Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Blaðsíða 9
JÓN R. HIÁLMARSSONs Spartakus og þræla- uppreisnin mikla Við hverfum rúmlega tvö þús- und ár aftur í tímann og tökum okkur stöðu undir kvöld við rætur eldfjalisins Vesúvíusar á Suður- ítalíu. Um daginn hafa verið þarna nokkur vopnaviðskipti uppi í hlíð- inni, þar sem rómverskir hermenn vopnaðir löngum spjótum hafa átt í högigi við flokk strokuþræla, sem lagzt höfðu út. Ekki hafði þetta samt verið nein veruleg orrusta, því að þrælarnir höfðu brátt hörf- að undan og leitað hærra upp í fjallið, sem er erfitt yfirferðar á þessum slóðum. Rómverjarnir taka sér hvíld og athuga gaumgæfilega allar aðstæður. Þeir sjá, að ekki muni auðvelt að komast úr fylgsni þrælanna aftur, nema um einstig- ið, sem þeir höfðu flúið upp. Þetta var mikilvæg uppgötvun og fyrir- liðinn gefur mönnum sínum skip un um að bíða neðan einstigsins og eyða þrælum þessúm, þegar hungrið reki þá til að freista nið- urgöngu. Nokkrir hermenn eru settir á vörð, en aðrir matast og taka á sig náðir. Sól gengur til viðar og myrk ur Miðjarðarhafsnæturinnar breið- ir sig yfir láð og lög. Allt er kyrrt og hljótt. Rómverjar ugga ekki að sér. En þrælarnir uppi í fylgsni sínu sofa ekki. Foringi þeirra skynjar hættuna og þykist vita, hvað Rómverjar hafi í hyggju. Nú ríður á að verða fyrri tii og koma óvinunum í opna skjöldu. Hanm skipar mönnum sínum að safna saman miklu magni af villtum vín- viðargreinum, sem vaxa þarna í fjallinu. Þeir gera það og fara að Öllu sem hljóðlegast. Síðan flótta þeir greinarnar saman í sterka fcaðla og renrna þeim niður fyrir klappirnar skammt þar frá, sem Rómverjarnir hafast við. Svo hverfa þeir einn eftir annan fram af brúninni. Þetta er harla glæfra- leg ferð, en þessir menn láta sér fátt fyrir brjósti brenna. Innan skamms er flokkurinn kominn nið- ur og læðist í myrkrinu að Róm- verjunum, sem ekki vænta sér árás ar úr þessari átt. Foringinn gefur rnerki og áhlaupið hefst. Sumir Rómverjanna falla og aðrir komast undan við illan leik. Vopn og vistir herflokk'sins og altur útbúnaður fellur í hendur ræningjunum. Það ‘kemur sér Mka vel, því að þeir eru ill.a búnir. Að loknum sigri hylla menn hinn djarfa foringja sinn, sem svo kænlega hafði lagt á ráðin. En hver var þessi foringi ræningj anna? Hann hét Spartakus og gat sér frægð sem leiðtogi mestu þr æla upp reisn f o rnal d a r in n ar. Þessi uppreisn var vitaskuld dauða dæmd frá byrjun og Spartakus féll um síðir ásamt mönnum sínum fyrir vopnum Rómverja. En hann hefur ekki gleymzt, heldur lifað um aldaraðir í vitund fólks sem hetja og fuUhugi, er þráði frelsið og barðist fyrir rétti hinna kúg- uðu og hrjáðu. Um hann hefur mikið verið ritað, kvikmyndir gerð ar um ævi hans og jaínvel stjórn- málsftokkar bafa kennt sig við nafn hans. Á síðustu öldunum fyrir upphaf tímatals okkar fór þrælum mjög fjölgandi í Róúnaveldi. Lágu til þess m'argar orsakir, en þó ekki sízt sú, að þá voru Rómverjar stöð- ugt að færa út yfirráð sín og efla heimsveldið. Þá voru sífeHdar styrj aldir í austri og vestri, norðri og suðri. En á tírnum landvinninga og styrjalda var óhemju mikið fram- boð á þrælum, því að hertekið fólk var selt mansali. Önnur mikilvæg ástæða fyrir f jölgun þrælianna voru breyttir þjóðfélagshættir heima fyr ir á Ítalíu á þá lund, að frjálsum smábændum for hríðfækfcandi jafnframt því sem stórhændum fjöl'gaði. Þessi þróun stóð lengi yfir og komst fyrst verulegur skriður á h.ana upp úr annarri púnversku styrjöldinni, sem stóð yfir á árun- um 218—201 f.Kr. Á þessum árum herjaði Hannibal með Karþagó- mönnum sínum landið þvert og endilangt og lék það svo grátt að fjölmargar sveitabyggðir bókstaf- lega fóru í eyði. Smábændurnir, sem af þessum sökum flosnuðu upp, leituðu til Rómar og annarra stórra borga í leit að lífsframfæri. En borgirnar höfðu upp á litla at- vinnu að bjóða fyrir frjálsa menn og venjulega hvarf þetta fólk á hljóðlegan hátt inn í raðir öreig- anna, sem þar voru fyrir. Þessir snauðu rnenn drógu svo fram lífið með ýmsum vafasömum hætti eins og að selja atkvæði sín metorða- gjörnum höfðingjum, er sóttust eft- ir að verða kjörnir til embætta. Er friður komst á hélt búskap urinn áfram í sveitunujn, en að- eins með breyttu sniði. í stað fjöl- margra smábýla, sem einstakir bændur önnuðust ásamt skylduliði sínu og kannski einum þræli eða tveimur, komu nú stórjarðir auð mannanna. Þeir sameinuðu fjölda jiarða og ráku búskap sem hverja aðra stóriðju og notuðu ódýrasta vinnuafl, sem völ var á, það er að segja þræla, er fengust fyrir lítið verð á markaðinum. Nú varð það algeng sjón út um sveitir liandsins J að sjá umsjónarmann með svipu' í hönd berja áfram flokka hlefckj-1 aðra þræla á ökrunum. Og þrælar voru ekki aðeins í sveitum, heldur unnu þeir flesít ÖU hin óæðri störf, hvar sem var í þjóðfélaginu. Gizk- T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 57

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.