Tíminn Sunnudagsblað - 12.01.1969, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 12.01.1969, Blaðsíða 13
um lifnaðarhættj máva. og Arnþói er langt kominn með sína. Hún fjallar um rjúpuna En áður en við krefjum hann sagna um þennan sameiginlega veizlumat manneskiunnar og fálk ans, þá segir hann nokkuð frá dýrafræðinámi sínu í Bristol. „Til prófs kaus ég að fram- kvæma rannsóknir á göngu- lagi bu-rstaormsins, flæðarmúsar“. Flæðarmúsin hefur yfir fimmtíu pör af fótum, sem virðist gefa möguleika til nokkurrar fjöl- breytni. Arnþór fann, að hún hreyfðist líkt og jarðýta á beltis- hjólum. Ef flæðarmús ætlar til dæmis að beygja til vinstri, þá stanza allir fimmtiu fæturnir vinstra megin, hinir fimmtíu halda áfram. „Flæðarmús“. segir hann, „er ekki þægilegur munnbiti, stór og göddótt, og því ekki eftirsótt af öðrum dýrum til átu En talið er, að hún gegni pýðingarmiklu hlut- verki sem einn af sorphreinsurum sjávarbotnsins. eÞssi fjarskylda frænka ánamaðksins hefst við í leðju og hámar í sig rotnandi dýra- og jurtaleifar. Flæðarmús er svo falleg, að dýra fræðingar hafa skírt hana í höfuð- ið á grísku gyðjunni Afró- dítu, og nefnist hún svo á máli fræðimanna. Bakið er svart og gljálaust, líkt filt'i. en út úr hlið- unum standa gullnir burstar11. Það eru líklega þeir, sem hafa gefið mönnunum vísbending um að nota flæðarmúsma til að draga saman fé. Aðferðina er gott að kunna á krepputrmum og skal henni því lýst hé” Heimildin e: þjóðsögur Jóns Árnasonar. Fyrst tekur maður hár af ó spjallaðri mey ug riður net úr þvi, svo smágert, að rnúsin á nebjist. Siðan fikur maður hana lifandi og nefur heim með sér Segja sumir, að músina skuli geyma í nveititunnu, en aðrir stokk og gefa heri:n hveiti að éta. Á meyjarhari skal hún og liggja. Því næst =kal stela peningi og leggja í nárið undm henni. Dreg ur hún svo fé úr -jó og svo stór an pening með dægr sem sá er, er undir hana var lagður í önd- verð-u, en pann pemng má aldrei taka, því pá dregur hún ekki fé framar. Helzt þarf að þvo flæðar músina daglega úr messuvíni. Sá, er hefur flæðarmús, skal gæta þess að koma henni af sér. áður en nann deyr. því ef hann gerir það ekki fer flæðarmúsin sjálf í sjóinn, ug verður af því hafrót ógurlegt svokallaður mús- arbylur. Skömmu eftir að Arnþór kom heim frá námi í Bristol bauð dr Finnur Guðmundsson honum að taka þátt í rarmsókn á íslenzku rjúpunni. Varð úr að Arnþór ákvað að taka efnið til dokforsprófs. Hef ur hann athugað rjúouna um fjög- urra ára skeið og vinnur að þarað lútandi ritgerð, sem hann hyggst verja við hinn nafntogaða Berke leyháskóla í Kaliforníu En hann segir, að til að leysa þó ekki væri nema nokkrar lífs- gátur þessa varnarlausa, gómsæta fugls, myndu fim-m náttúrufræð- ingar hafa nóg að starfa allan næsta áratug. Hið dularfyllsta við rjúpuna er, að á tíu ara fresti fækkar henni svo mjög, að nún hverfur nær al- veg. Siðan fer lienm aftur að fjölga unz sagan endurtekur sig. Þessi tíu ára sveifla oekkist ek'ki hjá öðrum dýrum, i.ema skyldum fugl- um af orrdætt og hérum. Að vísu týna jafnframi tölunni rándýr, sem legg,jast a arra og héra, svo sem hin feldfagra norðurameríska gaupa, kanadískum grávörukaup- mönnum sárrar hrellingar. Ættu hér enda. júonaskyttur að geta fundið til ^amúðat með þeim. (Þess má geta að mú«um og læm- ■ingjum fækkai og fjölga' á þriggja til 'jögr., án bili). Arnþór :ók sér fvrn hendur að rannsaka mataræði eða fæðuval rjúpunnar, svo op ýmislegt at- ferli hennar. Hann er skytta góð. En hann hag- ar sér öðru vísi en aðrir veiðimenn. Hann lætur hvern fugl í vandlega merktan poka, ásamt upplýsingum um dagtíma, snjólag, gróðurfar á staðnum og annað fleira.. Þeg-ar heim kemur kryfur hann bráðina og greinir það, sem í sarpinum var. Mörgum mánuðum seinna getur hann sýnt gestum ofan í gulbrúnt umslag, sem geymir nokkur'grömm af þurrkuðum jurtaögnum síð- asta málsverð einnar rjúpu-. í þess- um heimi. ; Hin eðla skepna flæðarmús, séS neSan frá. Arnþór fók myndina í sa-mbandi við ra-nnsóknir, sem hann fra-mkvæmdi á göngu- lagi hennar. Fæfurnir skipta mörgum tugum, eins og vonandi má greina. T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ Í1

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.