Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Page 10

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Page 10
að h-efur verið á, að í ftómabarg einini hafi verið, þegar mest var, um 200.000 þrælar eta um það bil fimmti hver borgarbúi. Þræilar voru lögmæt eign þess, sem hafði keypt þá. Réttlausir voru þeir og algerlega háðir húsbónda sínum, sem mátti fara með þá að vild sinni og duttlungum. Vita- skuld kom það fyrir að vel væri með þræla farið og nutu jafnvel sumir þeirra álits og virðingar. Hellenskir þrælar, sem oft vo<ru há- memníaðir menn, voru gjarna not- aðir sem kennarar barna efnaðra foreldra í Róm og þágu stundum frelsi að launum. Táknrænt er það að rithöfundurinn Livius Andron icus, sem með sanni hefur verið nefndur faðir rómverskra bók- mennta, var upphaflega þræll af grísku bergi brotinn. Ungur drengur féil hann í hendur Róm- verjum, þegar ættborg hans, Tar- ent á Suður-Ítalíu, var hertekin. En það voru aðeins örfáir þræl ar, sem nota mátti til kennslu, eða gátu sér orð fyrir skáldskap og bókmenntastörf. Flestir þeirra urðu að vinna hörðum höndum, svo sem kraftar þeirra framast leyfðu, án launa eða þakklætis. Mat fengu þeir aðeins til að halda þreki, en al'lur aðbúnaður var ili- ur og af skornum skammti. í gamalli regiugerð um meðferð á þrælum segir að þræll skuli fá eitt teppi, eina skikkju og tréskó annað hvert ár, og það voru ekki nálægt því allir, sem nutu svo góðra kjara. Þrælar, sem unnu við j'arðyrkju, hjarðmennsku og önnur störf til sveita áttu vissulega illa ævi. Verri var samt meðferðin á námuþræl- unum, - sem barðir voru áfram hlekkjaðir undir yfirborði jarðar. En allt var þetta þó hátíð í sam- anburði við örlög þeirra ógæfu- sömu þræla, er hafðir voru til að skemmta áhorfendum í hringleika húsunum, og látnir berjast þar við óargadýr eða hverjir við aðra, þar til yfir lauk. Síðustu hundrað ár rómverska lýðveldisins eða frá þeim tima, er Grachkus-bræður hófu gagnrýni sína á stjórn auðmannanna og öld- ungaráðsins og leituðust við að bæta kjör snauðustu borgar anna, og til þess, að Ágústus varð keisari árið 31 f.Kr., voru heiftar- leg pölitísk átök í ríkinu og næst- um því samfelld borgarastyrjöld. Efcki verður sú saga rakin hér, en á tímum þessana innbyrðis átaka og blóðsúthellinga í ríkinu, virðist grimmd og alls kyns villi mennska mjög fara í vöxt. Dýra- og skylmingaleikar voru að vísu forn skemmtiatriði hjá Rómverjum en algengar urðu ekki þessar ó- bugnanlegu sýningar fyrr en á upp- lausnartímum síðustu aldar lýðveld isins og héldu svo áfram á keisara tímunum. Dýra- og skylmingaleikar fóru fram i hringleikahúsum og það er táknrænt, að á síðustu öld- inni fyrir Krist fór þessum leik húsum sífjölgandi og voru byggð æ víðar, svo að segja að næstum hver smáborg fengi sitt hringleika- hús. Lemgi vel notuðu Rómverjar stríðsfanga eða dæmda glæpa- menn til að skemmta borgarbúum í leikhúsunum á þennan skelfilega hátt, en með tímanum gengu fram- takssamir menn á það .lagið að kaupa sterka og vel byggða þræla, æfa þá í vopnfimi sérstökum skylmingiaskólum og leigja þá síð- an út til þeirra, sem halda vildu skemmtanir í leifchúsum við hátið- leg tækifæri eða fyrir einhverjar kosningar. Algengt var að fram kæmu á leiksviðið nokkrir tugir bardagaþræla og stundum skiptu þeir mörgum hundruðum, sem börðust í einu og fórnuðu lífi sínu til að gleðja vandláta áhorfendur. Skylmingaþrælar í hringleikahúsi börðust annað hvort maður móti manni eða þá saman í heilum her flokkum, er háðu raunverulegar orruistur sín á milli. Þegar tveir börðust, lauk viðureigninni venju- legast með því að annar féll. Færi gvo að annar hvor yrði örmagna eða yfirbugaður án þess að falla var það siður Rómverja að láta á- horfendum eftir að ákveða, hvort viðkomiandi skyldi lífi halda eða ekki. Ef þeir vildu bjarga honum, t.d. fyrir vasklega firamgöngu, veif uðu þeir með slæðum og klútum, en ef hann þótti verðskulda dauð- ann, bentu áhorfendur áfcaft nið- ur með þumalfingrunum. Oft kom það fyrir, að þrælar Rómveæja gerðu uppreisnir og voru þær í flestum tilfellum bæld ar niður án mikillar fyrirhafnar. En þrælauppreisn sú, sem alltaf er kennd við Spartakus, var þó svo alvarleg, skipul'ögð og vel sitjórnað, að um skeið stafaði Róma veldi af henni mikil hætta. Sparta- kus var Þrakverji og virðist hann hafa hlotið ©níska memntun. Sem hertekinm maður hafmaði hanm hjá rómversfcum skylimimgaþjálfara í præ-taupprei&nín hófst. 58 TlniNN - SU N NUD AGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.