Tíminn Sunnudagsblað - 12.01.1969, Síða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 12.01.1969, Síða 21
kann eg stýla honum bréf, og heiti eg á hurðir yðar um það sem ann- að“. En prestur segir, að hann mun tiHeggja, sem hann hefir vit á. Er nú sett upp skrá til höfuðsmanns, og er það í henni, að Filpus segir málavöxt allan, kýrskurðinn, með þeim atvikum, sem hann gerðist, því næst þau sáttarboð, sem hann gerði Filpusi bónda í Garðsvika, og sendir hann bréf frá húsbónda sínum til fóveta, er sýndi berlega, hverjir þeir kostir voru, og er áður getið um það bréf. Loks segir hann af þinghaldinu að Velli, og það með, að hann sá sér þann kost lík- legastan að sættast, þar sem hann vissi sýslumann sér andstreyman, en fylgjandi Sæmundi bónda, og getur þess, að sýslumaður nýlega liafði lánað af honum 100 spesíur Líka hafi hann lítt kunnað að eiga traust undir þvi yfirvaldi, sem eigi hefði hreinsað sig af illmæli því, að hann hefði þegið mútu til að hylma yfir sakamenn Að svo þung er honum þókti sáttin sjálf, þá undi hann því hálfu verr, að upp á hann var skrif- úð sektin, svo að eigi vissi hann, fyrir hvað, er hann eigi hefði sýnt þar neina ósiðsemi til orðs eður æðis. Að svo fyrir mæltu segir Filpus, að hann biður höfuðsmann ásjár, ef hann hyggur sig aflaga- borinn, og að hann treystir rétt- sýni hans og gæzku til að rétta nokkuð sinn hluta, eftir slíka hremming, er hann hefir nú feng- ið, að hann hyggur ómaklega. Er nú ákæra þessi send suður á nes. 11. kapítuli. Víkur nú þangað sögunni, að höfuðsmaður fær þessa klögunar- skrá, og með því að hans er lítt get ið hér á undan, þá ->ærður með fám orðum á að minnast. Var kenning- arnafn hans Krieger. Hann hafði verið hér í landi tvö ár, er þessi saga gerðist. Hann bjó þar, er áð- ur til forna var kallað í Klækja- gerði (tukthús), en nú hét Kongs gerði, og höfðu nokkurir höfuðs- menn búið hér fyrir hann, síðan er hætt var að setja þangað saka- menn í varðhald og erfiði. Krieger hafði nokkuð um suma hluti ann- að snið en hinir fyrri. Lagði hann aneir lag sitt við landsmenn og sinnti þeim betur. Var við hvern mann Mtillátur og ljúfur, þó áð fátækur væri eða almúgamaður. Bar hann og landsfólkinu gott orð. Hann var og gestrisinn mjög, langt um fram það, sem verið hafði siður enna fyrri, eða almennt danskra manna. Hélt hann oft heimboð og tók vel kunningjum sínum. Var hann þvi vinsælli en margir fyrir hann, af hverjum sum ir höfðu sýnt landsfólki meira metnað en lítillæti og oft látið á sjá, að þeir virtu lítils landið og landsfólkið og siði þess, og borið iHt af því út í Danmörk. En sem Krieger fær að lesa klögun Filpus- ar, er svo sagt, að honum gramd- ist öll sú meðferð og að honum þókti lítt að lögum og vill rétta hlut Filpusar. Sendir hann svo klögun þessa austur að Velli og segir, að þeir Bonnason,og fóveti skuli hreinsa sig,og var það al- mennt mál, að hann fór þar um mörgum og stríðum orðum, en er þó eigi svo kunnugt, hvað var, þvi að aldrei fékk fóveti það bréf að sjá eða nokkur annar, og hafa hvorki Bonnason né höfuðsmaður viljað sýna það, en það vita menn fyrir víst, að höfuðsmaður kvaðst hafa í hyggju að stefna því máli fyrir landsyfirrétt í Reykjavík. Nú senda þeir frá Velli aftur málsbæt ur sínar höfuðsmanni, og kunnum vér ekki að segja, með hverjum hætti þær hafi verið. En höfuðs- maður ritar aftur, að enn er hann sama sinnis sem í fyrra skipti, er hann reit þeim, og vill stefna því máli fyrir landsyfirrétt, en því vík ur hann að fóveta, að hann tekur af honum fóveta-myndugleika og kóngstíund, sem hann áður var búinn að veita honum til bjargræðis, og það skyldi borið undir það danska sanselí, hvort hann eigi framar nokkura von em- bætta hér eða uppgangs. Þókti nú sumum eins og höfuðsmaður í þessu bréfi viki öllum málum að fóveta frá sýslumanni. og hugðu fremur það nokkuð ómaklegt og gerðu sér ýmsai gátur um, og þó helzt þá, að það myndi upp tekið til að bera hönd fyrir höfuð Bonna- son, með því að sveigja óvildinni frá sýslumanni að fóveta. Kunnum vér þar ekkert um að segja. En það er víst, að um þetta var margt talað og að sýslumanni féllst mik- ið um aðgerðir höfuðmanns og þóktist verða halloka fyrir honum, en þó ekki bera traust til að hrinda svo af sér sem vildi, og þó var að sjá sem öUu væri nú hrundið af honum á fóveta. Er nú látið birta um alla sýsluna, að Brynjólf- ur sé af höfuðsmanni sviftur fó- vetadæmi, og orðar Bonnason það svo, að það sé móti vilja sínum. Taldist þá svo til, að Brynjólfur hefði alls staðið í þvi embætti tvo mánuði svo að honum varð sá fagnað’-'- skammvinnur. 12. kapituli Svo er mælt, eftir það Brynjólf- ur kom út hingað og var aftur kom inn að Velli og orðinn, sem fyrri, handgenginn sýslumanni, að hann átti eigi alls kostar skap við hann. Bonnason þoldi engum manni mót mælti, æðra sem lægra, hél4 jafna upptekinni meiningu og reiddist þá oft illa, ef nokkur vildi anda móti vilja hans. Kom þar stundum, sem vonlegt var, að þeir ræddu um ýmsa hluti og að Brynjólfur vildi koma fram sinni meiningu. Það þoldi honum eigi sýslumaður. Það bar og undir eigi allsjaldan, að Brynjólfur var við öl, og var hann þá eigi jafnaðarmaður, held- ur ósvífinn í orðum og kappgjarn, en það þoldi hinn litt. Og svo má vera, að fleira nafi í milli borið. En það heyrðist á, að sýslumanni þókti nóg um og fannst eigi til, en ekki kunnum vér að segja, með hverjum verðleikum það var. Og var þetta nokkru áður en hér var komið. En sem komið var í þetta horf og sýslumaður er búinn að fá seinna ritið frá höfuðsmanni, kem- ur það upp, að Bonnason skipar Brynjólfi af heimHi sínu, um ný- árið, og lætur sem þeir eigi megi saman búa, að eigi skyldi verða sagt, að þeir styngju höfð- um saman, og ætluðu margir hann gera það til vilja höfuðs- manni og svo sem til að hreinsa sjálfan sig, og sjálfur lét hann sem hann væri tii neyddur þessa verks, vegna höfuðmanns. Skildi það eng inn maður, hvernig á þessu stóð, en allir þóktust vita, að eigi gat höfuðsmaður meinað sýslumanni að halda mann á heimili sínu, ef sjálfur vildi halda. En ólíklegt þókti, að sýslamaður gerði hann útlægan af heimilinu til að sýna, að hann væri í allri sökinni og að af hans völdum væri svo illa kom- ið kýrmálið, þar allir vissu, að sýslu maður átti þar hlut að jafnframt og gat sjálfur ráðið, hefði hann viljað betur ráða og hamla vand- ræðum. Svslumaður varð lítt þokk aður af þessu verki Brynjólfur hlaut nú að fara á brott og vissi eigi, hvert fara skyldi, þar ekki kæfðu hana tuudur vinsældirnar. Sýslumaður var heldur fár til hans T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 29

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.