Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Síða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Síða 3
'0HM! SékYf. mmmt ■ Kínverjar eru taldlr hafa fyrstir komizt upp á lag meS a3 búa til pappír. Geitungarnir kunnu þa3 þó á undan þeim. Þeir tyggja strá og gera sér bú úr maukinu. Efni í munnvatni þeirra umbreytir tréninu. Þeir búa í pappírshúsum. Fólki bregSur aS sögn í brún, ef þaS sér geitungsbú á svöl- um sumarbústaSarins. Ekkert er þó aS óttast, sé komiS að því aS vorlagi. Þá er þetta eyðibýli, og geitungarnlr alllr dauSir nema drottningin. Hún ein hefur lifaS af veturinn, þar sem frost nær ekki aS granda henni. Drottningin vaknar af vetrardvalan- um á sólhlýjum vordegi og byr|ar þá undir eins aS gera sér nýtt bú. Menn geta heyrt braka í öflugum kjálkum hennar, þar sem hún kúrir nagandi utan á stólpa. Þegar drottningin hefur fundiS æski iegan staS, hefst hún handa um hibýlagerðina. Hún byrjar á traust. um hjálmi, líkum skógarsveppi að lögun. Þar býr hún um egg sín I löngum röðum. Fyrstu geitungarnlr skríSa úr eggjun- um eftir tvær vikur. ÞaS eru ófrjó kvendýr, ambáttir á búl drottningar. Ambáttirnar taka undir eins tii starfa og bæta hverjum veggnum af öSrum viS híbýli þau, sem fyrir eru. Á myndinni sést myndarlegt bú gett. unga. Þetta er niu hæða bygging. Drottningin má hafa sig alla vlS aS verpa og fylla húsiS sitt. Framan af sumri fæSast einungls þrælar og amb- áttlr. En síSsumars klekjast út drottn- ingarefni og fullgild karldýr. SíSsumarbörnin para sig undir eins og þau skríSa út úr búinu. Hlutverk þeirra er aS halda ættstofninum við. ÞungaSar drottningar leita sér af- dreps, þar sem þær lifa af veturinn, en gamla drottnlngin, vinnudýrin og karidýrin deyja. Ungu drottningarnar sofa vetrar- langt. MeS vorinu dreifa þær sér um nágrenniS og taka til starfa. Þannig gengur koli af kolli. Og iðjusemi geitunganna er frábær. Stærstu geitungabú á Norðurlöndum eru 70 sentimetrar aS þvermáli. T í IVI 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 99

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.