Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1968, Síða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1968, Síða 5
Gæzluvellir handa litlum börnum eru á ýmsum stöðum í bænum. Þeir eru til mikils hagræðis mæðrum, sem þurfa að geta skilið börn sín eftir á öruggum stað, meðan þær skjót ast frá. Sex ára gömul böm fá ekki aðgang að gæzluvöHum. Þessi mynd er tekin gegnum hliðið á gæzluvellinum við Grettisgötu. Staðurinn er ágæt- ur, þegar konur eiga erindum að s'inna í miðbænum. En það væri synd að segja, að hann væri útbúinn af mikilli hug- myndaauðgi. Litla krílið neðst á síðunni liérna á móti er ekki á hrakn- ingl, þótt mamma sé veik. Það fær góða umönnun í vöggu- stofu Thorvaldsensfélagsins að Hlíðarenda. Þar er rúm handa þrjátíu börnum. Þau liafa kom- ið þangað á aldrinum átta daga og aUt til tveggja ára. Þegar við litum inn, voru um seytján kornbörn á heimil- inu. Sum sváfu úti í litlum vögn um, sum sprikluðu í rúmunum, eins og þessi litla telpa, en þau burðugri voru í löbbutúr að fá sér frískt loft. Á þessari vöggustofu eru börnin allan sólarhringinn og aðeins er tekið við þeim, sem barnaverndarnefnd þarf að koma í fóstur vegna heimilis- erfiðleika, tU dæmis ýeikinda eða jafnvel fráfalls móðurinn- ar. Meðan þau eru á vöggustof- unni, eru þau undir ströngu lækniseftirliti, og allt er þarna tandurhreint og sótthreinsað. Barnavinafélag'ið Sumargjöf annast daglegan rekstur. Auk þess starfrækir félagið þrjár dagvöggustofur sem delldir venjulegra bamaheimila. Þessi börn eru orðin sjö ára og farin að fá tilsögn í Mela- skólanum. Nú er rætt um, hvort lækka eigi skólaskyldualdur nið ur í sex ára aldur. Þar er þrösk uldur í veginum: Húsnæð'isJeysi barnaskólanna. Þrengslin eru mest í nýju skólunum. Þeir eru í nýjum hverfum, sem byggð eru ungu fólki, sem alltaf er að eignast fleiri og fleiri börn. Það er ekki fyrr en þessl frum byggjakynslóð fer að reskjast, að sjatnar í barnaskólunum. Önnur hindrun er kostnaður. Það er hugsanlegt, að Reykja- víkurborg yrði að taka hann að miklu leyti á sínar herðar. Þeg- ar um lögboðna skyldu er að ræða, gre'iðir ríkið helming, en óvíst er, að fé fengist vegna þessa aldursflokks. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 941

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.