Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Blaðsíða 2
réf til Bjargar / Ég veit, að mín jómfrú hug- leiðir marga hluti á himni og hauðri, í jörð og á. Mér kæmi ekki á óvart, þótt geijnarnir væru henni sem lófi hennar, ið- ur jarðar lí'kt sem band-hnykill, sem hún kannar með band- prjóni sínum, sævardjúpin eins og opin bók. Leyndardómur — þekkir hún það hugtak? Þess vegna er borin von, að ég geti vakið máls á nokkru svo smálegu, að hún hafi ekki hirt um að gaumgæfa það og kryfja það til mergjar. Þó ætla ég að víkja því orðum, sem mér barst til eyrna austan úr Neskaupstað nú fyrir skömtmu. Alkunna er, að órói mannlífs- ins er mikili, sveiflur pendúls- ins hraðar og straumar stríðir í þjóðlífsæðunum. Þess vegna hváði ég, þegar mér var borið það, að þarna austur frá gætti slíkra iðukasta furðulítið, og eiginlega væru hættir þar að sumu leyti að verða á ný svipað- ir og á dögum Eðvalds pósts. Það er fyrst að telja', er ekki gegnir miklum tíðindum, að armur sjónvarpsins nær ekki svo langt í austur, svo að fólk hefur þar engar áhyggjur af fjölskyldumáljm Johnsons og Nixons og fylgist lítið með þroska barnabarna þeirra, þó að fólk, sem á heimkynni sín í haganlegri afstöðu til sjónvarps- stöðvarinnar, fái að staðaldri af því glöggar myndir inn í stof- una til sín. Það fylgir þá auð- vitað, að fólk fær ekki myndir af iráðliierrunum hvert kvöld með súpunni sinni. í öðru lagi hefur mér verið tjáð, að hljóð- varpið sé þar enn dálítið duttl- ungafulit, svo að rússneskar stöðvar heyrist jafnvel mun betur á stundum. En það olli þvi þó einkum, að ég fór að sperra eyrun, að póstur er ná- lega jafn lengi á leiðinni á þenn an austlæga stað, Neskaupstað, og var á þeim dögum, er Eðvald karlinn brauzt yfir fjöll Austur- lands með koffortahesta sína. Því er til sönnunar, að blöðin að sunnan, þar sem vizkan á heima og fyrirhyggjan býr, hafa nú, nálægt bóndadegi, ekki bor- izt á þann stað síðan fyrir jól. Mér reiknast svo til, að gömlu póstarnir, sem dóluou um land- ið með le'stir með rauð koffort sín full af Þjóðólfi og ísafold, hefðu komizt langdrægt austur á firði héðan úr höfuðstaðnum á þessum tíma. Hitt er mér svo ókunnugt, hvaða mat fólk svo langt í austri leggur á þetta. Friðsæld fylgir þvi að vera fráskotinn öldurótinu sunnlenzka, þar sem kröfugöngurnar eiga upp- tök sín og lögregluforingja'rnir bera sig upp í fjölmiðlunartækj- unum undan slæmum áverkum á slæmum stöðum. Fólk verður sennilega ekki jafntaugaveikl- að og Lús-í-bol á sjónvarpstjald- inu okkar. Aftur á móti er trú- legt, að ekki sé eingöngu fyrir fordildar sakir, að leit- azt er við að halda uppi póst- samgöngum allvíða annars stað ar á landinu. Bin siÆthvað getur vantað, þó að fólk hafi fjölmiðlunar- tækjanna not að meira eða minna leyti og fá blöð og ann- an póst með nokkuð greiðu móti. í kaupstað þeim á Norður- landi, sem Siglufjörður heitir, skilst mér að þrjú hundruð manns vanti vinnu. Þar eru tvö umsvifamikil atvi'nnufyrirtæki í dái, liíkt og skógarbjörninn liggur í híði sínu í vetrarkuld- anum. Þar vantar það, sem baga legra er að vera án heldur en dagblaða og vikurita. Niður- suðuverksmiðjan hefur ekki neinar dósir, og þeirra er ekki að vænta til landsins fyrr en eft ir einn mánuð eða þar um bil. Og þó að tunnuverksmiðjan hafi efnivið, þá kemur það út á eitt, því að lánakerfi bank- anna virðist ekki ná nægjan- lega langt til norðurs: Verk- smiðjan fær ekki þá pehinga, sem þarf til þess, að vélarnar geti farið að snúast og manns- höndin að starfa. Þess vegna verða Siglfirðingar að kynnast því bókstaflega, hvað felst í hinu gamla orðtaki að þreyja þorrann og góuna. Einhver kynni að hugsa sem svo, að Siglufjörður ætti það inni hjá þjóðarbúinu, að málefni Sigl- firðinga væru ekki beinMnis lát in sitja á hakanum. En þá er að minnast annars máltækis, að gleymt er, þá gleypt er. Við gætum drepið víðar nið- ur, þar sem ekki sýnist allt með felldu um hina æðri for- sjá landsfeðranna. Þetta getur þó nægt í bili. En ályktun má draga af þessum dæmum: Mik- ið dæmalaust er það kyrrlátt og þolinmótt fólk, sem byggir út- skaga íslands, og laust við að mögla og fjargviðrast. Það væri þægilegt starf og ónæðisMtið að stjórna þessu landi og mál- efnum þess, ef alls staðar ríkti svo f'rábœrt æðruleysi. Og svo er stundum verið að býsnast yfir heimtufrekju og kosta- vendni fólks. Það á ekki við, um þetta rólynda fólk. ★ J. H. 50 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.