Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Síða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Síða 10
polJirm, sem viS köllum svo af hógværð okkar. ¥ið getum tekið sem dæmi kunnau, danskan nátt- úrulækni, sem hreppt hefur dokt- orsnafnbót frá tveim menningar- ' stofnunum í Bandaríkjunum. Hann var fimleikakennari og nuddari áirið 1937 og þótti það fátæklegt starfsiheiti. Hann hafði aldrei í há- skóla komið né neitt læknanám stundað við handleiðslu manna, er leyfi höfðu til að kenna þyílík firæði. En nú komst hann á snoð- ir um stofnun eina bandaríska, sem helgaði sig vísindagrein þeirri er kaliaðist „naturopati.“ Hann skrifaði henni og fékk sendar til baka níutíu og niu spurningar. Því miður voru þær á ensku, en þá ; tungu hafði nuddarinn ekki num- ! ið. Það lét hann þó ekki standa í : vegi fyrir frama sínum. Hann lét i þýða spurningarnar á skiljanlegt I mannamál í skrifstofu í aðaljárn- | brautarstöðinni í Kaupmannahöfn. Sjá hér hinn eSla regluriddara. reyna sumir að falsa þá frá rót- um. í Kaupmannafaafnarblöðunum auglýsti kaupsýslumaður einn að sfcaðaldri andlitssmyrsl, sem gert var „eftir nákvæmlega sömu for- skrift og hin fræga Kleópatra drottning notaði í Egyptalandi í fornöld". Ábyxgð á þessum dæma- fáu drottningarsmyrslum tóku tveir sérfræðingar, P. Hansen og dr. Tværg, báðir busettir í Kaup- mannahöfn. Á eftir nafni doktors ins var tala innan sviga. Það fer varla hjá því, að þetta smyrsl hafi borizt hingað til lands og sléttað hér hirukkur á vanga einhverrar yfiristéttarfrúarinnar, sem farin var að snjást meira en skyldi, enda óhætt að treysta þeim, þar eð doktor mælti sterklega með þeim. En stundum er ekki allt sem sýnist. Þegar til kom, var dr. Tværg ekki einu sinni einn þeirra, sem fengu nafnbót sína á útsölu. Dönsk yfirvöld fengu illan bifur á smyrslum Kleópötru, þegar þau voru þráfalldlega auglýst. Kaup- sýslumaðurinn f.annst og reyndist sjálfur vera P. Hansen. En félaga sinn með nafnbótina og lærdóm- inn gat hano ekki vísað á. Dr. Tværg þýddi einfaldlega Dronn- ingens Tværgade og var heimilis- fang P. Hansens sjálfs. en talan innan sviganna húsnúmerið. Kaup sýslumaðurinn kom sem af fiöll- um, þegar lögreglan fór að skipta sér af þessu og gat ekki séð, að hann hefði framið neitt lögbrot. En sleppum slíkum sögum. í Austurríki verða allir stúdent- ar dr.'med. án nokkurra vafninga, jafnskjótt og þeir hafa lokið lækn- isprófi. Ekki þurfa menn heldur að fara hjá sér af tómri lotningu, þótt Þjóðverji rétti þeim nafn- spjald með doktorstitli. 97% allra doktorsritgerða í læknisfræði, sem varðar eru við þýzka háskóla, eru „vísindalegt barnaskólarubb, sem ljúka má á þrem mánuðum“, segir þýzkur prófessor, or rannsakað hefur málið. Það er heldur engin þurrð á doktorum í Þýzkalandi, og gildir einu, hvort leitað er í hópi málflutningsmanna, aðstoðar lækna og framhaldsskólakennara. Sú var lika tíðin, að Dönum varð tíðföirult suður yfir landamærin til þess að sækja doktorsnafnbót. Einkum lék það orð á, að háskól- inn í /Greifswaid væri lipur í þess- um sökum. Þess vegna varð til sú skritla, að lestairþjónarnir gengu Síðan svaraði hann greiðlega, innti af hendi tilskilin skólagjöld og fékk viðhafnarmikið útnefningar- skjal, sem dagsett var 15. júní 1927 — tíu árum áðuir en hann snaraði frá sér doktorsritgerðinni. Á sama hátt. fékk hann síðar doktorsnafnibót frá The American Academy .of Medicine and Surgery. í rauninni er þetta minna brot á jafnréttinu okkar en margt an.n- að, úr því að ekki er dýrara en þetta að uppfylla óskir mannia um doktursnanbót, því að vissulega er verðið hóflegt. Samt sem áður er það ærið róðavænlegt að leggja rækt við þennan markað. Og alltaf eru peningair góðir, hvernig sem þeir eru fengnir, og dæmin, um það höfum við sjálf alls staðar í kring um okkur. Á hinn bóginn eru þessir tveir undraverðu starfi, dr„ oft gulls ígildi þeim mönnum, er fengið hafa þá til afnota . Þess vegna 826 T í IW I N IV — SUNNDDAtíSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.