Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1968, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1968, Blaðsíða 10
KARL JÓNSSON í GÝGJAR- HÓLSKOTI: HARÐINDI FYRIR NÆR HÁLFRIÖLD Veturinn 1919—1920 hefur alla tíð síðan verið í minnum hafður vegna snjáþyngsla og ótíðar. Fyr- ir áramótin mun tíðin hafa verið fremur stirð, en ekki svo, að auð- séð væri, að neitt sérstakt værj á seyði. En strax í janúarbyrjun fór að snjóa, svo að með fádæmum var, og hélzt sú tíð óslitið fram undir góulok. Snjónum hlóð niður á öllum ávtum heila sólarhringa. Oft var austansnjókoma nætur- langt og tra-m undir hádegi. Svo gerði kannski rigningu, stundum rétt í bili, stundum tveggja til fjögurra tíma slagveður. Svo á kvöldin gekk í vestur með mold- öskubyl, sem stóð alla nóttina. Og oft, sérstaklega á góunni, voru heilir byldagar, svo að varla var gegnandi. Aðeins komu hægviðr- isdagar, á milli þess, að upp gengi næsta illviðrisgusa. í góuiokin kom hin langþráða hlláika, sem stóð í rúma viku, all- góð hláka, svo að mjög mikið hlánaði. í snjóléttari sveitum kom upp töluvert mikil jörð, en þar sem snjóþyngsli voru meiri, var algert jarðbann. Páskarnir voru um aðra einmán- aðarheilgina. Seinni hluti annars páskadags gekk í hörkunorðanátt smeð frosti, svo að allt hljóp í kiiakia. Undanfari þessa var, að vorið. 1918 var sérsta'kt kalár og gras- leysi og heyskapur því mjög lítill það sumar. Mjög gætti kalsins enn sumarið 1919. Einu tækin voru orfið og hrífan, og auðvitað ékkert flutningatæki nema reið- ingshesturinn. Helzt var heyjað í svakkamýrum og þar sem náðist til flæðiengja. Foreldrar mínir, Jón Grímsson og Guðný Arnórsdóttir, bjuggu þá á Ketilvöllum í Laugardal. Næstu nágrannar voru Páll Guðmundsson og Rósa Eyjólflsdóttir á Hjálrns- stöðum, og Sveinbjörn Eyjól'fs- son og Guðrún Eyjólfsdóttir á Snorrastöðum. Líkt var ástatt á öllum þessum heimilum, öll jörð algerlega undir snjó og klaka og heyin orðin mjög lítil, svo að auð- vitað var, að í hreinasta óefni var komið, ef ekkert yrði aðhafzt. Þess- ir nágrannar voru mjög samhent- ir og báru saman ráð sín. Fyrst var leitað fyrir sér með að koma sem flest.u af hrossunum á jörð. Páll fór suður í Grímsnes um bæna dagana og kom fyrir öllum hross- um af þessum bæjum, sem ekki þurfti að taka í brúkun, á Hömr- um, Ormsstöðum og Eyvík. Þar var þá nóg auð jörð. Félagi minn í þeirri ferð, sem hér segir af á eftir, var sonur Páls, Guðmundur. Við vorum jafn- aldrar, urðum sextán ára þá um vorið, systkinasynir, æskuleik- bræður og fermingarbræður, sam- rýndir eins og beztu bræður. Við urðum aldrei ósáttir og vildum helzt alltaf mega vera saman Á páskadagsmorguninn vorum. við jafnaldrarnir sendir með hross- in suður í Grímsnes. Þá var hæg suddarigning. Við fórum súður Laugarvatn og Apavatn, allt á þykkri íshellu. Við teymdum tvær lestir, níu í hvorri eða samtals átján hross. Haldið var beina leið til Kringlu, þar skiptum jvið okk- ur. Ég fór suður á Hamramýrar og hitti Kristin bónda á Hömrum. Hann sagði mér að fara með hross- in að sauðahúsi, sem var á mýr- inni, og gefa þeim hey við húsið. Guðmundur fór með hrossin, sem fóru að Ormsstöðum og Eyvík. Svo komum við báðir áð Kringlu um kvöldið, og þar gistum við. Þar áttum við vinum að mæta. Ung hjón úr Laugardal, Guðmund- ur Njálsson og Karólína Árnadótt- ir, bjuggu þar sitt fvrsta búskap- arár. Þau fluttust svo þetta vor í Laugardalinn aftur — góðu heilli og ekki erindisleysu — en það er önnur saga, ekki ómerkileg, sem verður ekki rakin hér að þessu sinni. Frá Kringlu var haldið á annan dag páska eftir góða nótt og skemmtilega dvöl. Við komum að Vatnsholti. Mikið var þá farið að kólna í veðri, en við lítt búnir undir norðankulda. Þar bjuggu þá hin kunnu hjón, Ólöf og Diðrik Stefánsson. Ólöf athugaði vel all- an útbúnað okkar og bætti um það, sem henni þótti þurfa, af móð urlegri nákvæmni. Skúli læknir var staddur í Vatnsholti. Hún bar undir hann, hvort útbúnaður okk- ar væri fullnægjandi upp yfir Apa- vatn á móti norðankulda. Taldi hann svo vera fyrir hennar aðgerð- ir og viðurgerning allan. En þau lögðu ríkt á við okkur að koma við í Útey, áður en við legðum á Laugarvatn, og láta Sigríði Berg- steinsdóttur fara höndum um okk- ur — hún hefði' fyrr gert það, þar sem hún var ljósmóðir oikkar beggja. Gerðum við það með góð- um árangri. Heim komumst við um kvöldið ókaldir, og var þá kom- ið mikið frost og norðanrok. Faðir minn og Páll fóru svo á þriðja í páS'kum í Eyrarbakkaferð til fóðurbætisöflunar. Þeir komu við í Miðengi og fengu leyfi til 370 IllHlNN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.