Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Page 7

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Page 7
R. Einarsson komuir úr Reykjavik með sína hljómsveit og slær upp balli á staðnum. Stúlkurnar okk- ar verða alveg veikar og vilja endi lega bomast þangað, en ég segi inei. iVið höfðum fasta samninga við nokkra báta og einn beið drekk hlaðinn við bryggjuna. Það varð að bjarga aflanum. „Lofið okkur að skreppa, bara einn klukkutmia“, báðu stúlkurn- ar. —N ei, síldina fyrst og svo var saltað frarn á nótt. Það eru engin vökulög á síldarstúlkum. Hins veg ar lofaði ég þeim, að þær skyldu fá að dansa nægju sína seinna og það gat ég staðið við. Það urðu landlegur allt upp í viku og, þá fengu þær að heyra hjá sjómönn- um sínum, hvað þær hefðu staðið sig vel, þegar á reyndi. Þeir hefðu orðið að sigla með aflann í bræðslu á Raufarhöfn, hefðu stúlkurnar farið að dansa og þar með nokkur hundruð þúsund krónur farið í súginn. Það er einmitt vandinn, sem nú er við að glíma, að gera sem mest verðmæti úr hverri bröndu, sem úr sjónum fæst, selja hvert iktíló síldar fyrir sem flestar krón- ur. Við verðum að leita allra ráða. Það þarf að gera miklu meira af því að salta síld i bátunum. Þegar síld fæst ekki nær en við Svalbarða, er hún ekki hæf nema í bræðsiu, þegar að landi er kom- ið. Fæst þá rúm króna fyrir kíló- ið. í sumar söltuðu sjómennirnir aflann um borð og þá margfaldast gjaldeyrisverðmæti síldarinnar tíu eða tólf sinnum. Ég mundi sömuleiðis telja æski- legt, að bátarnir sigldu njeð síld- ina beint til útlanda, vegna þess að þá sparast umskipun og ýmiss konar kostnaður. En til þess að ge-ta gert se-m mest úr hverjum ugga, sem úr landi er seldur, þarf útgerðin góð rekstrarlán, vitaskuld. í þessu efni hafa bankarnir því miður ekki staðið sig nógu vel. Það er þeirra sök oft, að útgerð hefur þurft að reka af vanefnum, og þar af leiðandi skilað lakari árangri en þurft hefði. Þar heur borið um of á vanþekkingu og vantrú á þessum stærsta atvinnu- vegi okkar.“ Að svo mæltu segir Baldur, að æt-ti hann tíu milljónir, mundi sér ekki detta í hug að leggja þær í fiskveiðar, hann hafi þolað nóg- -ar útgerðarþjáningar um ævina. Okkur virðist kaldhæðnislegt, að þessi maður, sem átti þátt í efna- hagsundri viðreisnaráranna m-eð því að koma kraftblökkinni í gagn, skuli nú vera skrifstofumaður við eldhúskollafram-leiðslu. Kæri lesandi! Við lifum sann- ast sagna í skrýtnu þjóðfélagi. Munduð þé-r hafa trúað því, að meðan óarðbær fyrirtæki á vett- vangi in-nflutnings og dreifingar, hafa fengið allt að tuttugu millj- ónum króna í rekstrarlán og sláttu slyngir einstaklingar eina m-illjón eða’ meira, þá neita bankarnir að lána m-eira rekstrarfé út á hvern bát en hálfa, segi og s-krifa hálfa milljón. Til tryggin-gar þessari stór skuld fær bankinn veð í bátnum, al-lt að tvö hun-druð prósent, og ? auk þess þrjátíu og fimm prósent ; af öllum afla bátsins, afhent af . viðkomandi frystihúsi eða löndun- arstöð, unz iánið er greit-t að fullu. Það er því nokkum veginn ör- uggt, að bankinn hefur allt sitt á þurru lan-di. Ef báturin-n sekkur fæst vátrygg-ingarfé. Afstaða bankanna speglar við-, horf alm-ennings, að útgerð sé. baggi á þjóðinni. En því mu-n öf- ugt farið, samkvæmt útflutnings- skýrslum eru þáð sjómenn, sem eru fyrirvin-n-a ísienzks þjóðarbús.' Á fram-leiðsluskýrslum eru þeir einir á blaði með bændum. Inga. M. b. Guðmundur Þórðarson að koma inn Siglufjörð sumarið 1959 og nokkrir af þessum fimm þúsund . . . (Frá vinstrl, aftari röð: Ingiberg Hali- dórsson, Guðmundur 'Hallgrímsson, Maríus Guðmundsson, Dagbjartur Jónsson, Magnús Jörundsson. Fremrl röð: Haraldur Ágústsson, Svavar Ágústsson). 823y TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.