Tíminn Sunnudagsblað - 30.03.1969, Side 13
Það var á glöðum dögum góðra vona, áður en blóðheimstyrjaldar hinnar tyrri kom yfir heiminn, og ungt
fólk, sem manntak var í, átti sér sameiginlegan draum:Að bæta landið og hefja þjóðina til vegs. Þá voru þau
í æskublóma Guðbjörg Kristjánsdóttir og Einar Jónsson,og fram undan löng ævi, sem enginn vissi, hvað bera
myndi í skauti sínu.
á fjörðunum á unglingsárum þín-
um?
— Jú, það var mikið af Norð-
mönnum þar á haustin, og sumir
þeirra settust að á fjörðunum. Svo
komu lika Færeyingar. Þeir voru
úti á nesjunum á sumrin — reru
þaðan til fiskjar.
— En Norðmennirnir hafa ver-
ið í síldinmi?
— Já, þeir voru í síldinni, mað-
ur lifandi. Það var sild alveg til
jóla, og No'rðmennirnir kunnu sér
ekki læti. Þegar ég var strákur,
voiru næturnar als stað'ar út með
firðinum. Svo komu skipin, og það
var háfað úr nótunum. Þetta voru
iandnætur, og þegair minnkaði í
þeim, var þrengt að sildinni, þang
að t'il allt var upp ausið. Svo sölt-
uðu þeir sjildina á skipumum og
sigldu heim, þegar kominn var
farmur. Hún var alveg uppi við
land, síldin — fór alia leið inn í
fjarðarbotn. Stundum voru torfurn
ar svo þéttar, að það sást ekki í
sjóinn — svartur sjór, sögðu menn.
— Voru ekki einhverjir íslend-
ingar, sem mikið höfðu umleikis
í Mjóafirði?
— Það mætti kannski nefna
Konráð Hjálmarsson. Hann var í
veldi sinu á þessum árum á
Brekku, einhver umsvifamesti út-
gierðarmaðurinn á Austfjörðum.
Fólk flykktist á Austfirði í atvinnu
Ieit, því að óvíða var jafnblómlegt
og þar. Sunnlendingar komu og
settust að í Mjóafirði — það voru
þeir, sem byggðu Brekkuþorpið.
Þegar ég var strákur, voru þarna
fjögur eða fimm hundruð manns
og margir, sem eimhverja útgerð
höfðu. Svo fkittist margt af þvi til
Norðfjarðar, og þangað fór Kon-
ráð sjálfur og hafði engu minna
um sig en á Brekku.
— Mjófirðiimgarnir — mynda
þeár kannski gamla kjamann i Nes
kaupstað?
— Nesið, já — þeir byggðu það.
Það var fjöldamargt, sem fluttist
þangað. Dugnaðarfól'k.
— Voru ekki hvalstöðvar þarna,
þegar þú varst að alast upp?
— Nei, þær komu seinma. Síðar
meiir var hvalstöð á Asknesi —
það var jörð, sem mamina átti einu
sinni.
— Nú er Fjörður i eyði?
— Já, og ég er viss um, að það
er einhver bezta jörðin á Austur-
landi. Þar stendur allt autt — gott
hús með sima og rafmagni. Mér
finnst bágt að hugsa til þess. Svo
var mikil veiði í ánni, Fjarðará.
Ég var alitaf i henni. þegar ég var
strákur, og væri dregið á, fengust
iðulega fullir pokar af vænni
bleikju. Þá var líf og fjör við
ádráttinn.
—- Var kannski yfirleitt talsvert
líf og fjör á Austfjörðum á upp-
vaxtairárum þínmfi?
— Það mun naega að segja.
T f M I N N — SUNNUD4GSBLAÐ
277