Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1968, Blaðsíða 5
Nokkrar ungar ánægðar konur á tóvinnunámskeiSi í Reykjavik, sem HeimilisiðnaSarfélag íslands gekkst fyrir i vetur.
Listvefnaðarnámskelð hafa einnig verið haldin, og nú um mánaðamótin hefst jurtalitunarnámskeið. Félagið hefur áhuga
á því, að endurvekja starfsemi heimilisráðunautar ríkisins, svo að konur — og karlar — út um landsbyggðina geti einnig
notið beitu fræðslu í þessum efnum.
henmi forstöðu, lengst af við erfið
skilyr'ði.
„Það er mikið þolinmæðiverk
að koima upp blómiegri verzlun,
lengi er eins og enginn árangur
sjáist, en nú eru ávextirniir af starfi
Sigrúnar virkilega að koma í ljós“,
segir ung og falieg' kona í stórri
og fallegri verzlun við Laufásveg
2. Það er Gerður Hjörieifsdóttir,
sem nýlega hefur tekið þar við
stjórn. „Maður á víst ekiki að taka
starfið með sér heim, en ég verð
að viðurkienna, að ég get ekfci hætt
að hugsa um það, þegar ég loka
á eftir mér búðarhurðinni á kvöld-
in“, segir Gerður. „Við erum alltaf
með eitthvað nýtt á prjónunum.“
Og svo segir hún mér, hvernig
hana og fieirj konur í félaginu
langi til að örva fólfc til að búa
ti:l fagra og vandaða muni. Það
eru margir. sem geta gert vel, en
vantar fyrirmyndir og leiðbeining-
ar. Þá leggja þær í Heimilisiðn-
aðarfélaginu höfuðin í bleyti, og
það er nú hitt og þetta, sem þeim
dettur í hug. Einn hagan járnsmið
fengu þær til að smíða steikar-
teina með galdrastaf á handfang
inu. Annar maður, sem er kom-
i-nn á eftiriaun, en hefur orku og
þrek til smíða, gerir diskahillur
upp á gamlan móð, þriðji gerir
nákvæmar smáílikingar af mjólfc-
urfötum úr tré, fjórði smíðar
snæidusto'kka og fimmti trog, en
þau eru eiginmenn nú f-arnir að
kaupa handa konum sínum til að
geyma í handavinnu. Falieg kleinu
jám úr kopar koma frá 83 ára
gömJium mann-i norður í landi. Þó
er hlutur karimanna í heimilisiðn-
aði enn svo litiM, að það er erfið-
leifcuni bundið fyrir ísiand að taka
þátt í Norðuriandasýningu í sum-
ar á gripurn úr smíðajárni.
„Við höfum leitað til ýmissa
manna, en þeir segjast efcki hafa
smiðjuna eða eldinn. Áður fyrr var
smiðja á bve-rjum bæ, þar sem
fólkið smíðaði allt, sem það þu-rfti
með. Þess voru dæmi, að gæti
kona í barnsnauð ekfci fætt, þá
geifclí bóndin-n í sm-iðju og bjó til
teng-ur, sem björguðu lífi barns-
ins. Nú ge-ngur okkur ila að finna
einhverja til að smíða kistulamir
og kertastjafca.“
Og Gefðu-r heldur áfram að ta-la
um vörur verzluna-rinnar, af eins
mifcllum áh-uga og hér væri um
hennar eigið gróðafyrirtæki að
ræða, en sannleikurinn er sá, að
ágóðinn fer allur til að efla smekik.
og vandviirkni íslenzkra hagleifcs-
manna og kvenna.
„Við höfum mesta úrval af
uM-arvörum. Uli er ynd-i'sle-gt efni
með ótæmandi möguleiba. Alra
nýstárlegast er kannski þetta dúk
svuntuefni með sauðar og jurtalit-
um.“
Þetta er dýrt efni, næstum þús-
und krónur í svuntuna, en slífc
gæðavara, að gulilofið nælon stenzt
þar ekfci samanburð.
„Um tíma var útlent glingur
tefcið fram yfir það sem íslenzfct
var, en nú er þetta að breytas-t
aftur. Hérna eigum við fínt garn
og prjóna til að gera skotthúfu
úr. Flauelið er á undan'haldi.“
Þær eru strangar, hvað snertir
vöruigæði og grannsfcoða hvern
hlut áður en hann er tekinn til
söliu. Enda er aldrei að vita nema
einmitt ’þessi hlutur berist út fyr-
ir landsteinana með eriendum
ferðamannj ein-s og vitnisburðiur
um hórienda verkmenningu, örlít-
ill sendifiul'ltrúi, sem verður að
vera ofckur tiíl sóma.
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
365