Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Síða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Síða 9
' *» .. " • 'u ! sSppglII ■ ■; : Menn geta fengið lærdómstitla og aðrar nafnbætur á hóflegu verði og án háskalega mikillar áreynslu, |Lærdóms- |merki I°g plgnar- |titlar |á lágu |verfei Við tölum milcið um lýðræði og jafnrétti og erum upp með okkur af því, að við skulum lifa við slik- ar dásemdir. Þó er sannast sagna, að hvort tveggja á harla örðugt uppdráttar meðal okkar. Lýðræði okkar er vissulega meira í orði en á borði, og jafnrébtið er eins og skip úti í hafsauga. Þeir, sem hvassasta hafa sjónina, eygja það kannski í órafjarlægð Og í sam- ræmi við þetta er h ugarfar al- mennings eins og náttúrlegt er. Fæstir þrá jafnrétti, heldur for- réttindi. Um allan hinn vestræna heim, í sjálfri háborg hins umkomulitla lýðræðis, er sí og æ þreytt kapp- hlaup um titla eins og aðrar mann virðingar og veraldargæði flest. Þeir, sem einhver pemingaráð hafa, en aru fátækir í andanum og veiíkir í getunni, þegar til lær- dómssaka kemur, opna budduna til þess að hreppa titla, er ben.da eiga til nokkurs menningarþroska, og margir, sem af lágum stigum eru, breiða yfir þá ljótu staðreynd, að þeir eru komnir af alls konar slordónum, vinnulýð og undirtyll- um, með því að kaupa aðalsnafn- bót. Slík vegsemd eru auðfengin, bæði i Norðurálfu og Vesturheimi, ef það er til, sem við á að éta og æðra er öllu á himni og jörðu í okkar virðulega menningarheimi: Peningar. Það er til dæmis næsta létt að verða dr. phil. í hinum lofsæla Universidad Sintetica y Ameri- cana í San Salvador, og engu tor- fengnari er prófessorsnafnbót hjá Academia Universale del Governo Cosmo-Astrofia í Tríest. Hvorugt útheimtir langt og fyrirhafnarsamt nám. Sú hæfnin ein skiptir máli, að menn geti borgað titilinn. Og raunar er einnig farið mjög hóf- lega í sabirnar í því efni: Svo sem átta þúsund krónur nægja. Og þeg ar þær eru komnar á vísan stað, genigur allt annað af sjál'fu sér. Einhvern daginn kemur pittur eða húsmóðir, sem ber út póstinn, á bíl eða bifhjóli að húsdyrnm þín- um og færir þér stórt, gult bréf með faliegum frímerkj um og skrautlegum áletrunu'ca hinnar virðulegu stofnana. Og markinu er náð'. í Bandaríikjunum verða að minnsta kosti sjötíu og fimm þús- und menn doktorar árlega með viðlíka hætti — og enda oft með minni tiikostnaði. Þar meta þess konar stofnanir doktorshattinn að jafnaði á fjögu-r til tíu þúsund krónur. Fólkið, sem þessi kaup gerir, er frá mörgum löndum, og það þarf auðvitað ekki að ómaka sig að heiman fremur en það sjálft vill. Þvi eru sendir spurningalist- ar hvert á land sem er, og það svarar spurningunum í góðu tómi heima í stofu sinni. Síðan kemur útnefningin frá háskólanum. Var- nagia verður þó að slá, og hann felst í stuttu og gagnorðu bo'ð-' orði: „Safety first.“ Doktorsritgerð in telst sem sagt ekki varin til fullnustu fyrr en kaupverðið er komið í réttar hendur. Mörgu er nú logið, kann fóik að hugsa. Og ekki er allt satt, sem menn kasta á milli sín og jafmvel eilitlu rangað til í blöðum og fjöl- miðlunartækjum, þegar nokkuð liggur við. Þó er þetta sönn saga. Doktonar og prófessorar af þessu tagi eru víða eins og að líkuin lætur. Ekki skal fullyrt, að þeir finn- ist í lamdi okkar, er keypt hafa titla með þvílíku móti, og þar að auki væri elcki vel gert að nafn- greirna þá, eða tilfæra á anman hátt, þótt þeiir uppgötvuðust. En við getum brugðið okkur út yfir TÍMI NN - SUNNUDAGSBLAÐ 825

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.