Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1968, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1968, Blaðsíða 17
Ég þakka þér fyrir gre'.nina um Kolmúlafólkið í Sunnudag?blaði Timanís 18 febrúar. Ég te'l grein þína merka og vel unna, enda fræöir hún um margt, sem er gott að vita. Öll gerð greinarinnar ber flræðimanni vitni og stíllinn er sjálfstæður og fer 'nærri ágætu al- þýðumáli. Það hefur verið þannig, að við afkomendur Hallgríms í Stóra- Sandfelli, Ásmundssonar, og sið- ari konu hans, Bergþóru ísleifs- dótítur, höfurn haft takmarkaða kynningu af afkomendum Hall- grímis og fyrri konu hans, Ingi- bjargar Sigurðardóttur. Veldur þvi meðal annars miseldrið, þar sem til dæmis Indriði, langalangafi þinn, er háifbróðir Helga, afa míns. Milli þessara afkomenda Hallgríms hef- ur jafnan verið nokkur gjá, og hafa ekki orðið mér vel kunnug- ir nema Halldór skáld á Bafnar- nesi, HaUdórsson, og þeii Vattar- nesfeðgar, Últfur og Jón, sonur hans, sem sýnt hefur mér mik- inn vinskap, og þeir bræður, Hall- grímur og Helgi Björnssynir í Njarðvík. Ég er ailimn upp við það orð- spor, að Ingibjörg, fyrri kona Hall gríims, hafi verið lítið gefin og honum í engu samboðin, og hygg ég það sé eins konar ofríkisorð- spor niðja seinni konunnar, en aneð þeirn kom skáldgáfa Hall- gríms fljótt í Ijós. En eigi varð þess vart fyrsta sprettinn með afkomendum fyrri konunnar. Ég hef þó kunnleika og orðspor af þeirn mö-gum, sem eru hið ágæt- asta fólk og prýðilega vel gefið, ég hj’gg nálega hver maður, og skáld eru þeir margir. Faðir minn var mikill fróðleiksmaður og vand úr að héimildúm, og móðir hans var hi-n fróðá' kona og fjölvitra, Margrét Sigurðardóttir á Geirólfs- stöðum. Hún átti Helga Hallgríms- son, og var tuttugu og tveggja ára gömul, er HaLIgrímur dó. Hún kunni því glöggt orðspor af Hall- grími og eftir henni faðir minn, og var það svo mikið, að mér þótti meiira en nóg, og hafði við hóf í ævisögu - Ballgríms. En hann kunni ekkert orðspor af Ingi- björgu nerna það, að hún hefði staðið Hallgrími langt að baki í atgervi, og þurfti það ekkert last að vera um konuna. Paðir minn fæddist ekki fyrr en fjörutíu ár- um elftir að Ingibjörg dó og hafði engan mann hitt, er mundi Ingi- björgu, og Margrét fæddist árið eftir að Ingibjörg dó. Það er því týnt og tröllum gefið, sem um þessa konu vair að segja meðan hún var og hét. En slíka á hún aflkomendur, að það er rétt að nota tækifærið og gera sér nokkra grein á henni, svo sem gefast kann, og þá frekast að ætterni. Við förum þá í Geitdal, og það er ekki unnt að koma i Geitdal Benedikt Gíslason frá Hofteigi nema dást að því, hve þetta er fríð jörð, og næstum að segja undur, hve þessar tvær jarðir, Þor- valdsstaðir og Geitdalur, geta ver- ið yndislegar og eru þó fremst- í dal, sem gengur inn í hálend', næstum hundrað kílómetra frá sjó. Það er gaman að lesa ísöldina í þessum dal En þarna í Geitdal búa ung hjón um miðja 18. öld, Sólrún Árna dóttir og Sigmundur — enginn veit hvers son. Sólrún fæddist 1718 og líklega í Geitdal. Sigmuad ur dó litlu eftir 1750, því að Sói- rún býr ekkja í Geitdal 1753. Þau átitu eina dóttur barna, sem hét Ragnhildur og var höfðingskor.a r Pistill með kveðju Benedikts Gíslasonar frá Hofteigi T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 377

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.