Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1968, Blaðsíða 17
aaidi, leyndist mildur og viðkvæm-
ur persónuleiki.
Laindiskika nokkurn sagðist
Moondoig eiga einhvers staðar i
New York-fylki, en ekki sagði hann
berum orðum, hvort sá skiki væri
hýstur eða e'kki. Svo hefur þó
senniiega verið, því að hann minnt
ist á, að hann færi þangað öðru
hverju til stuttrar dvalar. Allmikið
sagðist hann hafa ort, en bæði var,
að ég æskti þess ekki, að hann lét
mig heyra neitt af ljóðum sínum,
e,nda bauðst hann ekki heldur til
þess að fyrra bragði. En í áður-
nefndu viðtali við New York Times
sá ég síðar tvíhendu eina, sem blað
m taldi gott dæmi Ijóðagerðlar
hans. Hún hljóðaði þannig í is-
ilenzkri iþýðingu:
Höilkustyrjöld krisit'indóms
gegn kórviUum og illu
kemur mér fyrir sjónir
líkust iUri villu.
Blaðið nefndi það einnig, sem
Mo'ondog fræddi mig um þennan
dag, að þó nokkrar tónsmíðar hans
hefðu verið leiknar inn á hljóm-
plötur. Þar að auki hefði hann
nok'krum sinnum komið fram bæði
í næturklúbbum o,g í sjónvarpi.
Þrátt fyrir þetta, sagði blaðið —
en á það minntist Moondog ekki
við mig — ynni hann að mestu
leyti fyrir sér með betli. í því sam-
bandi var það eftir honum haft,
að hann áliti slíkt síður en svo
niiðurlægjandi. „Hómer beiddist
beininga“, á hann að hafa sagt,
„og slíkt hið sama gerði Jesús
Kristur." Um búning sinn lét hann
svo um mælt, að það væri sinn
Ibáttur að mótmæla.
Loks lærðist mér af þessu blaða
viðtali, sem óg hafði kveinkað mér
við að spyrja Monndog um sjálfan,
Ihvernig honum hefði áskotnazt
auknefni sitt. Hann' var sagður
hafa tekið sér nafnið eftir hundi
einum, sem hann hafði eimhvern
tíma átt og haft haf'ði þann vana
sem fleiri rakkar, að geyja að
tunglinu. Skýringán kann að vera
sönn, eða kannski e,r hún heima-
bökuð í ofni bláðamannsins. Ég sel
hama ekki dýrar en ég keypti.
Þegar ég reis á fætur og greip
tösku míma til brottferðar þetta
kvöld, var ég ekki óánægður með
árangurimin. Ef mér hefði auðnazt
.að kenna Moondog eitthvað um
lamd mitt og tungu, hafði ég líka
lært nokkuð sjálfur. Og landsskik-
inn, sem hann hafði sagt mér fró,
friðaði samvizku mína að mestu.
Fyrst hann var „lendur“ maður,
gat afkoma hans tæplega verið
jafnibáigborin og ætla hefði mátt.
Hlunkarnir i vasa mínum léttust
til muna.
Ekki kvaðst Moondog að svo
stöddu vita, hvenær hann mundi
óska næstu kennslustundar —
sagðist ekki vita, hvernig dagar sín
ir yrðu áskipaðir í náinni framtíð.
Ég fullvissaði hann um, að það
sfeipti minnstu máli. Hann vissi.
hvar hann gæti náð í mig, þegar
og ef þar að kæmi. Við kvöddumst
með góðum virktum.
Einis og mig grunaði þá þegar,
fór svo, að þessi fyrsti fundur
okkar Moondogs varð einnig hinn
síðasti. Hringingin, sem boða
skyldi næstu kennslustund, kom
aldrei. Sjálfur var ég skömmu síð-
ar fluttur á annan vinnustað hin-
um megin í borginni, og tækifæri
gerðust því fá til að líta Moondog
við „vinnu“ sína heldur.
Stöku sinnum íhugaði ég þó með
nokkunri furðu, hvaða tilgangi ís-
lenzkukennsla mín þennan dag
hefði átt að þjóna. Sú litla fræðsla,
sem ég hefði veitt honum, var
varla svo mikið sem reykurinn af
þeim réttum, sem Edda hefur upp
á að bjóða. Skýringuna fékk ég
ekki fyrr en urn haustið.
Þá var það einn dag, þegar við
May vorum á gangi niðri í Green-
wich Village, þar sem við eigum
heima, að við rákumst á götuaug-
lýsiingu festa á ljósastaur. Hún var
þess efnis, að einþáttungurinn
THOR AND THE NORDOOM eftir
Moondog yrði fluttur í kaffihúsi
einu á tilteknu kvöldi. Því miður
var þetta kvöld þá þegar liðið, svo
að ég fékk aldrei vitneskju um
efni þessa leiks, sem ég hafði þó
sennileiga á óbeinan hátt átt minn
þátt í að undirbúa. Né heldur látið
mér tál hugar koma, hvað „Nor-
doom“ ætti að merkja, nema ef
vera kynni, að það væri frumleg
þýðing skáldsins á ragnarökum —
nok'kurs konair „dómsdagur norð-
ursins“. Ótviræða skýringu orðsins
hef ég enn ekki fengið.
Siðan þetta gerðist, er blaðavið-
tal það, sem áður er getið, hið
eina, sem ég hef séð eða heyrt af
Moondog. Til þess var stofnað af
þvi tilefni, að þessi síðasti áhang-
andi Ásatrúar hafði þá nýverið
breytt um búning. Almynd af hon
um, sem viðtalinu fylgdi, sýndi
hann klæddan nýrri flauelsskikkju
— sú gamla hafði verið gerð úr
af'gangsteppum frá hernum — og
hetti úr litskæru skairlati, sem
gekk í odda niður á milli augn-
anna, líkt og nefbjörg á hjálmi.
Á fótum hafði hann nú ilskó úr
nautsleðri, bundna þvengjum upp
yfir ökla, ekki ósvipaða forngrísk-
um fótabúnaði. Elgsklaufin var
enn hin sama, en í stað stafs þess
hins mikla, sem hann bar í hendi
Ifyrst þegar ég sá hann, hafði
hann nú þriggja álna spjót, búið
vígalegum stáloddi. Allt virtist út-
lit hans hálfu víkingslegra en áð-
ur hafði verið.
Sízt vil ég staðhæfa, að kiæða-
breyting Moondogs hafi að neinu
leyti átt rætur að rekja til áhrifa
af fundi mínum við hann. enda
gerðist hún ekki fyrr en alllöngu
síðar. Hitt get ég aftur á móti full-
yrt, að sá fundur var hönum ekki
úr minni liðinn fremur en mér.
í bréfi, sem mér barst frá íslandi
haustið 1966 — rúmum þrem ár-
um eftir kennslustundina góðu —
gat að lesa þessar línur í gagnorð-
um stíl móður minnar:
„Það kom kona til mín nýlega,
sem ég hef þekkt síðan hún var
krakki. . . Hún var nýkomin frá
New York ásamt manni sínum.
Ekki hittu þau þig, en þau tölUðu
við blindan mann, furðulegan i
klæðaburði, sem þar stóð daglega
á sama götuhorni. Þau undraði
mest, hvað hann vissi mikið um
ísland. Hann kannaðist við þig —
hafði talað við þig. . .“
Þeir sem senda Sunnu
dagsblaðinu efni til
birtingar, eru vinsam-
lega beðnir aS vanda
til handrita eftir föng-
um og helzt að láta vél-
rita þau, ef kostur er.
Ekki má þó vélrita
þéttar en í aðra hverja
línu.
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ
953