Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Side 19

Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Side 19
Ajaccio á Korsíku sama ár og Napóleon fæddist. Síglaugur Brynleifsson: Napóleon Bónaparte og samtíð hans Bugmyndir manna um ástand ið á Frakklandi fyrir stjórn- byltiniguna 1789 voru lengi vel mjög mótaðar af þeim öfium, sem náðu völdum í byltingunni. Saankvæmt kenningum ýmissa sagnfræðinga á 19. öld var á- standið í Frakklandi afleitt und- ir stjórn síðustu konunganna af Búrbónaætt. Valdaníðsla, fá- tækt og vesöld, kúgun og mis- rétti og úrelt stjórnarfar töld- ust einkenna þessa tíma, sam- kvæmt kenningum þeirra, sem hugðu byltinguna upphaf batn- andi ástands og stjórnarhiátta. Kenningar þessara manna standast engan veginn nýjustu rannsóknir. Ástandið á Frakk- landi á 18. öld var fjarri því að vera svo illt sem arftakar byltingarinnar vildu vera láta, en það var þeirra hagur að gera Fyrsta grein það sem dekkst. Vissulega var íjártiagur ríkisins bágborinn og etjórnarformið úrelt, skattamál- in í ólestri og misrétti í þjóð- félaginu, en efnahagur þjóðar- innar var góður miðað við þá tíma annars staðar í Evrópu og valdaníðsla og kúgun mun minni en varð síðar eftir valda- töku hinnar „nýju stéttar“. Frakkland var auðugt land, iandibúnaður var aðalatvinnu- vegurinn og bændur efnaðri en víðast hvar annars staðar í Evrópu. Tveir fimmtu hlutar jarðeigna voru í eigu bænda, og tal um almenna bændaánauð fjas. Utanríkisverzlunin hafði fimmfaldazt síðan 1715 og efna- hagur borgarastéttarinnar var blómlegur. Blómlegur hagur lægri stéttanna ýtti mjög undir kröfur þeirra um jafnrétti við æðri stéttirnar og með stétta- þinginu 1789 töldu menn, að ráðin myndi bót á verstu ágöll- um ríkjandi stjórnarforms. Fæstir væntu eða óskuðu bylt- ingar, enda var slíkt í andstöðu við hugsunarhátt skynsemistefn unnar, sem þá mótaði skoðanir og hugmyndir manna. Flestir væntu svipaðra breytinga og höfðu átt sér stað blóðsúthell- ingalaust á Englandi 1688 og tryggðu rétt einstaklingsins gagnvart ríkisvaldinu. Byltingin hefst þrátt fyrir óskir megin- hluta þjóðarinnar. Aðstaða, skammsýni stjórnarvalda og til- viljunarkenndir atburðir magna togstreituna milli stéttaþings og konungsvaMs, og með falli hefð bundins stjórnarforms ná nýjar kenningar og skoðanir út á meðal fólks og verða mönnum hugsjónir. í nafni þessara hug- sjóna voru fólskulegustu glæpa verk byltingaáranna framin, og undir merkj þeirra hreiðraði sig hin nýja stétt, arftakar gömlu valdastéttanna, og hóí til vaMa þann mann, sem tryggði aðstöðu hennar og auð. Þessi maður var Napóleon Bóna parbe. Napóleon fæddist í Ajaccio é Korsíku 15. ágúst 1769. For- eldrar hans voru Charles-Maris Bonaparte og Marie-Letizia Ramolino. Föðurætt hans vai frá Flórens, en allt frá 1528 hafði ættin búið á Korsíku. Sið- ar, þegar Napóleon var kominn til metorða, voru gerðar tilraun- ir til þess að falsa ættartöluna T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 139

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.