Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Side 8

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Side 8
Vísimspjall Gamh í gærkvöldi, 27. september, settist ég við borðið mitt og ætlaði að hreinskrifa smávegis spjall, sem ég átti í horninu mínu. Varð mér um leið litið á dagatal á veggnum, og rifjað- ist þá upp fyrir mér, að einu sinni átti ísland skáld, sem fæddist 27. september og dó 28. september. Skáldið Þorstein Eriingsson. • Datt mér í hug, að taka sam- an og birta hér fáar vísur, sem þeir ortu, er þekktu hann, voru samtíðarmenn hans og þurftu á engúm sögusögnum að halda urn hann. Ég tek hér ekki nema fáar einar af þeim, sem ég annað hvort hafði við höndina eða í huganum. Þær gætu orðiö nokk uð margar, ef vel væri leitað. En þvi skal ég lofa, að Þor- steinn verður eini maðurinn, sem ég tileinka heilt „spjall", hvort sem þau verða mörg eða fiá hér eftir. Læt ég svo skáld- in sjáif tala og blanda mér ekki í þeirra mál. Þegar fyrsta útgáfa „Þyrna“ kom, ortu mörg og ólík skáld um bókina. Stephan G. segir (í lengra kvæði): Og í hugsjón yndislegri upp mér rann stænri sól og foldir fegri fram undan. Styttu margar myrkvar nætur morgunibrag. Lengi í kvæðum farðu á fætur fyrir dag. Ólöf frá Hlöðúm sagði: Meðan glóð í gígnum er, gáski í blóði ungu, 5. ÞÁTTUR munu Ijóð þín leika sér létt á þjóðar tungu. Við 2. útgáfu sagði Sigurður Júl. Jóhannesson: Hleypt er inn um hugar- dyrnar heitum, skærum, björtum ljósum, endurbirtast Þorsteins „Þyrnar“, þeim er fagnað meira en rósum. Snæbjörn Jónsson segir: Ein var skáldsins einkunn sú að á grýttum vegi sífellt hjartahreina trú hafði á betra degi. Máski að komi hans undraöld, „öldin ljóss og friðar", áður en hnigur hinzta kvöld heimsins sól til viðar. Guðmundur Guðmundsson sagði: Þegar harðstjórn hriðarbyl hótar geislum vonar, þá er að grípa „Þyrna“ til Þorsteins Erlingssonar. •Þegar um augu mæðumanns myrkur og þreyta strjúka, á hún, góða harpan hans, hlýja tóna og mjúka. Einar Páll segir: Eg hef margoft af þeim glað'zt örðugan lífs við róður. Þökk yrir aJlt, sem um þú kvaðst okkair gömlu móður. Séra Sigurður Einarsson 1 „Þonsteins minni“: Þar bar lengi Þorstein hæst, þá hafði enginn liðinn kveðið í strenginn kvöld svo glæst kyrrð né skógarfriðinm. Ótal tungum unaðar óðurinn þungur, rífcur, fyrri ungum ástum var aldrei sunginn slíkur. Og síðar í sama kvæði: Hvergi trútt, ef hvellan hans heyrðu þeir róminn kunnan, að þeir skylfu austan lands, eða fyrir sunnan. Snæbjörn Jónsson: Yfir tímans ólguhaf og aldamóta vegi leggur enníþá ljómanm af liðnum snillings degi. Svo minnist Ólöf frá Hlöðum hans: Hans andi var einum sér háður og augun hans fögur mér þóttu, ég sá engan síðar né áður með svip þann af heið- stirndri nóttu. Ég sé inn í sálina þína er sezt ég hjá vorinu í blóma. Á haustnótt er heiðstjörnur skína ég horfi í augnanna Ijóma. Læt ég svo séra Sigurð hafa sáðasta orðið: Þá mum lika Þorsteins minnzt, þar sem vel er unnið. Margt hið bezta, er vannst og vinnst, var af hans toga spunnið. Það var okfcur, íslands börn, oft, er þrutu ráðin, sverð og hlíf í sókn og vörn, sigurinn, Mfið, dáðim. 824 liMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.