Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Side 12

Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Side 12
ups og stiftamtmanns séu hagan- legast sett í sömu línu í gerðabók kirkjuvaldsins. Almæli er, að ekki sé um heilt gróið með hinum tignu mönnum, og hugsi hver öðrum þegjandi þörfina, þótt síðar verði. Ekki bætir úr skák, að em'b- ætti landfógetans fylgir hluti sýslu- valda í Gullbringusýslu, þar sem stiftamtmaðurinn býr, og héraðs- dómari í því lögsagnarumdæmi er Vigfús Þórarinsson — maðurinn, sem dæmdi frávikningu Skúla ó- lögmæta, og á þar að auki dóttur- dóttur hans að eiginkonu. Þetta var súrt epli í að bíta hinum æðsta embættismanni landsins, einkan- lega þó er skapferlinu var svo far- ið, sem raun gaf vitni um von Levetzov. n. Á þessum tíma var séra Egill Eldjárnsson enn prestur á Útskál- um í Garði, maður rúmlega sex- tugur, ölsækinn nokkuð og tæpast ráðandi orðum sínum og gerðum, þegar hann komst í búðina í Kefla- vík, þar sem tunnurnar stóðu á stokkum. Það hafði firrt hann mangri mæðu, að síðustu tvö ár hafði hann haft sér við hönd ung- an aðstoðarprest, séra Guðmund Böðvarsson, tengdason sinn. Meðal sóknarbarnanna var hálffertugur bóndi á Gufuskálum í Leiru, Jón Sæmundsson, kvæntur Guðrúnu nokkurri Heigadóttur. Munu þau hjón hafa verið heldur við efni, enda töldust Gufuskálar girnileg jörð og Leiran það byggðarlag á öllu Rosmhvalanesi, er bezt iá við fiskimiðum. Það var miðsvæðis, hvort heldur sótt var í Garðsjó eða fiskur var genginn í Stakksfjörð og undir Vogastapa. Á heimili Gufuskálahjóna var kona ein um fimmtugt, Elín Stef- ánsdóttir að nafni, niðursetningur á bænum. Bjó bróðir hennar, er Bergþór hét, að Flankastöðum á Miðnesi, en framan af ævi hafði þetta fólk verið í koti einu við Fuglavík í skjóli Þorgeirs Markús- sonar, er eina tíð var prestur á Út- skálum, en missti kjól og kall sök- um þess, að honum varð að fóta- kefli sú freistni að flingra við kaupmannsseðla í Keflavík í ábata skyni. Hafði maður Elínar heitið Guðmunduir Runólfsson, og fleytt- ust þau lengi í þurrabúð með börn sín svipað og aðrir fátækling- ar. í móðuharðindunum komust þau á vonarvöl, og hefur Elín að Mkindum verið þrotin að heilsu og burðum, er hún lenti á sveit eftfr þau, því að þá var mannfæð mikil og víða vant hjúa, jafnskjótt og batnaði í ári og búhagir skánuðu. I. j Þessi saga hefst um miðbik sum- ars 1787. Hungurvofan hefur dreg- ið inn sljóvgaðar klær, og síðustu missseri hefur fólk hvergi fallið úr ófeiti nema í typtunarhúsi land- stjórnarinnar á Arnairhóli. Einok- unarverzlunin rambar á grafar- barmi, ofurseld forgengileikanum, og þess eins beðið, að kqnungur kasti rekunum á hræið. Á Hóla- velli gnæfir skólahúsið nýja, þar sem námspiltar sofa þrír í rúmi á tuttugu álna löngu svefnlofti á vetrum. Meðal hinna æðstu embættis- manna ríkir varla sú eindrægni, sem valdstéttinni er ákjósanlegust. Á Bessastöðum situr stiftamtmað- urinn von Levetzov, sem svo er stórráður og kappsfullur, að hann gexði hvort tveggja sömu misserin: Svipti landfógetann í Viðey, Skúla Magnússon, embætti sínu og lagði löighald á eignir hans, og lét í odda skerast um það, hvor ætti að skrifa mafn sitt fyirr undir gerninga í gerðabók sýnódalréttarins, hann eða Hannes biskup Finrsson. En danska stjórnin er honum svo ó- traustur bakhjarl, að hún skipaði honum að afhenda Skúla fógeta embætti og eignir að nýju, er setu dómari hafði dæmt frávikinguna ó- gilda, og úrskuirðaði, að nöfn bisk- 1 I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.