Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1968, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 19.05.1968, Blaðsíða 19
Hér sést ætt Sólrúnar Árnadótt- mr, og má þó bæta þvi við, að Sólrún Sigurðardóttir, er sýnilega dóttir Sigurðar, sem lengi og vel bjó á Hóiseii á Fjölium og átti Sesselju, dóttur séra Gunnlaugs i Möðrudal, er fyrr gat, og kemur þá í Ijós skyldleiki þeirra hjóna, Árna og SnjóMðar. Bn það er frekast einkenni á hjónaböndum, er hér er komið tíma, og hafði reyndar löngum verið í íslenzka ættarþjóðfélaginu. Sigurður í Hóls seli hefur líkllega verið sonur Jóns Jónssonar og Sólrúnar Sigurðar dóttur, prests á Refstað, Ólafsson- ar, prests og skálds á Sauðanesi, Gu ðmundssonar. Ingibjörg, kona Hallgríms, hef- ur borið nafn Ingibjargar Sölva- dóttur, móður Árna. En hver er Sigurður Einarsson? Ég gat þess. að ég ætlaði að skálda ætt hans, og það, sem ég segi, getur sennilega aldrei orðið sanu- að mál. En það heitir kona Oddný Þorleifsdóttir 1703. Hún jbýr á Galtastöðum úti í Tungu það ár og er ekkja, 34 ára. Hún á tvö börn, Einar sex ára og Arndísi niu ára, Arabörn, og verður aldrej um þann Ara vitað neitt. Einar þessi Arason komst til þroska og bjó í Heiðarseii í Tungu 1746. Það ár fæðist Mekkin, dóttir hans, móð ir Odds á Skeggjastöðum, og er þaðan komið margt fólk og merkt Árið 1754 býr hann. á Skeggja- stöðum á Dal og drukknar i Svelg í Jökulsá hjá Hofteigi. Þá á iiann Guðríði, dóttur séra Run- ólt's, prests á Skorrastað, Hinriks- sonar, og er 58 ára gamalL Ef- lau=t hefur hann verið kvæntur áður, og et' hann væri faðir Sig- urðar í Geitdal, þá er hanp þrí- tugur, þegar hann fæðist. Hann hefur senniiega verið mikilhæfur maður. Nú er það þannig, að Odd- ný Þorleifsdóttir giftist árið 1704 frænda sínum, Bjarna Guðmunds- syni og er óþekkt, hvernig þau voru skyld, en leyfisbréf kostaði fjögur hundruð á landsvísu. Þau Bjarni og Oddný bjuggu síðan á Fossvöllum og áttu son, Guðmund, sem bjó á Eyvindarstöðum og var faðir Sólrúnar, síðari konu Sigurð- ar. Einar Arason og Guðmundur Bjarnason voru því hálfbræður. Það er svona nokkurn veginn víst, að hér er skáldað rétt. Oddný var dóttir Þorleifs i Dag- verðairgerði, Högnasonar, á Foss- völluín 1649 og Stóra Bakka. Bróð- ir Þorleifs hét Rustikus, og urðu þeir niargir í ættinni, Rustikus- arnir, og Rustikus Sigurðsson í Geitdal er líklega af ættinni. Högni á Stóra-Bakka var Þorleifs- son, Einarssonar, og hef ég tal- ið líklegt, að Þorl'eifur væri son- ur Einars prests i Vallanesi, Árna- sonar, í ritgerð í nýju Múlaþingi. Árni og Snjófríður létu heita Odd- nýju. Ég tel það nokkurn veginn víst, að það sé sú Oddný Áma- dóttir, sem var móðir Ásmundar föður Oddnýjar, móður Guðlaugar, móður Einars H. Kvarans. Þetta hef ég þó ekki getað rannsakað að fullu. Ól'öf Árnadóttir og Snjófríð- ar átti Jón pamfíi Jónsson og var móðir Hermanns í Firði. Þannig voru Ingibjörg í Stóra-Sandfelli og Hermann í Firði systrabörn. Þá er þess að minnast, að þeg- ar Sólrún Guðmundsdótitir kom i Geitdal, fylgdi henni fóstursystir, Kristín Andrésdóttir, talin fædd 1754. Vegna þess að þær fóstmr komu úr Vopnafiirði, þá hafa menn gert það, að Kristín væri dóttiir þess' eina Andrésar, sem finnst á þessum slóðum, Andrésar á Skjald þingsstöðum, Guðmundssonar úr Böðvarsdal, Ketilssonar í Fagra- dal, Ásmundssonar. Ekki verður vart við skyldleika milli Andrés- ar og Guðrnundar, og hefur mönn- um þótt þetta skrýtið, ef Andrés, sem á fá börn 1762, hafi komi bami í fóstur. En nú sést það á jarðabók Skúla frá 1753, að Andrés Bjarnason býr í Bakkagerði í Hlíð það áT. Þessi Andrés er sennilega bróðir Guð- mundar á Eyvindarstöðum, sem það ár og lengi áður bjó á Foss- völlum. Gera má ráð fýrir þvi, að þessir B iaroasynir, Andrés og Guð mundur, séu bræður, og Kristín dóttir Andrésar Bjarnasonar, sem er dáinn fyrir 1762, eða bættur búskap, og bróðurdóttur sína hafi Guðmundur tekið í fóstur. Krist- ín varð síðan þriðja kona Indriða á Borg, Ásmundssonar, og móð- ir séra Ólafs á Kolfreyjustað. föð- ur Páls og Jóns. skálda, og er hér um allmiklar ættfræðilegar ieið réttingar að ræða Þau Ingibjörg og Haillgrímur áttu ellefu börn, og fæddust þau öll á Þorvaldsstöðum Þar misstu þau fjögur þeirra og siðan einn dreng í Stóra-Sandfelli, er villtist frá bæ og fannst ekki fyrr en síð- ar, látinn, hátt uppi i fjallinu. Hin sex komust upp og staðfestu ráð sitt nema Vigfús. sem jaínan var í Sandfelli. Meðai barna Jóns T t M I N N — SUNNUDAGSBLÁÐ 37«

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.