Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1968, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1968, Blaðsíða 8
SULLY PRUDHOMME: Vetrarbrautin Þýðandi: Jón Óskar y Við stjörnurnar ég sagSi aftan einn: Þið erum tæpast sælar, gleðin brott. í óramyrkrum geimsins glóið þið, en glit það ber um sáran trega vott. Á festingunni sýnist mér ég sjá í sorgargöngu hvítri andlit þreytt á meyjum, sem í flokkum ferðast þar með firn af kertum yfir hvolfið breitt. Hvort bænið þið ykkur nótt og nýtan dag? Nema þau himinljós séu' benjum særð? Þvi að frá ykkur enginn geisli skín, en aðeins tár í Ijómans búning færð. Hvað angrar, sagði ég, öll þau himinljós, þær engla og dýra mæður? Geims um stig þið Ijómið, en í augum glitra tár? Einmanakenndin .... sögðu þær við mig. Við systur erum settar mjög á dreif, þó sýnist spönn, er langt hvert millibil. í fósturlandi sínu á engan að einmana stjarna, er brosir jarðar til. Og hennar djúpi funi fer á glæ, hann fuðrar upp í köldum himinsæ. Ég fullvel, sagði ég, ykkar örlög skil. Þið eruð eins og mannssál hér um bil. Hver mannssál Ijómar ein, því óraveg fri annarri er hver sálin Síkt og þið. Hún brennur þögul, ein og ódauðleg, umvefur hana kolsvart náttmyrkrið. Sully Prudhomme var franskt skáld, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels 1901, en féll seinna í gleymsku. i . ____ _ . . 368 T i M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.