Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Side 13

Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Side 13
þau þar að landi, er honum var stætt.“ Hdns er þó ekki að dylj- ast, að suimir úr hópi nemenda Jónis di'.ukknuðu sjálfir, og varð það þegar fram í sótti til þess, að fávísir menn fóru að bera brigður á nytsemi sundkunn- áttu. Árið 1823 er þess getið, að Jón kenndi fimmtíu og þrem norðlenzkum piltum sund, þar af tuttugu og einum í Huna- vatnissýlslu, á Reykjum á Reykja braut eða í Miðfirði. Vorið 1825 fór Jón suður á land „um kross- messu og stofnaði sundskóla nálægt Reykjavík,“ vafalaust vdð laugarnar. Er þess getið, að þar kenndi hann þrjátíu piltum alt fram á lestir „og tók ein- ungis spesíu fyrir hvern pilt,“ svo að ekki hefur það verið fjór- vonin, er hvatti hann. Víðar mun hann hafa kennt, bæði syðra og vestra. Ef til vffl hef- ur hann einmitt verið við sund- kennslu á Snæfellsnesi, er hann lézt þar árið 1836, tæplega fer- tugur. Meðal nemenda hans þar vestra hefur trúlega verið Jón sundmann Sigurðsson frá Syðra- Skógarnesi, sá er á Baulárvöll- um bjó, er undrin urðu þar, liklega veturinn 1838—1839. 9á nemandi Jóns, sem mest gagn vann sundíþróttinni, var tvíimælalaust Vatnisnesingurinn Gestur Bjarnason, sem ýmiist var nefndur Sund-Gestur eða Glímu-Gestur, hinn mesti ílþróttamaður, 9onur vinnuhjúa í Vesturhópi og fóstraður af barnlausum húsbændum for- eldra sinna, séra Bjarna Jóns- syni á Breiðabólstað og Elinu Stefánsdóttur frá Höskuldisstöð um, systur Ólafs stiftamtmanns. Sé það rétt, er vart er að efa, að Gestur hafi lært sund hjá Jóni Kærnesteð, hefur hann ver ið orðinn þrítugur maður, er það gerðist. Eigi að síður varð hann hinn bezti sundmaður, og kenndi hann víða sund am dag- ana, ekki aðeins í Húnaþingi, þar sem faann átti heima fram- an aif ævi, heldur einnig á mörg- um stöðurn syðra og vestra. Hann bjó um miðbik ævinnar á Káifarvölluim í Staðarsveit, Þrándanstöðum í Brynjudal og í Skiidinganesi við Skerjafjörð, og er vísast, að hann hafi stundað sundkennslu að rneira eða minna leyti í ýmsum byggð- PÁLL ERLINGSSON — maSurinn sem ruddi sundmenntinni braut i Reykjavík og gerði sundlaug- arnar almenningseign. arlöguim í grennd við þesisi heim ili sín. En stundum fór hann þeirra erinda í aðra landsfjórð- unga, og er kunnugt, að hann kenndi sund á Reykjanesi við ísafjarðardjúp. Til þess hefur hann auðvitað beinlínis verið fenginn af áhugamönnum vestra, og má af því marka, hvaða hug menn hafa haft á sundnámi um miðbik nítjándu aldar. Annars er kunnugt,. að hann kenndi á þessu árabili við Kolviðarneslaug, í Borgar- firði og sennlega einnig í Reykjavík. Á etfri órum fluttist Gestur á ný norður í Húnavatnssýslu, og þar hélt hann áfram sund- kennslu. Og haan áerð; það ekki endasleppt: Hann andiðist 9jötugur, og hafði þrem dögum fyrir dauða sinn verið við sund kennslu að Reykjum í Mið- firði. Sú vakning, sem fylgdi starfd Jóns Kærnesteðs, olli því, að á- tíugi varð verulegur á sund- íþrótt í Bessastaðaskóla, og er sýnilegt, að sumir skðlapiltar hafa talsvert iðkað sund. Það er tiil dæmis kunnugt, að tveir synir séra Jóns Jónssonar á Auð- kúlu og Ingibjargar Oddsdótt- ur frá Miklabæ, báðir prestar, séra Daníel í Ögurþingum og séra Gísli í Kálfhaga, voru góð- ir sundmenn, þótt báðir drukkn uðu þeir. Vafalítið hafa þeir þó báðir lært sund upphaflega í heimahéraði sínu. Undir lok aldarinnar var viða um sveitir, þar sem jarðhiti var, stofnuð sundfólög og gerðar 9undilaugar, þar sem sund- kennsla fór fram. Gerðust þá margir alilvel sundifærir, og er sést af því, að árið 1899 var Valdimar Guðmundsson frá Valholti í Skagafirði á sundi í Reykjalaug samfleytt í sjö klukkustundir og fjörutíu og sex mínútur, og drakk kaffi sér til hressingar á sundinu. Var laugin fimmtíu faðma löng, og synti Valdimar hana sextíu sinnum fram og aftur á þess- um tíma — sex þúsund faðma alls. Hann var Möðrvellingur og hafði kennt sund í lauginni í tvö sumur, er þetta gerðist. Af StaSur, sem enginn mátti óþveginn líta: Sólbaðsskýli kvenna. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ Í33

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.