGSBLAf) 845

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.