Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Side 19

Tíminn Sunnudagsblað - 09.02.1969, Side 19
Fritiof NiBsson Piraten: HARMLEIKUR Á SMÁLANDI Matarvist vaa- alltaf jafngóð í húsi skósmiðsins, svipuð og fyrsta daginn. Potturinn var fylltur dag hvern, og a'ldrei var setzt svo að matborði, að Kalli rifi ekki upp nið ursuðudóis, án þess nokkur sæi hann blikna eða blána. Hann var tasvígur eins og prestur á offru- degi. En á skósmiðshijónunum sannað- ist fljótt, að það þarf sterk bein til þess að þola góða daga. Það fór að bera skugga á gleði þeirra. Elna fékk brjóstsviða af hóflausri kaffidrykkju, og hún fékk hjart- slátt og svima, svo að hún varð oft að losa um föt sín. Algautur varð dasaður af sífelldri bjór- drykkju,. og hann fékk ákafa upp- sölu, þegar hann reyndi að reykja vindla til jafns við Kalla. Verstur var þó niðurgangurinn í krökkun- um, sem lágu í karamellunum og brjóstsykrinum og vildu ekki orð- ið líta við annárri fæðu en dósa- mat. En það varð bið á því, að Al- gautur fengi að sjá „djöflana, sem sögðu sex“. Svo ósinkur sem Kalli var á mat og drykk, virtust hon- um peningar ekki útfalir með öðr- um hætti. Skildinga, sem hann fleygði stöku sinnum í börnin, tók varla að nefna. Heil vika var lið- in, er þeir Aigautur og Kalli voru kvöld eitt tveir einir úti í bjarkar lundinum. Hinu fyrrnefndi sat að venju á þrífæti sínum, en gestur- inn dormaði í grasinu, liggjandi endilangur á bakinu. Algautur hugsaði sér að sæta þessu færi og færa talið að peningum Kalia. Hann lagði frá sér hamar og sýl, en það var örðugt að vekja máls á þessu, og hann sat lengi þegj- andi og rórillaði sér á stólnum. Þegar hann loks komst að efninu, var það með hálfum huga og hik- andi orðum, að hann ávarpaði frænda sinn. í stuttu máli sagt: Hann stundi því upp, að það kæmi sér óneitanlega vel, ef Kalli vildi hjálpa honum um lán, er hann lagði honum alveg á vald, hversu ríf- legt yrði. Að þessu sinni reyndist móð- ureyrað venju fremur þunnt: Kalli settist snögglega upp, velti vindlinum upp í sér úr öðru munnvikinu í hitt og blés út úr sér heljarmiklum reykjarstrókum. Þegar Algautur þagnaði, sneri Kalli sér við og leit á hann svo mæðulegum ásökunaraugum, að skósmiðurinn engdist eins og maðk ur við tillitið. Síðan setti hann á langt fræðsluerindi um efnahags- mál, sem hófst á glöggri skilgrehi- ingu á þeim voða, sem skuldir væru, bæði ríki og einstaklingum, og lyktaði með hörmulegum lýs- ingum á kauphallarbraski og gjald þroti stórfyrirtækja, bankahruni og atvinnuleysi. Flestir skósmiðir hefðu lotið höfði undir þvilíkum lestri. Algautur lyppaðist niður eins og blaut dula. Þær vonir, sem hann hafði gert sér, voru að engu orðnar. Elna varð þung á svipinn, þegar Algautur sagði henni seinna um kvöldið, hve hrapallega honum liefði mistekizt að komast í kunn- ingsskap við seðlaveski Kalla. En það, sem bugaði skósmiðitm, stælti hana og brýndi. Hún lá lengi.vak- andi í rúmi sinu eftir að maður bennar var sofnaður og hugsað sitt ráð. Nú er það alkunna, að það, sem fólk hefur lengi og staðfastlega gert sér vonir um, verður að síð- ustu réttur þess. Það á heimtingu á því. Þegar vonin rætist ekki, finnst því, að það hafi verið svik- ið um eitthvað, er því bar. Þannig fór Algauti. Og jafnvel Elna, sem lengi hafði verið lítiltrúuð á Kalla frænda í Ameríku, þóttist illilega höfð að ginningarfífli. Úr því að þeim var fyrirmunuð hlutdeild í auðæfum Kalla með Ijúfu samþykki hans, varð til ann- ars að grípa. Flóknara en þetta virðist ekki það vandamál, sem hélt vöku fyrir Elnu stutta sum- arnóttina. Hún velti fyrir sér ýms- um úrræðum og íhugaði þau gaum gæfilega. Beinu fjárnámi vék hún undir eins frá sér — eða berar talað: þjófnað var ekki að nefna, því að það var óheiðarlegur verkn- aður, sem gat haft voðaleg eftir- köst. En var annað til ráða? Loks tókst henni að koma orðum að því, sem fyrir henni vakti: Gátu þau auðgað sig á kostnað Kalla, án þess að hann yrði þess var, að hann væri neinu fátækari? Og svarið fæddist, að hálfu leyti í djúpum undirmeðvitundarinnar, og það var játandi. Hún hafði tek- ið eftir því, að Kalli tók út úr sér tennurnar, þegar hann háttaði, og geymdi þær í gluggakistunni á póttunni. Ekki hafði heldur farið fram hjá henni, að það voru ekki tennurnar einar, sem voru úr gulli, heldur einnig gómarnir. Tennurnar mátti ekki fitla við, hugsaði hún, en engum átti að vera meingerð í því, þótt svolitið væri sorfið úr gómunum. Hún sá náttúrlega i hendi sér, að svarfið myndi ekki verða mikið að þung- anum til. En hún gerði sér háar hugmyndir um verðmæti gulls. Og ekki kom til málá, að Kalli yrði neins var, þótt ofurlítið væri num- ið úr gómunum. hugsaði hún. Hér kom samvizkan til skjal- anna, dálítið óþjál eins og henni er lagið, og bar fram spurningu: Væri það þjófnaður að hirða góm- ana og tennurnar í heilu lagi, var það þá ekki einnig stuldur að narta í gullið? En hún hafði mótbárur á reiðum höndum, bæði nýjar spurningar og rökvísleg svör. Ætl- aði einhver að halda því fram, að það væri þjófnaður að klípa bita úr osti í búð, bara til þess að finna bragið? Nei — hreint ekki. Var það kannski glæpaverk að slíta T í M I N N - SUNNUDAGSRLAÐ 115

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.