Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Qupperneq 16

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Qupperneq 16
treystu þeir sér ekki til þess að •taka á þilfar, svo sem háttað var sjólagi, en hvalahyssu hirtu þeir úr honum og trossur. Likamsleifarna'r létu þeir síga í sjó. Síðan yfirgáfu þeir bátinn, sigldu sem hraðast suð 'ur á bóginn og tóku land á Siglu- fiirði. Þar skiluðu þeir manninum af sér. Höfðu þeir gefið honum lít- ið eitt af þunnum grjónagraut á •siglingunni með nokkru millibili, en annað ekki, utan drykkjarvatn. Þessi maður, sem þeir Jóhann höfðu fundið á reki lengst norður í'hafi, var James Mackintosh. í sex-tán sólarhringa hafði hann hrak ázt í opnum báti, kalinn mjög á ihöndum og fótum og aðframkom- inn af þorsta, er hann fannst, og var þá drep hlaupið í báða fætur ihans. Það kom fijótt í ljós, að lækn- irinn á Siglufirði, Helgi Guðmunds son, hafði ekki tök á að fram- kvæma þá aðgerð, er bjargað gat lifi mannsins. Bn svo vel hittist á, að þar var statt danskt skip, og i með því var hann sendur til Akur. i eyrar. Þangað kom hann 15. júní, | réttum þrem viikum eftir að hann ! villtist frá skipi sínu, og var þeg- | ar fluttur í sjúkralhús. i , I aprílmiánu’ði þetta vor hafði | danska herskipið Díana komið til íslands, og var því setlað að stugga frá íandinu erlendum veiðiþjófum. , Hafði þess verið farið á leit, að • það kæmi á Éyjáfjórð, þar sem ' norsk skip vom mjög áleitin. Nú var Díana komin norður, en gæzl- an ekki stundum af þvi ofurkapp- inu, að skipinu vaeri fyrirmunað að liggja annað veifið við akkeri á Akureyrarpolli. Svo vildi til, að Díana íá á Poll- inum, þegar komið var með James Mackintosh til Akureyrar, og var þegar leitað til yfirlæknisins á skip inu, F. Halbergs. Tók hann báða fætur af manninum ofan við kálfa, og naut við það verk aðstoðar sam- starfsmanna sinna á herskipinu og Þorgríms Þórðarsonar læknaskóla- kandidats, sem þá var staddur, nyrðra nýútskrifaður úr læknaskól anum í Reykjavík. Þetta gerðist 17. júní. James Mackintosh hiresstist undrafljótt. Þegar hann hafði nokk uð jafnað sig og var orðinn mál- hress, vildu fróðleiksfúsir menn, sem bjargfærir kölluðust í ensku, spjalla við hann um það, sem fyrir hann hafði borið. En þá kom á dag- inn, að hann var mjög tregur til þess að ræða margt um það. Færð- ist hann undan með hægð og sagði, að sig gripi megn viðbjóður, er hugurinn beindist áð því, er yfir hann hafði gengið. Yfirvöidunum sagði hann þó sögu sína — ein- hverja hina átakanlegustu, sem gerzt liefur á íslandsha'fá. Bát hans og þeirra félaga hafði Jengi reitt fram og aftur. Fyrst í stað gerðu þeir sér vonir um að finna skip sitt, en sú von dvínaði smlám saman. Þeir vissu, að land mundi langt í suðri, en nú var um seinan að freista þess að ná þang- að, því að þrekið var á förum og sinnuleysi komið á suma mann- anna. Hinn fyrsti dó á fimmta degi, og var líkinu fljótlega varpað í sjó- inn. Skömmu síðar gaf hinn næsti upp öndina. Ærðir af hungri réð- ust þeir þrír, sem eftir lifðu, á lík- ið og skáru af holdi þess bita, sem þeir átu hráa. Eigi að siður and- aðist þriðji maðurinn fljótlega og loks hinn fjórði. James Mackintosh hjaraði einn. Báturinn vaggaðist á bárunum og barst til og frá fyrir vindi og straumum. Umhverfis var enda- laust haf til allra átta. Einhvern veginn tókst James Mackintosh að velta líkum féiaga sinna útbyrðis. Eftir skildi hann hluta af líki því, er þeir félagar höfðu sundrað, og hafði sér til sáðiiingar. Þorsta sín- um reyndi hann að svala með að brjóta klaka af borðstokknum og láta hann bráðna í munni sér. En sjávarseltan olli því, að þetta æsti aðeins þorsta hans. Þegar til sunn- anáttar brá og hlýnaði í veðri, hvarf klakinn. Og nú skein sól nótt og dag, þegar ekki byrgðu ský. Honum var fyrirmunað að væta þurra tungu og skrælnaðar varir, Iþví að ekki féll regn. Seinast drakk hann þvag sitt, er þó var ekki nema fáir dropar. Á þessa leið var sagan, sem hann sagði, þegar á hann var geng- ið. Hún var stutt. En vordagarnir sextán, sem þessi skozki maður 64 T f M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.