Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Qupperneq 18
Vísnaspjall Gamla
Breiðan skára sló hinn mikli
sláttumaður á síðasta ári í hép
íslenzkra hagyrðinga. Þá féllu
frá í lotu þrír Húnvetn-
ingar, Kristinn Bjarnason, Valdi
mar Benónýsson og síðast Sig-
urður Jónsson frá Brún og
Borgfirðingarnir Guðrún Árna-
dóttir frá Oddsstöðum og Hall-
dóra B. Björnsson frá Grafar-
dal. Hér verða birtar nokkrar
vísur eftir þessi fimm, það get-
ur af skiljanlegum ástæðum
ekki verið um neitt úrval að
ræða, aðeins til að minna á,
hvað við áttum og mdsstum.
Kristinn Bjarnason komst svo
að orði um Bólu-Hjálmar, en
hann var afkomandi Hjál'mars:
Skáldið kól er skapaél
skyggðu á sólarbjarma.
Enn á Bólu blásinn mel
brestur skjól og varma.
Skildi enginn öreigans
æviþrenging bitra.
Þjóðin lengi heyrir hans
hörpustrengi titra.
Andvaka heitir þessi vísa:
Sálin þjökuð verst í vök,
von er slök um bætur.
Leiða rök að sjálfs mín sök
svartar vökunætur.
Sem betur fer er honum ekki
alltaf svona dimmt fyrir sjón-
um:
Vægir rosa og veðraþyt,
vermist flos á steini.
Gegnum mosans gróðurlit
guð er að brosa í I'eyni.
Valdimar K. Benónýsson gaf
mér vitanlega aldrei út neina
ljóðabók, en lélegar vísur eftir
hann eru vist ekki margar. Hér
er svolítið hrafl:
Um Jón Bergmann:
Beina kenndi listaleið,
lag til enda kunni.
Orðin brenndu og það sveið
undan hendingunni.
Til Ásgeirs frá Gottorp:
Njóttu lengi gota góðs,
góðra drengja, vins og fljóðs,
þýðra strengja, lags og Ijóðs,
lukkugengis, þreks og móðs.
Mundi þeim ekki margs vant,
er allar þessar óskir hefðu hrin
iðá.
Valdimar flyzt til Reykjavík-
ur og finnst mikið til um tæfcn-
ina og allt, sem rafmagnið vinn-
ur:
Þúsund hrossa gldi gaf
glæsiblossinn rjóði:
tæknihnossið alið af
úrvals fossastóði.
Sfcyldu margar flugvísur öllu
betur kveðnar en þessi:
Hreyfil glymur laus við land,
loftsins brimar voga,
fjaðurlima fleytt er gand
fram á himinboga.
Ekki er nú hlaupið að því að
velja úr ljóðum Sigurðar frá
Brún eitthvað, sem væri nógu
einkennandi fyiir hann. Sætið
kallaði hann þessar vísur:
Vina mín, elsku vina mín,
viltu'ekki þiggja sæti?
Ég ber fram einn hrikt-
andi bríkastól
og býð, ef hann þófcnazt gæti.
Vina mín, elsku vina mín,
ég veit hann e? ekki góður.
Ég bjó hann úr eigin
beinum til
og býð hann af sneypu rjóður.
Svo skiptir um, enda kallaði
Sigurður þessar vísur Mynd-
breytingu:
Úr eggjum álfta hvítra .
er unga grárra von.
MMBHBMMmsaWBHa
Og unga ástin mín bjarta
á arndökfcan harm fyrir son.
Og arndökkur sonur ástar
með ýrða ránfuglsbrá
er ef til vili bráðum orðinn
ylbjört og ljúfsár þrá.
Svo kveðjum við Sigurð með
þeirri kvöldbæn, er honum hef-
ur nú verið veitt:
Fel þú mig, Svefn, í svört-
um, þykfcum dúkum,
sveipa mig reifum löngum,
breiðum, mjúkum,
réttu svo strangann þínum
þögla bróður.
Þá ertu góður.
Þeir hafa vist orðið nokkuð
rúmfrekir hjá mér Húnvetning-
arnir, svo lítið verður eftir
handa borgfirzku skáldkonun-
um — því miður. Guðrún Árna-
dóttir fcvað:
Man ég fyrst í leit að ljóði
lítinn neista 1 barmi fann.
Vorið þyrstu þaut í blóði
þungt og geyst um æðar rann.
Draumar engir, lægður logi,
lúnir fætur, gránað hár.
Slitnir strengir, brostinn
bogi,
burtu kæti, þrotin tár.
HalTdóra B. Björnsson verð-
skuldar meira rúm en hér verð-
ur hægt að Iáta í té. En þessi
litlu stef ættu þó að komast
með:
Vildi ég til þín veginn finna
— vorið fór á burt með þér.
Þú ert mér fjarri ein-
hvens staðar,
einhvers staðar fjarri mér.
Þó ég leiti heiminn hátfan
hvergi ber þig fyrir mig.
Leggi ég bara augun aftur
engan sé ég nema þig.
Og að lokum þetta, sem hef-
ur samheitið: Þegar blómið hef
ur angað:
Alls yndi
í einum teyg,
unaðsleg þjáning,
eitruð guðaveig.
138
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ