Tíminn Sunnudagsblað - 12.01.1969, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 12.01.1969, Blaðsíða 7
ætla að hvíia mig litla stund“. Við voi'ian órólegir, því að við þurftum að ná heim í tæka tíð til gegninganna. Við stóðum þarna við í fimm mínútur. Þá vár Ólaf- ur búinn að tapa allri stillingu, og við lögðum af stað. Nú var ekki lengur í fangið, heldur undan hallt. Við hlupum víð fót, en Odd- ur gekk öturhægt Þegar við vor- um komnir fram að Sölvahlíð, sá- um við ekki til Odds Ég vildi endilega bíða efti’- manninum, en Ólafur var alveg orevjulaus. Ég stakk því upp á því, að ég biði eftir Oddi, en Ólafur flýtti sér heim og það varð úr. Ég lötraði í hægðum mínum á móti Oddi, þar til ég kom að ho.ium Sat hann þar á moldarbarði og studdi hönd und- ir kinn. Ég hélt, að honum yrði kalt ef hann sæti iengur. Það var fimmtán »tigá frost, en alveg logn. Ég tek bví undir höndina á hon- um, bið hann að koma með mér, sem hann gerði strax Við héld- um svo af stað, og ég leiddi hann. Við fórum ofurhægt Þegar við vorum kvmnir með hvíldum suð- ur fyrir neðan Stórahvamm að Sel- landinu fyrir norðan beitarhúsin á Eyvindarstöðum, sagði Oddur, að hann gæti ekki komizt lengra. Ég bað hann að halda irm hálsinn á mér, en ég hélt ucan um mittið á honum. Svona draslaði ég horium heim að beitarhúsunum. Hann lagðist endilangur upp á beitar- húsavegginn, og ég settist þar líka. Hann var orðinn svo máttlaus, að illa skildist, hvað hann sagði. Ég sá nú, að það var ekkert viðlit, að hann gengi lengn. Ég spyr hann því, hvort ég eigi að bera hann. Þá drafaði í honum „Maggi, ætlarðu að berja mig“? „Nei, ég ætla að bera þig, komdu á baxið á mér“. Þetta gakk greiðiega. Lagði ég svo af stað með byrðina. Var ég fljótur suður yfir Svínagil og alla leið suður að Stekkiarhól. Þar hvíldi ég mig um stund við stór- an stein. Þegar ég lagði af stað aftur, þurfti ég áð láta Odd upp á steininn. Þetta gekk að óskum. Nú átti ég eftir gi’ið ug alla brekk- ina heim að Kerbólsbæ og það var mikil brekka Ég fór á ís yfir ána, en komst ekici með Odd upp árbakkann. Lét ég hann liggja dá- litla stund. Þá \Tar hann alveg ■ meðvitundarlaus Ég var nú ekki meira karlmenni en það að ég var alveg kominn í keng að koma hon- um upp á bakið á mér. En þegar það var búið tók ég brekkuna með skerpu, en þó skall hurð nærri liæivm, að ég bognaði ekki með byrðina þegar ég var að hafa mig upp á sjálfan Kerhólinn Ég skundaði með hann inn göngin og inn í baðstofu. Þar henti ég hon- um upp á eitt rúmið Þegar ég mætti húsfreyjunrti í Daðstofudyr- unum, hljóðaði hún upp og bað"" guð sér r.il hjálpar Hún áleit helzt, að maðurinn væri dauður. Við hjálpaðumst að að færa Odd úr fötunum. Ö!1 rærfötin voru gegnblaut af svita, og tel ég því víst, að Oddur hafi ekki gefizt upp fyrr en hann mátt: til. Ekki hafði Oddur nokkra hagmynd um það, sem gerðut. Hann svaf í einum dúr í tólf tíma. Þegar ég var búinn að koma Oddi fyri* og sjálfur hafa fata- skipti, fór ég til útiverka. Ég var við útiverk allan daginn — kom ekki inn til að borða Var ég sem sagt eins og nýsleginn túskilding- ur eftir allt volkið Klukkan var orðin fimm. þegar samferðaíÓJk mitt var að paufast utan dalinn Þegat ég kom inn frá gegningunum, var orðið framorð- ið, klukkan að ganga sjö. Þá stein- svaf Oddur. Þá fyrir stuttri stundu hafði Guðlaug á Ánastöðum kom- ið. Hún var að grennslast um, hvernig þetta hefð' verið með Odd. Reyndd hún að vekja hann, en það var ekki hægt og fór hún við svo búið. Þegar eg kom inn um kvöldið, var ég o.’-ðinn matlystug- ur, og fékk ég mér vei að borða. Síðan hristi ég Odd duglega og velti honum í rúminu þar til hann vaknaði. Dálítið var hann ringlað- ur fyrst í ‘•tað, hé.-t helzt að hann væri frammi á Jórunnarstöðum og spurði tyrst, hvort fólkið væri farið, og hví hann væri skilinn eftir. Eftir nolckra stund áttaði hann sig. Þá var búið að þurrka föt hans og klæddi hann sig Fylgdi ég honum heinr að Ána* stöðum um kvöldið. \ /v _n . í'"' 1 *" / r ■ & SAUROÆP eyjafirdi T t M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 1S

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.