Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Síða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1968, Síða 22
fluttust þíiðan 1960, og höfum af þeim fregair. Árni Sigurðsson er fæddur í Grímsey 1924, þar uppalinn og þaðan ættaður. Langafi hans 1 móðurætt var Árni Þorkelsson Grímseyjargoði. Kona hans er Bryndís Alfreðsdóttir frá Hlíð í Ljósavatnshreppi. Þau giftust árið 1955, og hafa síðan dvalizt ýmist í Grímsey ,Akureyri eða á Húsa- vík. Við tökum þau tali og spyrj- um fyrst, hvernig byggð hafi hald- izt við í Grímsey. Þar eru nú heim- ilisfastir um 80 manns. Heimilin eru seytján. Búið er í sjö hinna görnlu býla. Borgir eru alveg farn- ar í eyði, Sandvíkurbæir eru aldrei nefndir sem byggð ból nú orðið, en í landi þeirra er nú mest byggðin. Mikið af landsnytj- um Sandvíkurjarðanna tilheyra nú býli, sem nefnist Sjáland. í Sand- víkurlendingunni gömlu hafa ver- ið gerðar talsverðar hafnarbætur. Þar er byrjað á hafnargarði, en verkið sækist seint, svo enn er höfnin ekki örugg. Spurt er eftir Básum og göml- um kunningjum okkar, sem þar bjuggu. Þegar Sigmundur og Óli fóru úr Básum fluttist þangað Þorkell Árnason, móðurafi Árna Sigurðssonar. Árni var alinn upp á nýbýli í Sandvíkurlandi, og man einna fyrst eftir sér, að hann fór daglega út i Bása til afa síns og ömmu að sækja mjólk. Einn bóndi, Frímann að nafhi, þó óskyldur gamla Frímanni í Sandvík, og bjó á Básum eftir Þorkel, en þar for í eyði fyrk 1950. Bræður tveir frá Siglufirði. Finnur og Alfireð Jóns- synir, fluttu út í Grímsey 1960 og byggðu upp á Básum og búa þeir þar enn. Ungu hjónin eru spurð um gamla Básafólkið, Óta og Ingu, sem fluttust aftur út í Grímsey firá Húsavík. Inga er enn á iífi, en mjög er henni hrörnað. Árni man vel Óla Hjálmarsson. Hann segir hann hafa verið atk.væða- mann að fjölhæfni. Glaður maður og vinsæll. Niðjar Ingu eru margir í Grímsey, hið mesta myndarf.ótk. Nánar er spurt eftir atvinnuhátt- um. Nú er að mestu hætt að síga i bjargið. Fuglinn i bjarginu er aldrei tekinn. Á vorin er lítið eitt sieið eftir eggjum, mest til gam- ans. en eggjasala er engjn. Þega<r sigið er Iiú, eru jafnan hafðar drátttarvéiar í stað mannafila á brún, og Þælonkaðlar f festi, svo sigið ar bæði léttara og hættu- minna. En það þykir ekki svara kostnaði að sleppa róðrum vegna bjargsigsins. Árni fór á sjó að vitja um fugla- fleka, þegar hann var drengur. Hann er sammála Eiríki, að fleka- veiðin hafi ekki verið ómannúðleg. eins og hún var stunduð í Gríms- ey, því jafnan var róið milli flek- anna, og fuglarnir teknir um leið og þeir festust. Nú eru flekalagn- ir bannaðar og þeim hætt. En Grímseyingar hafa oft með sér byssu í sjóróðra og skjóta nokk- uð af fugli .Það eru einu verulegu notin, sem þeir hafa nú af hinni miMu fuglahjörð. Grímseyingum fer líkt og for- feðrum þeirra fyrk hundrað ár- um, sem lóguðu stjórnarkúnum. Síðan samgöngur bötnuðu, hafa þeir fellt niður kúahald að mestu. Þeir fá kassamjólk vikulega flug- leiðis frá Akureyri. Sauðfjárrækt stendur hins vegar föstum fótum. Árið 1966 voru þar um 500 fjár og nokkur kjötsala úr eynni. Aðal- atvininuvegur eyjaskeggja er sjávar- útvegur. Árið 1966 voru þar tólf trillubátar, sem sóttu sjó á sumr- in og, þegar gæftir leyfðu, á vetr- um. Kaupfélag Eyfirðinga reisti úti- bú í Grímsey 1941 og hefur séð um alla verzlun Grímseyinga og annazt afurðasölu fyrir þá síðan. Þar eru á boðstóðum allar nauð- synjavörur. Fiskurinn hefur mest- allur verið saltaður, en nú hefur K.E.A. stofnað til frystistöðvar tii að heilfrysta fisk. Olíudeild K.E.A. hefur reist olíugeymi í eynni. All- mikið er um það, að fiskiskip komi við í Grímsey til að taka olíu og vistir. Árið 1956 var reist dísil- rafstöð í Grímsey. Hún var sam- eign kaupfélagsins og hreppsfé- lagsins. Síðan tók ríkdð við rekstri stöðvarinnar. Grímseyingar hafa nú rafmagn til allra heimilisþarfa. Samgöngubætur hafa valdið mestum breytingum á því, hvern- ig fólkið unir. Ferðir flóabátsins Drangs voru lengi beztu sam- göngubæturnar, en hin síðari ár Lausn 34. krossgátu hafa venið vikulegar flugsaimgörti.g ur, svo nú geta eyjaskeggjar á skam.mri stundu svifið til lands og horfið heim aftur. Einna örðugast og óvænilegast til úrbóta er vafinsleysið, sem stundum bagar í Grírmsey. Það hefur komið fyrir, að vatn hefur verið fengið úr landi með Drangi. Við sjáum, að Grímseyingar lifa að mestu við nútímaþægindi, og þó undrast margir, að byggðin skuli frekar haldast þar en á öðr- um afskemmtum stöðum. Flatey á Skjálfanda var yfirgefin í haust sem leið, þó er þar sumar- seta. Sagt er, að hvergi á landinu hafi verið meiri framleiðsla útflutningsvara á verkfæran mann á undaniförnum árum. Sú þjóðsaga gengur einmig, að Flateyimgar hafi verið orðnir svo ríkir, að þeir urðu að flytja til lands til þess að geta eytt aurum sínum. Við spyrjum: — Eru Grímseyingar einnig orðnir ríkir? — Nei, þar er enginn ríkur, og heldur engin.n fátækur. Það er miklu erfiðara að lifa í Grímsey en í Flatey. Þar er til dæmis engin hrognkelsaveiði, og höfnin er »f ótrygg fyrir stóra báta. En efna- hagurinn er jafn. Flestir hafa ný- lega byggt sér heimili og una vel þeim endurbótum, sem orðið hafa BJenn vilja njóta framkvæmda sinna. — Menn Lifa ekki eingöngu fyr- ir peninga, segir Bryndís Alfireðs- dóttir. Ég kunni ágætlega við mig í Grímsey. Þegar þessi frásögn er brein- rituð fréttist, að ungu hjónin væru komin aftur til sumardvalar í Grímsey. w *T V \ö B i-vf jrÓ i iL.i'W A /QA’ / / SjK ,E F % s K A|R /'S, S St/L'K m / K ZsZ/' i / V i ;a-m Zfl':L; L, z M-Z/ P !! L ÍL A z L I|T,N I Niö;/sl . 'i' zz A Li/U' Ð /A K k‘ /£• 1/ A 5> 1 |L |D £ sii.y' s a A i Ð’ i /'A |'D f\ .H l/ 1' l L O A • )C / /// 'Fi VÍl+d Á;5 T a y/A 5 /v i 1 l/Y N /it;a)u '/iV L A;5 r A :/iM A G ,A t.NjA ;vfv r • N o 5:TJ « ZAÍ7 R Ó iK-l/'U-í / 4 ZZ vV I <xtu M r? i in u /1 I ÍM <l/U C / n ujWtZ F?. 1 /5 :.S j -r !T lL m| -p. i 'u\l\e I 838 T t M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.