Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Qupperneq 14

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Qupperneq 14
hvitu, aS Gauks saga var til, en illu heilii var hún aldrei skrifuð í eyðunu". En hver var þessi herra Grímirr, sem átti hana? Það vill nú svo vel til, að við vitum það. Það var herra Grímur í Stafholti í Borgarfirði einn af Sturlungum, niðji Ólafs hvítaskálds Þórðarsonar. Dr. Jón Helgason segir enn fremur, hvar þessi orð hafa verið skrifuð. Auðvitað er það í grennd við Stafholt, þegar aðeins er tek- ið svo til orða og ekki nánar: Herra Grímur á hana. Eðlilega kemur manni fyrst í hug Reyk- holt, en hver býr þá á þeim fræga stað. Það eru líka Sturlungar, niðj- ar Helgu, alsystur Snorra Sturlu- sonar. Þar með er líka hæjt að ákveða aldur skinnbókarinnar, því að Grímur var herraður 1313 og dó 1330, svo að á þessum árum er Möðruvallabók skrifuð. Jón Helgason bætir við: „Ef þetta er rétt, sem tæplega er hægt að rengja, þá rennir það sterkum stoðum undir það, að Snorri Sturluson hafi ritað Egils sögu“. Ef þetta er rétt ályktað hjá dr. Jóni Helgasyni, og það ætla ég að muni reynast erfitt að vefengja, verður þá ekki líka að telja, að það renni einnig stoðum undir það, að Snorri hafi ritað Njálu? Hún er þó fyrsta sagan í hand- ritinu. Hitt verður ekki heldur dregið /. efa, að bæði handritin að sög- unni eru í höndum Sturlunga laust efir 1300, og mjög trúlega e'ru það JÓN HELGASON — maðurinn, sem las setninguna, sem krotað var í eyðuna í Möðru- vallabök”. fyrstu handritin. Því þá ekki að gefa þeim dýrðina og höfundar- réttinn? Það var ég búinn að gera tuttugu árum áður en mér barst þessi ágæta sönnun fyrir mínu máli. Það, siem kom mér af stað að athuga þessi mál, var það, að ís- lenzkur vísindamaður bar það á borð fyrir okkur, að Þorvarður Þórarinsson frá Vaiþjófsstað væri höfundur NjáLs sögu. Þetta gerð- ist fyrir þrem tugum ára, og sagn- fræðingar okkar, sem eru legió, þegja við öllu, sem á borð er bor- ið, ef það- er gert í nafni vísind- anna. Ég var sá eini, sem birti mót- mæli, og það væri líklega búið að meðtaka þetta sem heilagan sann- leika, hefði ég engum mótmælum hreyft. Um þetta urðu svo talsverð blaðaskrif fyrir ekki ýkjalöngu, og ég var að þúast við mótmælum, en allir hafa steinþagað. Nú er bezt að gera þessu máli nokkru samfelldari skil, greina frá helztu rökum, sem ég hef fyrir þeirri skoðun minni, að Sturlung- ar hafi rita’ð Njálu, en um það er ég vissari nú en nokkru sinni fyrr. Legg ég það nú undir dóm þjóð- arinnar. Hvernig má það vera, að fræði- menn ganga fram hjá því að nefna til Snorra Sturluson, þegar leitað er höfundar Njálu, mesta ritsnill- inginn, sem við þekkjum og alinn er upp á aðalsögustaðnum í Rang- árþingi? Þó er eins og þeir sveimi alltaf í ktingum hann, þó að þeir nefni hann aldrei til verksins. SIGURÐUR NORDAL — „á íslandl má aldrei hlaða múr á milli menntamanna og alþýðu- manna." Þeir segja, að hann hafi verið mestur sniltingur, sem þá var uppi, og jafnvel um allan atdur fslands byggðar, og eins segja þeir um Njálu, að hún sé mesta listaverkið frá þeim tímum og jafnvel ölium tímum. Hvernig ætta þeir að koma þessu samam svo vel fari? Mesta listaverkið hlýt ur að vera gert af mesta snitlingn- um. Enda eru það alltaf Heims- kringla og Njála, sem vitnað er í, þegar talað er um þau rit íslenzk, sem hæst ber á 13. öld .Það er langt síðan ég sannfærðist um það, að Ólafs saga helga og Njáia eru að talsverðu leyti runnar firá Snorra. En hann hefur ekki lagt síðustu hönd á Njálu, heldur hef- ur frændi hans, Sturla Þórðar- son, gert það, alveg á sama hátt og hann tók Landnámu eftir heim- ildum frá Ara fróða og fleiri, end- urbætti hana og skrifaði Sturlu- bók. Þá stendur tíminn heima. Handritið að Njálu er fullbúið um 1280. Þá er Sturla Þórðarson ný- kominn heim frá Noregi, þraut- þjálfaður að skrifa eftir heimild- um, bæði Hákonar sögu og Magn- úsar sögu lagabætis, og til viðbót ar með lögbókina, þar sem hann er að samræma þjóðveldislögin og þær breytingar, senj Magnús kon- ungur vill gera. Er ekki þarna nætr tækasta skýringin á allri lögfræð- inni í . Njálu eftir brennumálið, sem bæði ég ög aðrir hafa undr- azt? Sturla er nýkominn frá að semja lögbókina og er með hug- ann fullan af bæði gömlum lög- um og nýjum, og hann er bein- Mnis að kenna mönnum að sækja og verja mál. Hér er að einu haettulegu atriði að gæta, sem hefur orðið fræði mönnum fótakefli. Það bregður fyrir lögum, sem ekki eru til fyrr en eftiir að landið komst undir konung, og því hefur þeim ekki komið Snorri í hug sem höfund- ur Njálu. Sturla bætir svo inn í Njálu Kristniþættinum ,sem menn vita, að er eftir hann, þar sem hann er á eftir Landnámu í Sturlu bók. Sá þáttur gerir sitt gagn í Njálu, og hver þykir mönnum Mk- legri til að gera þetta en höfund- urinn sjálfur? Er til dæmis trú- Iegra, að Þorvarður Þórarinsson hafi fengið hano að láni, eftir að hann hafði drepið frænda þeirra Sturlunga, Þorgils skarða? Þar að auki hefur Sturla að öll- um líkindum bætt við síðasta þætt 830 T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.