Tíminn Sunnudagsblað - 30.03.1969, Qupperneq 9
Fjöldi hvítra manna trúir því,
a'ð New York muni farast sökum
þess, að mennirnir hafa byggt sér
hærri hús en kirkjurnar, hús drott-
ins. Mörgum hvítum presti í litlu,
gömlu kirkjunum á Manhattan
verður það á, að steyta hnefana að
musterum Mammons i kringum
Rockefell’er Center. í öllum
klukknaturnum verður að hafa
hljóðmagnara, svo að hringingin
heyrist í gegn um umferðargnýinn.
Hugsum okkur, að við stöndum
uppi á einum skýja'kljúfinum, til
dæmis Empire State. Langt niðri
er kirkja, lítil og auvirðileg að sjá
úr svimandi hæð, líkust gullastokki
barns. Þar er verið að syngja ein-
hvern til grafar. Líkfylgdin kemur
út úr kirkjunni. Umferðin er stöðv-
uð hálfa mínútu, og klukkunum er
hringt. Svo verður allt sem áður.
En ofan af skýjakljúfnum er Man-
hattaney öll keimlíkust tíinum
miklu graflendum úti á Langey,
þar sem auðkýfingar hvíla í firna-
miklum grafhýsum og fátækling-
ar rotna undir litlum og veðruð-
um legsteinum.
í þessari borg trúa margir á
heimsendi. En hugmyndirnar um
það, hvernig hann beri að, eru
sundurleitar- Syndaflóðið er mörg-
um tiltækast: Fúlt og skoldökkt
Hudsonfljótið tekur að vaxa, og
það iheldur áfram að vaxa í fjöru-
tíu daga og fj'örutíu nætur, eða
kannski hundrað daga og hundrað
nætur, unz það færir Manhattan-
ey í kaf og drekkir þar öllu lí'fi.
Aðrir hafa alið með sér þá trú, að
Jesús komi gangandi norðan úr
Conneeticut — tröllvaxinn Jesús,
sem veltir skýjakljúfunum með
berum höndum, ef honum er ekki
nóg að blása á þá, og treður Rocke-
feller Center umdir fótum sér.
í 42. götu er til sölu málverk af
Kristi við byggingu Sameinuðu
þjóðanna. Hann skyggnist inn í
sfcóra salinn, þar sem sendimenn
þjóðlandanna eru að ræða heims-
málin. Allir verða skelfingu lostnir.
Sendifulltrúarnir þjóta af stað í
áttina að lyftunum. Ú Þant einn
situr kyrr, hellir sódavatni í glas
sitt.
Og við heyrum spurningar, sem
koma okkur á óvænt: Var Jesús
swartur apd? Var hainn 'kannski
svertiinigi? Bergmial af sfcríði kyn-
þáttanna rennuir saman við heims-
endisdraumana.
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
273