Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Page 21

Tíminn Sunnudagsblað - 16.02.1969, Page 21
ir hanis var létinn og fjárhagur fijölskyldunnar var bágborinn. Laun undirliðsforingja voru lág, og í fyrsta lagi gat hann ortiið iiðsforingi eftir sex ár. Þá var iíklegt, að launin rétt nægðu til þess, að hann gæti dregið fram lifið. Framtíðarhorfurnar voru dapurlegar, en hann Iét ekki hugfalilast. Hann var neyzlugrannur að eðlisfari og var frábitinn allri útsMtfcarsemi. Hann notaði tímann vel og seg- ir sjálfur, að „hann hafi alltaf fundi óljóst, að hann mætti eng an tíma missa, jafnvel þegar thann hefði ekkert að gera.“ Hann notaði tímann til lest- urs. Lestrarefnið var nóg og ffjölbreytt. Frönsku heimspek- ingarnir prédikuðu mannúð og skynsemi, og þjóðin var tekin að átta sig á því, að það stjórn- arform, sem hún bjó við, var leif úreitra forma, sem hæfðu ekki léngur. Þeir drógu upp myndir af afiskræmilegum stjórnarháttum og venjium, lýstu framtíðarlausninni glæsi- lega. Þá átti skynsemin að ríkja og réttlæti og mannúð vera æðstu boðorðin. Napóleon las rit þessara mánna: Voltaire, Rousseau, Diderot og fleiri voru eftirliæti'shöfundar þessa unga undirliðisforingja. Tími var næg ur til lestrar. Hann skrifar móð ur sjnni 1788: „Ég sef lítið, hátta klukkan tíu og fer á fætur klukkan fjög- ur, matast einu sinni á dag — klukkan þrjú.“ Hann las bækur heimispekinganna, og af þeim lærði hann að fyrirlíta munka, hata konunga og efast um kenn ingar kirkjunnar. Seytján ára gamali hafði Napóleon drukkið í sig kenn- ingar Rousseaus, Oig hann varð einn þeirra fjöhnörgu, sem væntu breytinga á stjórnarfyr- irkomulagi landsins að klass- ískri fyrirmynd. Þótt hann læsi rit heimispekinganna með ákefð og aðdáun, þá las hann sagn- fræði og landlýsingar af ennþá meiri ákefð, og það vaknaði með honúm löngun til þess að verða sagnfræðingur. Hann tók að safna heimildum að sögu Korsilku 1787 og auk þess samdi hann nokkrar smásöguir með Werther eftir Goethe og fyrir- mynid. Vorið 1789 hófst franska stjórnarbyltingin, og með þeim atburðum lukust þeim upp margar dyr, sem hingað til h'öfðu verið afskiptir í þjóðfé- laginu og engin gen.gsl haft við valdastéttir. Fyrsta hugsun Na- póleons var Korsíka. Nú skyldi hefjast handa og frelsa ættjörð- ina undan oki hataðra útlend- inga. Hann fékk leyfi frá her- þjónustu í september 1789 og hraðaði sér til Korsíku, þar sem hann tók þátt í byltingunni, áisamt bróður sínum, Jósef. Hann flutti brennandi bylting- arræður í byitingarklúbbnum og veitti aðstoð við skipulagn- ingu þjóðvarðar. í Ajaccio var hann lífið og sálin í baráttunni gegn kilerkunum og aðlinum. 1790 vax hann kosinn næst- æðsti maður korsískrar sjálf- boðaliðssveitar, þótt hann héldi jafnframt liðsforingjiastöðu sinni í franska hernum. Þessi starfi veitti honum tækifæri tál þess að kynnast skipulagi sjálf- boðaliðssveita. Skoðanir hans breyttust nokk uð við það, að í nóvember var Korsíka gerð að sérstöku, frönsku amti og var nýlendu- veldi konungs á eynni þar með úr sögunni. Við þessar breyt- ingar mildaðist nokkuð hugur Napoleons í garð Frakka. Paóií var leyft að taka á ný til starfa, og eyjan átti að eiga fulltrúa á þingi Frakka. Það átti samt ekki fyrir Napó- leon að liggja að verða herfor- ingi hjarðmanna á Korsíku. Á- hrif Jakobína jukust stöðugt á Frakklandi og Paólí var talinn viðsjáll konungssinni, og loks varð bróðir Napóleons, Lucien, til þess að ákæra Paólí í Ja- kobínaklúbbnum í Toulon. Stjórnin í Paris fyrirskipaði handtöku Paólís, sem hvarf þeg ar upp í fjöllin með liði sínu. Bónaparteættin var l'itin horn- auga og gat átt von á hinu versta. Napóleon var í París sumarið 1792. Hann varð þar vitni að árásinni á Tuileri-höl'lina 20. júní og síðar ágúsfcmorðunum. Hrifning hans dvínaði við þessa atburði, og hann tók að telja Jakobína pólitíska ofstopamenn. Fyrirlitning hans á múgnum mátti rekja til atburða á þessu sumri. Hann kom fcil Korsíku um haustið, reyndi að friðmælast við Paólí, en þeim umleitunum lyktaði með fullum fjandskap. Menn Paólís handtóku Napó- leon. Napóleon tókst þó að strjúka, og skömmu síðar flúði öll fjöflskylda hans frá Korsíku í skjóli náttmyrkurs. FlóttafóJk- ið leitaði sér griðastaðar í Frakk landi. Uppreisnir konungssinna hófust víða um landið sumarið 1793, og óvinaher gerði sig Hk- legan til innrása. Toulon, sem var þýðingarmesta filotahöfn Frakka við Miðjarðarhaf, opn- aði höfnina brezkum flota. Franska ríkið var aldrei eins hætt komið og þetta sumar. Stjórnin í París var illa þokik- uð, en á hinn bóginn var Frökk- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 141

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.