Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1968, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 03.03.1968, Blaðsíða 15
M>rúar sikirifair bann enn í dag- bó(k sína: „Nú rar grafið. eitthvað fiif líikunum M Kjaransstöðum og fjögur áður þarnn 1. þessa mánað- air.“ Efltfiir þetta varð hlé á mamn- dauðamum um hríð, enda mjög hroðimn Kjaransstaðabæry þar sem ekki voru á Mfi nema tvö barn- anna. Þóttu atburðir þessir m-eð miklurn fádæmum og þeim mun furðulegri, að á öðrurn bæjum siveiitarinniar gerði barnaveiikin eng- an uslia þennan vetur. Þórður á Kjaransstöðum hjarn- aði við. Og svo var seigt í þeissum fáláta manni, að harnn lét sér e'kki til hugar koma að gefast upp og leggja árar í bát. Þó munu þessir aitburðir mjög hafa sett mark sitt á hann, en frekar aukið kulda geðsmunanna en þeir gerðu lund- ina meyra. Búskapnum vildi hann haida áfram, og tók Guðfinna, móðir hans við búsýsiu innan bæj- ar, þótt öldruð væri orðim, meira en hálfsjötug. En ekiki hafði enn reynt til fylstu hlítar á þolrif Kjaransstaða fólks. Litlu eftir réttir um haustið lézt Þórður litli, tvíburinn, sem l'ifað hafðj af barnaveikina um vet- urinn, tæpra tíu mánaða gamall. Það var sjöunda barnið, sem dó á þeesu sama ári. Af ölium barna- hópnum var einungis eftir einn drengur á þrettánda ári — Frið- finnuir sá, sem nefndur var í upp- hafi. En svo undarlegt sem það kann að koma fyrir sjónir, virtiist hann stundum lítilla kærleika njóta hjá föður sínum, eftir að hin systkinin voru diáin. Það var gamalT siður, eir átti rætur sínar í því, hve lífi ungbarna var hætt, að foreldrar, sem sóttu fast að komia upp einhverju nafni, létu tvö; þrjú eða jafnvel fjögur heita því. Áður var á það drepið, að tvíniefni og fleirnefni tíðkuðust á Kjarans'stöðum. Þórður hafði íát- ið 9kíra fjóra drengi nafni föður síns, tvær t-elpur hétu nafni móður sinnar og tvær Kristjana. Loks höfðu fjórir drengir hieitið Þórð- ur. Flestum hefði líklega sýnzt, að vel væri fyrir því séð, að þessi nöfn héldust í ættinni. Nú var þó ekkert þessara barna ofar moldu. Næstu árin tvö var Guðfinna gamla enn bústýra á fámennu heim ilj sonaT sín'S. En sennil'egia hefur hún verið fairin að lýjast, þvi að vorið 1892 réði Þórður sér ráðs- konu norðan úr Djúpi. Nýja ráðskonan á Kjaransstöð- um hét Jónína Þórðardóttiæ, kona fremur smá vexti, en kivik bg fjörleg, móeyg og dökk yíMitum. Hún hafði aiizt upp hjá vanda- lausu fólki vdð miiikla vinnuhörku og lítil rækt verið lögð við upp- eldi hennar. Að upplagi var hún bæði næm og námfús, en fékk Mtt að njóta þeirra hæfileika. Þó stalst hún til þess að hnýsast í bækur 'og draga til stafs, en var barin, ef upp komst. Hitt varð ekki kom- ið í veg fyrir, að hún lærði fjölda kvæða og marga rímnaflokka, sem hún geymdi í minni sér fram á elliár. Harðduglieg var hún til alra verka, sem að búsýslu lutu, lagin við fatasaum og útsaum og hin bezta ljósmóðir og tók á móti fjölda barna. Jónína gifitist í átthögum sínum manni þeim, er hét Bjarni Magnús- son, en missti hann frá tveim ung- um börnum. Kom sonur hennar, Jakob Margeir, þegar að Kjarans- stöðum með henni og litlu síðar dóttiir hennar, Valgerður María. Ekki var til einnar nætur tjald- að, er Jónína fór að Kjaransstöð- um. Þau gengu að vísu ekki í hjónaband. hún og Þórður, en sam- vistir höfðu þau á meðan bæði lifðu. Vorið 1893 fæddist þeim sonur, sem skírðui vair Þórður Kristján, og var það í fimmta skiptið, að Þórður á Kjaransstöð- um valdi afkvæmi sínu þessi nöfn. En það fór á sama veg og áður: Drengurinn dó á fyrsta ári. Annað barn fæddist þeim Þórði og Jónínu á nýjársdag 1894. Mun Jónína hafa verið ein heima, er hún tók léttasóttina, að minnsta kosti enginn sá nærstaddur, er fengi liðsinnt henni, og er í frá- sögur fært, að hún tók sjálf á móti þessu bairriá sínu án n< ickurr- ar hjálpar. Barnið var telpa, er var skírð Sigríður Guðfinna Kristjana. Þar var loks fœtt barn, sem áskapaður var lengri aldur en nokkrar vikuir eða nokkur ár. VII. Oddur læknir Jónsson hafðd lót- ið það uppd við Þórð að illum húsa kynnuim myndi að kenna, hvíMk- uim barnamissi hann hafði orðið fyrir. Urðu honurn orð læknisins að vonum minnisstæð, og dró til þess, að hann reisti nýja baðstofu. er hann þóttist hafa bolnnagn til þess. Það gerðist síðasta ár niftjándu aldarinnar. í nýjum húsa- kynnum gekk h-ann tl móts við nýja öld. En ekki voru öli él úti. Þetta saima ár varð Þórður Þórðarson, faðir Jónínu á Kjaransstöðum, úti á Þorskafj'arðarheiði, efldur mað- ur að þreki, en orðinn aldraður. Þó syrti brátt meira að og gerðust þá líkfarir aftur tíðar frá Kjarans- stöðum. Kristján Kristjánsson í Lamba- dal innri, bróðir Þórðar, hafði eign- azt átta börn með konu sinni, og hétu fdimm þeirra sömu nöfnum og böm séra Jóns Vestmanns, lang- ömmubróður hans. En sérkenni- legt er,- að ekkert fólk er frá þeim komið, hvorki börnum séra Jóns né Kristjáns í Lambadal. Ein dætra Kristjáns hét' Sigríður, og hafði Þórður tekið hana í fóstur. Ifún var um tíu ára aidur, er hér var komið, og harla kær fóstra sínum, sem heyrt hafði svo mairgan glað- an hlátux hljóðna skyndilega, enda hét hún nafni hinnar látnu eigin- konu hans. Litlu fyrir veturnætur 1902 veiktist Sigríður litla snögg- lega. Eftir fáa daga var hún liðið lik. Það var heilabóliga, er varð henni að fjörtjóni. Um þetta leyti var Friðfinnur Þórðarson úti í Noregi, þar sem hánn vann um tíma á búgarði. Hann var heitbundinn Valgerði, dóttur Jónínu, er þá var að kalla réttra tuttugu ára. Hún var van- fær og fékk skarlafssótt um þess- ar mundir. Þrem vikum eftir and- lát Sigríðar litlu ól hún ófnllburða meybarn. Litlar vonir var unnt að gera sér um, að barnið lifði, og var bráður bugur bundinn að því að skira það. Því var gefið nafn stúlk- unnar nýdánu. En hér fór sem bú- Þeir, sem hugsa sér aB haSda Sunnudags- blaðinu saman, ættu að athuga hið fyrsta, hvort eitthvað vantar \ í hjá þeim og ráða bót á bví. TtMINN- SUNNUDAGSBLAÐ 183

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.