Tíminn Sunnudagsblað - 12.01.1969, Qupperneq 18

Tíminn Sunnudagsblað - 12.01.1969, Qupperneq 18
fjárheimtirnar. VVar hann enn ekki kominn, er þeir Sæmundur og Fil- pus ræddust við um kýrskurðinn. En sem þeir vildu fá blek og penna, varð þar seint til úrræða. Prestur átti tvo syni heima, sem þar voru að læringu, og var farið til þeirra. Hugði Sæmundur víst, að þar myndi blek að fá. Synir prests hétu Vigfús, hinn eldri, en sá yngri Gísli. Þókti þeim bræðrum ískyggi- iegt samtal þeirra Sæmundar, er Sæmundur var kappsmaður og orðsnjallur og klókur. Myndi hús- karl eigi fá séð við honum, myndi því bezt, að eigi yrði fastbundið milli þeirra, fyrr en Sigurður prest ur, faðir þeirra kæmi til, og myndi hann þá gæta til með húskarli sínum. Dettur svo Gísla í hug, að snjallast muni að segja Sæmundi, að ekki sé hjá Jreim blek, og muni faðir þeirra hafa lokað það niður í skrín sitt. Biðja því bónda að bíða. Faðir sinn muni koma á hverri stundu, og sé þess ekki langt að bíða. Bónda gremst þetta mjög, er hann fyrir hvaðvetna vilji heim komast, en myrkur standi að og yfir vötn sé að fara, en komið að nóttu og spyr, hvort eigi'megi blek fá á öðrum bæjum þar í kring. En sveinarnir segja, að það ekki var. Vill þá Sæmundur fá Filpus húskarl með sér að Duf- þekju. Þar sé blek nóg, og skuli þeir þar rita sáttmála sinn. En hús karl neitar, að hann í óleyfi hús- bónda síns vilji fara af bænum. Og verður svo ekki af þessu. Sæmund- ur bíður þar svo, en mjög ókyrr, því að honum leiddist, að ekki sá til prests, og varð svo eigi full- komnaður gerninguririn við Fil- pus. Loksins að áliðnu kveldi kem- ur prestur Er þá Sæmundur stadd- ur úti á stétt og fagnar honum en segir þó, að hann sé orðinn leiður að biða hans, og hafi það bagaö sig, er hann ekki kom heim fyrri. Sigurður þrestur tók vel kveðju hans og býður honum með sér inn stofu og spyr hann tiðinda, en hinn segir, að lítt var nýmæla, og kemur þar niður, að hann segir presti af erindum sínum og hver málavöxtur sé, að hann eigi, en ekki Filpus bóndi, kúna, þá sem særð var af húskarli hans, og það ‘með, að hann nú sé búinn að tala við þann, sem óhappaverk þetta vann á Rauðhyrnu, og séu þeir búnir að sættast á málin og seg- ir honum, með hverjum kostum sú sætt sé ráðin, og fleira tala þeir liér um. Sigurður prestur snýst að 'honum vingjarnlega og segir, að gott sé í efnum, ér þeir séu sáttir orðnir, og biður hann vera þar um nóttina, þar of seint sé að leggja yfir vötnin. Og það þekkist Sæ- mundur. Sofa þeir svo af um nótt- ina. En sem lýsir um morguninn, er Sæmundur á fótum, eins og vandi hans var, þvi að hann var búsýslu- maður mikill og árla uppi á hverj- um morgni, hvort sem hann var heima eða heiman. Leitar hann nú að húskarli og verður reikað. víða, en nær eigi að koma á hann auga. Sem lítil stund er liðin, klæddist Sigurður prestur og kemur út*að signa sig. Sér hann þar Sæmund, og ganga þeir inn. Segir Sæmund- ur, að nú biður hann prest gera sem greiðast fyrir um erindi sín, að gerningur milli sín og Filpusar verði sbrásettur og að hann Ijái þar til blek og önnur áhöld, en prestur segir það allt velkomið. Spyr þá prestur, hvar Filpus sé og lætur kalla hann fyrir sig og spyr, hvort þeir Sæmundur hafi lokið málum sínum og hverjar lyktir hafi orðið með þeim. Segir svo húskarl, að hann fyrir hvað- vetna vill hafa ráð húsbónda síns, en hann sjálfur kunni ekki að sjá, hver þessi mál séu. Hann hafi að sönnu hræðst þau ummæli, sem Sæmundur bóndi hafi haft við sig og tillögur sýslumanns, en þó hafi sér vaxið í augum svo miklar fé- bætur fyrir voðaverk. Biður hann nú prest ásjár o% kveðst hans ráð- um hlýða munu. Segir þá prestur, að „það er fljótt til andsvara, Filp us, að ég ekki ræð þé^ að ganga að þessu. Er þar gengið á fávizku þinni, en þú ert maður einfaldur og ólögkænn. En yður Sæmnndur bóndi, óska ég þess, að mál þessi megi verða yður að veg og sóma og lykta ekki síður vegsamlega en þau eru nú reist stórmannlega“ Sá þá Sæmundur. að þótt prest- ur ræddi svo bliðmannlega myndi eigi þykkjulaust með öllu, en að hahn myndi ónýta gerning sinn kvöldið áður, en fylgja húskarli sínum. En Sigurði presti var svo varið, að hann skipti þá sjaldan geði sínu, er liann átti í málum eða einhverjum þeim viðskiptum við aðra, sem honum þóktu nokk- uru skipta, en var þó skapbráður ella, og þvi sögðu það sumir, að hann væri viðsjáll ef því væri að skipta. En er Sæmundur sá, í hver efni var komið/varð hann reiður með sjálfum sér, en fekkst þó fátt um. En það sást á, að hann í skyndi greip hatt sinn og skauzt, sem örskot væri, út úr bænum og á bak hesti sínum. Varð þar fátt um kveðjur, og skilur svo með þeim. En það skildi þá prest og bónda, að sitt sýndist hvorum. Prestur vildi eiga málið við Fiipus bónda í Garðsvika og hélt hann eiga kúna og drö það þar til, að hún var eigi með marki Sæmundar, og hugði að Sæmundur af stórmennsku og yf- irlæti hefði gengið í málið og ætl- að það sér til fjár og frama. En Sæmundur sagði, að kýrin hafði honum verið ánöfnuð, þótt eigi væri mörkuð, og víst er það, að hann tók til sín þá særðu kú, en fekk Filpusi bónda aðra kú, góða og gallalausa. Kunnum vér ekki að segja hvor í þessu hefir haft rétt- ara að herma, enda þykir oss á litlu ríða. 5. kapítuli. Nú víkur sögunni að Velli, þar er sýslumaður bjó, Bonnason. Hann hélt þénara, Brynjólf Svenz- son, reyndar Beaediktsson, prests í Hraungerði, Sveinssonar prests, Halldórssonar bónda vestan úr Steingrímsfirði. Brynjólfur hafði árinu áður farið utan og numið lög við háskólann í Kaupmanna- böfn. Þó gekk hann eigi í latínska lektíu eins og beir, sem bezt nema, heldur varð hann, sem þá hét, danskur lagamáður, en það var í skopi kallað kúskalærdómur. Var þó vel við unanda, bar sem til hlít- ar vap lært. Þó var um þá i lög fært, ‘‘em benn? lærdóm kunnu, að eigi máttu í Dana- veldi hafa á hendi dómaraembætti, nema í íslandi og Grænlandi. Þókti innlendum sumum landi þessu vera gerð minnkun í þessu sem fleira, eins og hér væri minna um vert . dómarann en annarstaðar. Brynjólfur, sýslumannsþénari, var útlærður í þessu og kominn aftur til landsins, þegar héi var komið, og hafði sýslumaður fengið hann fyrir meðþjón í embættinu og þeg- ið af höfuðsmanm bréf upp á þenna hans mvndugieika. Kallaði almúgi sumur hann fóveta, og með því nafni viljum vér nefna hann hér eftir. Gekk svo fóveti sýslu- manni til handa í öllu og mátti eft- ir bréfinu gegna öllum hans verk- um, nema hann mátti eigi setjast 26 TtMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.