Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Blaðsíða 16
ODDAPRÓFASTUR, BONNESEN OG HUNDARNIR Á B/ÍNUM Hinn gamansami þáttur um Rauðhyrnumálið rangæska, er birtist hér í blaðinu fyrir skemmstu, hefur orðið til þess, að sitthvað frá löngu liðinni tíð hefur rifjazt upp fyrir fróðum Rangæingum. Meira en hundrað og þrjátíu ár eru liðin síðan þessir atburðir gerðust, og hinn virðulegi kirkjuhöfðingi í Odda, Helgi G. Thordersen, síðar bisk- up, lét penna sinn hjala við pappírinn um málefni þeirra Sæmundar Ögmundssonar, séra Sigurðar Thorarensens og gæzlu manna laga og réttar á Velli á Rangárvöllum. En svo langminn ug er þjóðin á sérkennilega menn, þar á meðal skrítið yfir- vald eins og ísak Bonnesen, að sögurnar geymast frá kyni til kyns. Hér verða þó sögur af Bonne- sen ebki rifjaðir upp, en vikið að hinu, að enn mun til annar vitnisburður Helga G. Thorder- sens um þetta minnisstæða yfir- vald, og harla ólíkur þeim, er fram kemur í Rauðhyrnuþætti. Það kemur mönnum þó kann- ski ekki á óvænt, er þeir vita, að þetta er grafletursspjald. Þar gildir sem sé reglan, að góð ur er hver genginn. Páll Skúlason, fyrrverandi rit stjóri, sem er prófastssonur frá Odda, vakti athygli blaðsins á því, að á dyragafli í gömlu kirkj unni í Odda hefði fram á þessa öld hangið minningarspjald með mjög loflegum vitnisburði um Bonnesen, og voru undir stafirn ir H.G.Th., svo að ekki þarf að fara í grafgötur um höfundinn. Minningarorðin voru á dönsku og hófust á þessum orðum: „Her hviler i Islands heliige Jord en ædel dansk Mand. . . .“ Þetta spjald mun enn geymt í Odda, þótt sennilega haíi það ekki hangið uppi í sjálfri kirkj- unni hina síðustu áratugi. Hér kveður við annan tón en í Rauð- hyrnuhætti eins og sjá má á inngangsorðunum, og öll er á- letrunin mjög lofi hlaðin. En mikið má vera, ef hinn gaman- sami kirkjuhöfðingi hefur ekki einhvern tíma brosað í kamp- inn, svona með sjálfum sér, þeg ar honum rann hvort tveggja í hug samtímis, Rauðhyrnuþáttur og grafletrið góða. Tómas Tómasson ölgerðar- maður er einnig Rangæingur að uppruna. Hann kann vísu, sem sennilega er viðlíka gömul og Rauðhyrnuþáttur, ort um heim- ilisfólkið og hundana á Velli, og liklega ekki húsbóndanum og skylduliði hans til virðingar. Hún er á þessa leið: Bonni, Anna, Ólína, Ellert, Jón og Glámur, Katrín, María, Kristína, Koltrjma og Sámur. hjú þeirra, að undanskildum Ingi- ■ mundi Jónssyni hjáleigumanni, er fátt vissi eða lézt vita. Hreppstjór arnir og bændurnir frá Hafur bjarnarstöðum, sem sáu Elínu í , snörunni, voru nú mjög varkárir i í orðum, er á leið rannsókn máls- 1 ins, sögðu að lokum allir einum ' rómi, að þeir kynnu „ei endilega 1 um það að segja“, hvort henging hefði orðið henni að bana. Vigfús Þórarinsson kvað upp j vægan dóm að loknu þriggja daga ■i þingi á Býjarskerjum. Ingimund- ur Bjarnason skyldi sitja í typtun- ( arhúsi í fjóra mánuði og Ingjald- ( ur Jónsson í þrjá, Jón Sæmunds- ( son borga fjóra ríkisdali í sekt og < greiða málskostnað, en sökum séra < Egils var vísað á náð kennimann- < legra yfirvalda. j Þegar til kom, fannst Vigfúsi i þó sem hann hefði verið of strang- ’ ur. Skammt var til vertíðar á Suð- . urnesjum, og þá va<r Jóni á Gufu- skálum mjög bagasamt, að vinnu- menn hans sætu í typtunarhúsi á Arnarhóli. Dómarinn fékk vonda samvizku um það leyti, er fiskur inn fór að gaitga í flóann. Hann tók sig þvi til og skrifaði stiftamt- manninum þá skýringu á dómi snum, að þar væri átt við viku mánuð, en ekki almanaksmánuði. Þetta hefði hann þó áft að láta ógert. Svörin, sem hann fékk, voru kuldaleg: Stiftamtmaður kvað dóm Kenning Hallgríms. Þessi saga gerðist í Kaupmanna- höfn Konráð Gíslason var að spjalla við Magnús Eiríksson Sagði Kon ráð þá meðal annars: „Ég gekk í gærrvöidi í Litara götu og sá þar í gl tgga fallega og brosleita stúlku Datt mér þá í hug það, ,;em Haligrímur Péturs son segir í sálmi sínum: Þegar þig fellur freisting á. f jrðastu einn að vera þá. Ég fylgdi ráðum hans og fór inn til stúlkunnar1 _„Já, frater“, svaraði Magnús. „Ég held að Hallgrímur hafi nú okki meint þetta sv>na“. ara eiga að dæma mál og orða dóma sína svo, að ekki þyrfti að auka við þá skýringum. Fram- kvæmd þeirra væri öðruni falin. (Helztu heimildir: Dóma og þingabók Gullbringu- og Kjós- arsýslu, bréfabækur.) Héðan og þaðan 112 T í U I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.