Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1968, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1968, Blaðsíða 15
stæðingarnir skilja eftir sig dýpst- an söknuð í brjósti góðrar konu. En sitthvað gerðist. Vilhjálmur bóndi skrifaði herra sveitakaup- manni, Gísla Bjarnasyni í Ameríku tjáði honum afgang föður hans og sendi honum útfararræðu sókn- arprestsins í Tjarnarþingum í Svarfaðardal, og Halldór hrepp- stjóri Hallgrímsson á Melum kom framan úr dal til þess að lyfta vaxkápunni af pinklum Jóhanns og kanna eigur hans. Þar kom í leitirnar handritið að grasalækn- ingabókinni. ásamt mörgu öðru — sóknarskjölum, stökum, himna- bréfi og v.vrnarritum fyrir trúna. Þar voru lika nokkrar bókaskræð- ur og fáeinir silfurpeningar. Börn- in á Bakka, sem skrifandi voru orðin, fengu pennastengur, rauð- ar og bláar, til minja urn einkenni legasta manninn, sem þau höfðu verið samtíða, og Varabál'kur Sig- urðar skálds á Heiði var feng inn í hendur Kristínu, þvi að hann átti litla bústýran að eign- ast. Sjálfri sér kaus hún myndirn- ar af vesturförunum, sonum Jó hanns. Annað, sem einhvers virði var talið, var til sölu boðið, en hitt borið á eld. En steinarnir, sem ekki gátu brunnið fóru á tvist og bast. Nú er það nær allt týnt og tröllum gefið, er Jóhann Bjarna- son átti og bar landshornanna á milíi. Varabálkur týndist úr banni lítillar stúlku, sem ætlaði að fara með hann milli bæja, og grasa- lækningaritið, sem Vilhjálmur tók í sína vörzlu og kom inn á Akur- eyri til Odds Björnssonar að ráð- stöfun hófundarins sjálfs, fórst i eldi, sem kom upp. Það var eins og forsjónin legði sig í líma að fyrirfara öllu, sem Jóhann gamli hafði átt. Aðeins myndirnar hafa geymzt. Andláts Jóhans var hvergi get- ið í blöðum, og dóu þó fáir menn víðkunnari árið 1907. Samt höfðu menn brátt spurnir af því, að hann var undir græna torfu kom- inn, Hvammshreppingum þótti hlýða að tjá þakkir sínar öllum þeim, er höfðu hýst hann og hjúkr að honum, þegar-loks var sýnt, að hann myndi ekki oftar bera að garði manna. Þess vegna lét oddviti þeirra, Baldvin Eggerts- son í Helguhvam mi, Lögréttu birta svolátandi ávarp veturinn 1908: „Jafnfiramt því að láta þess get- Ið, að aumdnginn Jóhann Bjarna- son, að auknefni beri, andaðist hinn 27. ágúst síðastliðinn norður í Svarfaðardal eftir nokkurra vikna legu, finnst hreppsnefndinni í Kirkjuhvammshreppi sér bæði Ijúfit og siiylt að þakka hér með ölhim þeim, sem fyrr og síðar af mannkærleika gáfu aumingja þess um bæði föt og fæði og viku góðu að honum á hans mörgu mæðu- árum og ferðalagi um landið. Fá- ráðlingur þessi er efaiaust einn af okkar minnstu bræðrum, og fyrirheitið mun rætast á þeim, sem veittu honum, margir af fá- tæfct sinni“. XLIII. „Sagan er upprisa" sagði Jules Michedet, franski sagnfræðingur- inn. Allt ferst og glatast í djúpi ævarandi gleymsku, sé sagan þvi ekki náðug með einhverjum hætti. Týnd og horfin tíð er eins og ör- foka jörð, rænd frjómagni sínu — í skásta lagi áþekk daufri og bliknaðri stjörnu í óræðri firrð. Það mannlíf, sem enginn kann framar skil á, er sem uppþornuð lind: Þar nemur enginn staðar sér til svölunar. Sagan ein getur láti'S vatnið halda áfram að streyma o| elkrur kynslóðanna að gróa. M hennar væri lífið snautt og öí- birgðin sár. Því að hún er líftaug þjóðanna og brunnur menöingaí- innar. Á þessum ökrum, sem nú eru. ietri fylitar tii síðasta blaðs, bef- ur ekki verið sagt frá neinni höf- uðkempu, er ryddi brautir og hryti nýja vegi, heldur hraknin'gsmanni, sem atvikin og 9amfélagið höfðu markað þrettán rifum ofan í hvatt. Þetta er saga af útburði, sem ekki vildi liggja kyrr, og sú saga er feiknstöfum skráð, en ekki þeim geislastöfum, sem gott er að ylja sér við. En þá er þess líka að gæta, að þjóðarsagan er ekki of in frægðarhrósi einu, heldur leik- ast þar á margvíslegar andstæð- ur. Skin cg skuggar flökta um mannlífssviðið í einni bendu, og sagan krefst réttar síns. jafnt í reisn sem lægingu. Og réttur henn ar er hel'gur. Sú saga, þar sem sól ljóm'ar sífehdlega í heiði og hvergi örlar á skýhnoðra, er að jafnaði ósönn. Nokkurn veginn réitum þrem árum eftir förina yfir Heljardalsheiöi, andaSist hann á Bakka, en leg hlaut hann i kirkjugarðinum á Tjörn i Svarfaðardal. Þar fúna nú bein hans. Ljósmynd; Páll Jónsson. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 375

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.