Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Page 14

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Page 14
NbrðmenmirtHr' Romu' fiT Seyðis- fjarðar næsta mánudag og skiluðu hrakningsmönr.unuim í hendur Ein ° ari sýslumanni Thorlaciusi. Voru þeir þá svo iUa haldnir, að sýslu- maður lét þegar sækja lækni hér- aðsins, Þorvarð Kérúlf, upp að Ormarsstöðum í Fellum, þótt ekki vaéri þá landssiður að vitja læknis nema mikið væri í húfi. Var þeim svo viku síðar komið í miliilanda- skip,' er koma átti við í Granton á Skotlandi IV Nú er að hverfa til Raufar'hafn- ar. Stundu fyrir lágnætti á annan dag hvítasunnu sáu menn þar bát, sem þeir báru ekki kennsl á, nálg- asf land. Virtist hann koma aust- an af Þistilfirði. Hann bar upp norðan við Raufarhafnarhöfða og lónaði þar inn með landinu, unz hann náði lendingu í svonefndri Bæjarvik, í þessum báti voru fjór- ir menn, og reyndust þeir einnig vera frá hvalveiðiskipinu, Cheft- ain. Hétu þeir Jo*hn Taylor, James Reid, Alexander Philips og Chap- man. Þessir menn voru sýnu verr leiknir en hinir, er landi náðu á Brimnesi, enda var útivist þeirra orðin rífum sólarhring lengri. Þeir voru vanmegna orðnir af hungri og þrútnir mjög og bólgn- ir af vosbúð og kulda í meira en sjö sólarhringa. Hafði þá al-la kal- ið meira eða minna. Einn þeirra, Chapman, var nær dauða en lífi, því að drep hafði hlaupið í sár hans, og Taylor ^var einnig næsta báglega á sig kominn. Um þessar mundir var kominn ofurlítill vísir að þorpi á Raufar- höfn. Þar var allvænf býli, verzl- un, veitingahús og nokkrar þurra- buðir. Var því mannafli nægur til þess að koma hinum ósjálfbjarga mönnum skjótt í húsaskjól og auð- velt að veita þeim sæmilega að- hlynningu í veitingahúsinu. Þó þótti veitingamanninum, Ágústi Þorsteinssyni, sér vandi að hönd- um færður, því að vandtoæfi var á að næra mennina svö, áð þeim yrði ekki að meini, og veita þeim rétta hijúkrun. Fyrst af öllu var leitað til Rauf- arhafnarbónda, Gottfreðs Lunds, sem lét þegar í té þrjá potta af _ nýmjólk handa mönnunum, Þessa " mjólk voru þeiu- látnir drekka með varúð. Síðan voru fætur þeirra sett ir í kalt vatn, -og voru þeir látnir tæma glas af krónexens, sem var eitt kynjalyfja þess tíma, og dreypa á kaffi sér til hressingar á meðan. Þegar þek þóttu hafa stað- ið nægjanlega lengi í vatninu, voru fæturnir baðaðir brennivíni og loks vafið um þá blautum klútum. Upp úr/ miðri nótt voru mennirnir nærðir á ný, .og fékk þá hver þeirra hráa rauðu úr hænueggi. Ekki þurfti að velta vöngum yf- ir því, hve brýnt var að ná sem fyrst til læknis. En næstu læknar voru á Húsavík og Vopnafirði og langt á fund beggja. Raufarhöfn var í umdæmi Húsavíkurlæknis, Jóns Sigurðssonar frá Flatey, og var þvi einsýnt að leita til hans. Gottfreð Lund lét son sinn einn þegar sækja hest, en sjálfur skrif- aði hann sýslumanni héraðsins, Benedikt Sveinssyni á Héðinshöfða, stutt bréf, lýsti málavöxtum og æskti þess, að læknir kæmi til Raufarhafnar hið bráðasta. Með þetta bréf sendi hann þurrabúðar- mann einn á Raufarhöfn, Sigmund Gestsson að nafni, þegar hina fyrstu nótt, og átti hann að færa það Ingimundi Rafnssyni, hrepp- stjóra á Brekku í Núpasveit, í trausti þess, að hann kæmi því sem skjótast í innsveitir. Þegar til kasta Ingimundar kom, virtist honum að nægja mætti, að bréfið yrði sent bæ frá bæ um Öxarfjörð, Kelduhverfi og Tjörnes að Héðinshöfða, ef því fylgdu þau tilmæli um, að bréfburðinum yrði hraðað. Sigmundur vildi þó ekki sætta sig við þetta. Sýndist þeim á sinn veg hvorum, hreppstjóra og sendimanni, og eftir nokkurt þjark afréð Sigmundur áð halda áfram för sinni að Skógum í Öxarfirði, svo að hann ætti ekki á hættu, að bréfið lenti á löngum hrakningi bæja á milli. Björn- Gunnlaugsson, bóndi í Skógum, skildi og betur nauðsyn þess, að öllu yrði hraðað, og kom hann bréfinu tafarlaust að Arnarnesi í KelduWverfi, en Árni Björnsson, sem þar bjó, fékk Sig- fús bónda Sigurðsson á Sultum tdl þess að fara gagngert með það vest ur að Héðinshöfða til sýslumanns. Var þá skammt orðið á læknisfund og Sigfús látinn doka við, svo að toann gæti fylgt lækninum austur yfir. Á Raufarhöfn var komu Húsa- víkurlæknis beðið . með óþreyju. Það gat samt ebki orðið fyrr en eftir nokkra daga, þótt greiðlega tækist til um bréfburðinn og lækn- inum ekkert að vanbúnaði að hlýða kalli. Biðin varð þreytandi, því að mennirnir voru illa haldnir, og þar á ofan veittist fólki á Raufar- höfn erfitt að skilja mál þeirra, og þeim sjálfum gekk jafnvel enn verr að átta sig á því, er við þá ^var sagt. Vóru því boð send aust- ur í Þistilfjörð eftir Hannesi stú- dent til þess að hafa meðalgöngu, því að til Raufarhafnar fréttist, er á vikuna leið, að Brimnesfólk hefði notið aðstoðar hans. Sjálfur reyndi Ágúst veitingamaður að hjúkra mönnunum sem bezt með fólki sínu, og voru þeir dag hvern látn- ir standa í köldu vatni, en þess á milli lagðar votar rýjur á sollna limi þeirra og marg skipt um. Langverst horfði um heilsufar Chapmans, og gerðist brátt tvísýnt um líf hans. Veitingamaðurinn tók það ráð, að hann blandaði saman Kínalífselixír og hoffmannsdrop- um og dreypti á hann þrisvar á dag. Þetta lyf gerði þó enga stoð. Sótthitinn jókst óðfluga, þegar dró að vikulokum, og á laugardaginn var komið á hann óráð. Klukkan tvö á sunnudagsnóttina var fólkið í veitingahúsinu vakið upp. Var þar kominn Sigfús á Sult- um með Jón lækni Sigurðsson. Þé var svo af Chapman drégið, að við búið var, að hann gæfi upp önd- ina þá og þegar, enda dó hann hálfri annarri klukkustund síðar. Lækyirinn hófst þegar handa um að gera að kaunum mannanna þriggja, sem lífvænt var, „beskar, breinsaði og batt um“. Starfaði hann að þessu mikinn hluta nætur. En méð því að hann bjó illa að lyfjum, varð hann að senda Hann- es stúdent austur á Vopnafjörð til Einars læknis Guðjohnsens eftir því sem hann vanhagaði mest um. Sjálfur sat hann um kyrrt á Rauf- arhöfn nokkra d^ga, svo að han.n fengi séð, hverju fara gerði um heilsufar mannanna. Þegar hann sneri heimleiðis, fól hann Gottfreð Lund hjúkrunina, unz hann gæti komið því við að vitja sjúkliganna aftur. Að líki Ohapmans hafði verið saumað léreft, og var það síðan flutt að Ásmundarstöðum, þar sem smíðuð var að því kista. Séra Gutt- ormnr Vigfússon á Svalbara, er þá þjónaði Presthólaprestakalli um stundar sakir, jarðsöng það litlu síðar. V Upp úr 1880 höfðu útvegsbænd- 62 IlHINN - SU NNUD AGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.