Tíminn Sunnudagsblað - 12.01.1969, Side 16

Tíminn Sunnudagsblað - 12.01.1969, Side 16
Helgi G. Thordarsen, biskup: Rauðhyrnu- þáttur 1. kapítulí Friðrekur enn sjötti með því nafni var konungur ! Danaveldi, er saga þessi gerðist. Tíðkaðist mjög um hans daga, að danskir menn voru settir til valda á íslandi, svo að þá voru margir sýslumenn hér, er naumlega rnáttu skilja íslenzka tungu eður tala, svo að alþýða mætti koma fram við þá málum sínum, og var nýlunda sú eigi sem bezt þokkuð af almenningi, þóktu þessir útlendu ruem sitja innlend- um í vegi, en þó síður haga nauð- syn landsins. Á þessu tímaniii yar og dansk- ur maður sýslumaðnr í Rangár- vailasýslu sem mörgum þókti heldur ríkur í embættinu, og var því lítt þokkaður, áð nafni Bonna- son. Var um hans daga róstusamt i sýslunni, og varð margt til tíðinda í málaferlum manna á milli, og oft nokkuð kurrsamt með bændum. En með því að embættismenn um þann tíma höfðu mikið kóngsvald, þá hlauzt eigi ófriður af, er tíðind- um pækti sæta. Létu flestir í land- inu lítið til sín taka. og lenti því mestur óþokki i dagdómum og róg- burði, því að svo höfum vér heyrt, að þá væri vesalmannleg öld á ís- landi og horfin sú forna dáð, svo að nálega væri hvorki illt né gott að finna lengur 1 landinu. Maðu-r nokkur hér Filpus, bóndi að Eystra-Garðsvika í Hvolhrepp, lítt við efni, en þó dugandi mað- ur. Hann hafði rekið, sem vani er til, kýr sínar í haga um morgun- inn. En er þær settu heim um kvöldið, var ein af þeim særð á hryggnum og þókti nokku-rum tíð- indum gegna. Þótt eigi væri það holundar eða mergundar sár, held- ur svöðusár nokkurt, þá þókti bónda illt, er gripir hans skyldu spillast, en hann vissi engar sakir til slík-ra glettinga, en sá þó, að af manns völdum myndi vera mega hafa skaða sinn og ^ókti honum þó líkast, að hann mvndi svo bú- inn, þar hann treystist lítt til að ganga í lagadeilu 2. kapítuli Segja verður frá því, að hinn sama morgun, er kýr Filpusar höfðu verið verið reknar út í haga, og fyrr segir, gekk heimafólk frá Stórólfshvoli til heyverka úti á engi og stóð þar að vinnu um dag- inn. En sem á leið, bar þar að kýr Filpusar bónda . Garðsvika. Höfðu þær stuttan formála fyrir athæfi sínu, en gengu án orlofs þangað í slægjurna-r, sem loðnast var og spilltu grasi. Rak fólkið þær í burtu, en það dugði lítt, því að jafnan sneru þæ, þá aftur, er mað urinn var frá þeim genginn. Loks leiddust fólkinu þessar eltingar, svo að einn af húskörlum hljóp með orf sitt og reiddi að einni kú, sem næst honum varð. Lét þó hæl- inn ganga á undan, en ljáinn vita Ævintýri í lífi héraðshöfðingja í Rangárþingi fyr- ir rösklega 130 árum: Viðureign andlegra og ver- aldlegra stórmenna í blóra við særðar kýr og slysna i vinnumenn. Málin risu ekki ævinlega af miklu efni, ] en nokkuð mátti úr þeim gera, ef vel var þæft. frá, að eigi skemmdi hann kúna. En þá bar ávo undir, er hann reiddi orfið og sló til að hann ras- aði við þúfu, og lék í hendi hon- um orfið, og snerist það að kúnni sem upp vissi, svo að hún særðist nokkuð á baki af ljánum, en hús- karl vottaði, áð eigi hefði svo skeð að vilja sínum, heldur var ósjálf- rát-t, að orfið snerist honum svo í hendi, við það er hann rasaði. Og sem hann kemur heim um kvöldið, segir hann húsbónda sínum, Sig- urði presti, hvernig hafi til tekizt og það með, að hann eigi vildi það verk unnið hafa, þó að svo tækist öfugt til. En prestur brást vel und- ir mál hans og kvaðst mundu hans vegna bjóða sæmilegar sættir, að eigi risi hér af meiri úlfúð, en beiddi þó húskarl að fara hyggileg- ar 1 annan tíma og fara eigi að gripum með verkfæri, sem vel kynnu að valda áverka, þótt eigi væri til stofnað. Býður svo prest- ur Filpusi bónda bætur fyri-r hold- fall og nytfall, er af áverkanum mætti standa og góðir menn mætu, eða ella hverja gallalausa kú í skiptum frá sér sjálf-um og mætti velja af fjórtán hverja er vildi. Þóktu bónda góðir kostir, og hugðu menn nú lokið málum þess- um. 3 kapítuli Sæmundur hét maður, son Ög- mundar prests, Högnasonar, sem lengi var prestu-r á Breiðabólstað í Fljótshlíð og mikill ættleggur er frá kominn. Hann bjó í Eyvindar- holti undir Vest.ir-Eyjafjöllum, rík ur maður og auðugur, bæði af fé og peningum. Hann var hinn gild- asti bóndi og mjög fyrir öðrum bændum í því héraði. Hann var vin- sæll af aiþýðu og hvarvetna stór- lundaður. Ekki vildi hann láta hlut sinn fyrir nokkurum manni. Bar þvi til, að menn kenndu á stund- um nokkurs ofsa af honum, ef hon- um þókti sér misboðið og var hann þá enginn jafnaðarmaður kallaður, enda átti hann stundum hlut að málum manna, þar sem hann mátti vera laus við. Hann var stór að vexti og gervilegur að alri ásýnd, greindur og skorinorður og vel máli farinn, og þó heldur raus- samur. Hann var auðugur að jarða- gózi, og átti hann Eystra-Garðsvika, þar sem Filpus bóndi bjó, sem fyrr er frá sagt. Einn dag, sem hann hefði frétt þau tíðnidi. að kýr Filp- % 24 T f M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.