Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Side 21

Tíminn Sunnudagsblað - 26.01.1969, Side 21
ar hans — aftur hristi hann and- litið áleiðis að hagfræðingnum — skjóta þá ekki flutningaflugvélarn- a<r mínar niður. Svo, sagði vinjabúinn. Og þér, maður minn, sagði hann við öku- manniúum, hvaða hlutverk eigið þér að leika í striðinu af hálfu hús- bænda ykkar ailra? Ég etr mekaníker, anzaði ekill- inn tómlega. Ég fer þangað sem bossinn vill og fixa þær maskínur sem bila — ef hann yill. Ég veit e'kki enn hvort mér er ætlað að jgpra viið orrustufiugvélar þessa eða flutningavélair hins. Sennilega hvort tveggja. Svipur vinjarbúa gaf engan ábuga til kynna. Ekillinn tók upp vindilstúfinn eftir hagfræðinginn og gætti þes's að enginn öskuarða yrði eftir í sandinum. Svo settist bann undir stýri. Guðfræðingur- ínn hikaði andartak, en settist svo aftur í við hlið hagfræðingsins. En hann gat ekki haft augun af pálmanum. Blöð hans höfðu sigið að mun meðan þeim dvaldist þarna, og þau voru það löng að þau hlytu að ná til jarðar ef þau legðust alveg niður með stofnin- um. Þau voru mjög þykk og loð- in. Og íbvolf. Og slímug. Komdu með okkur, kaliaði hann allt í einu, hvassmæltari en nokk- ur hefði getað búizt við af honum. Ég sé ekki betur en þú sért þeg- ar blóðlaus. Og hvað áttu þá handa þessari óseðjandi sníkjujurt? Sólin var komin hátt á loft, og 6uðurloftið yfir savönnunni virtist mengað gulldufti. Blóminn í aug- um vinjarbúans var stilltur ó slíka fjarlæg, að þau minntu á blinds manns augu. Þér getið nærri, sagði hann og iröddin virtist ekki eiga upptök sín í honum, firemur en umhverfinu yfirleitt. En það er vonandi eitt- hvað betra að verja ævinni til þess eins að bana sjálfum sér en þúsund börnum upp á hvern dag. Guðfræðingurinn opnaði munn- inn tii að segja eitthvað, en í sama bili tók mekaníkerinn af stað. Við rykkinn hrukku skoltar hans aftur, og að fáum sekúndum liðn- um voru þeir úr talfæri við auðnar- búann. Þeir þögðu allir um hríð, nema hvað hagfræðingurinn hnussaði niður í bringu sér, eða 'þá að hann hió. Fats Dómiínó var enn að syngrja Forever. Röddin lík vélrænum gráti rann út úr viðtækinu 1 hnykkj T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ um og lykkjum eins og útfrymi úr nösum miðils. Hagfræðingurinn æpti: Skrúfaðu fyrir þennan fjanda. Það hljóp fölvi fram í barkað hör- und hans. Sama platan enn, sagði hann líkt og inn á við. Hvernig stenzt það? Ekillinn yppti öxlum án þess að líta við og skrúfaði fyrir. Félagar hans rykktust enn við, er hann jók hiraðann. Skal ekki segja, sagði hann og stakk upp í sig Lucky Strike með hendinni, sem hann hafði ekki á stýrinu. En ég gæti hafa skipt um stöð. Hagfræðingurinn ólmaðist við að þurrka svita og óhreinindi af slöppum kininunum. Stoppaðu, hreytti hann út úr sér allt í einu. Hér ætti maður þó áð mega mdga. Mekanistinn snarhemlaði og þeir stukku út allir í senn og voru handfljótir að renna sundur lokun- um. Þeir önduðu frá sér þungum, munaðarbólgnum stunum meðan þeir gáfu sandauðninni, sem þarna var á litinn eins og brennt kaffi, bjórgult þvag. sitt, Það freyddi gríðarlega. Þetta var nú öndvegi, sagði hag- fræðingurinn, skók tólin í verks- lok og fýldi lostalega grön eins og hrútur. Ég get sagt ykkur: að míga þegar manni er verulega mól, er fyrir mína paorta hliðstæð nautn og að fara upp á kvenmann. Honum varð litið til pálmans, sem þegar var að nokkru horfinn þeim bak við sandöldu. Blöðin voru nú kom- in svo langt niður að þeir sáu ekki lengur í stofninn fyrir þeim. Fjandinn hafi það, sagði guðfræð ingurinn. Það er óbyrgðarleysi að skilja manninn svpna eftir. Þetta er engdnn pálmi. Éða sáuð þið á honum nokkrar döðlur? Hagfræðingurinn ygldi sig og setti upp fyrirlitningarsvip. Þetita gæti verið ein af þessum hitabeltisjurtum, sem veiða dýr, ég veit til dæmis að þær vaxa á Sú- mötru, hélt guðfræðingurinn á- fram og var hiroUur í blautum aug- um hans. Hagfræðinguriinn var þegar kom inn upp í bílinn. Hér er alla vega engin Súmatra, sagði hann. Og ef hér út um alla eyðimörk spretta jurtaskrímsli sem sjúga úr mönn um blóðið og éta þá með húð og hóri þegar annað þrýtur, þá heyrir svoleiðis á'reiðanlega ekki undir nein raunvísindi. En í guðfræðina passar það sjálfsiigt. Hafi hann ekki fært sig eru blöðin lögst á hann nú þegar, sagði guðfræðingurinn. Hann stóð enn í sörnu sporum og starði á pálmann sem umluktur var gagnsæjum misturhjúp í óvissum lit, var hann rauður eða grænn? Nokkrar svart ar flugur komu suðandi utan úr engu og hnituðu hringa í t.ryllings- legum flugballet yfir þvagbólstrun um þremur. Hagfræðingurinn fnæsti af óþolinmæði. Verði þeim að góðu í herrans nafni, æpti hann, og ef þú kemur þér ekki upp i jeppann má þessi rafflesía þín, éta þig líka mín vegna. Guðfræðinguirinn sneri sér við með uppgjafarsvip og steig inn í jeppann. Sólbirtan var orðin éþægi leg og þeir settu aftur á sig sól- hjálmana og gleraugun. Mekanist- inn rykkti bílnum af stað og eitur- bláir reyktaumarnir frá sígarett unni iðuðu um höfuð hans líkir voveiflegum ormurn. hann- hafði hvorki tekið af sér sólhjólminn eða gleraugun. Froðubólstæarnir þrír voru þeg- ar nærri hjaðnaðir í sandinn. SPARTAKUS Framhald af 59. si8u. ar. Þar héngu þeir lengi til við vörunar öðrum þrælum og til huggunar og gleði öllum þrælaeig- endum. Fátæklegar leifar þrælg- hersins, um 5000 menn, kopiugt undan á flótta úr orrustunni. Þeir héldu í skyndi norður eftir land inu og voru komnir langt, þega'r þeir lentu í flasinu á rómverskúm her, sem hershöfðinginn Pompéiirs var þar með á heimleið frá Spáni’ Pompeius gereyddi þessum fíýj- andi þrælaflokki' svo að sagt er að emginn hafi undan komizt. Þar með var uppreisn Sparta- kusar, mestu og frægustu þræla- uppreisn foma'ldarinnar, lokið með algerum ósigri. •' LEIÐRÉTTING í frásögu Jóhannesar Davíðsson ar í síðasta Sunnudagsblaði var sagt, að ráðskona biskupshjónanna í Laufósi hefði heitið Guðrún Jóns dóttir BíldfeU. Þetta er rangt með farið. Hún hét Guðrún Guðmunds dóttir Bílddal, þingeysk að ætt og lengi þekkt saumnkona á Akureyri og í Reykjavík, en nú látin. 69

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.