Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 07.09.1969, Qupperneq 3

Tíminn Sunnudagsblað - 07.09.1969, Qupperneq 3
 Svartur kjóll og hvítt brjóst — þaS er hversdagsbúningur langvíunnar. Hérlendis er hún einn helzti bjargfuglinn. Heimkynni hennar er Norður-Atlantshafið. Mikil mergð langvíu er hér á íslandi og í Færeyjum, við Norður-Noreg og á Bjarnarey og við Norður-Ameríku austan verða. Lítið eitt verpir langvían einnig við Eystrasalt, eink- um á Gotlandi. Flokkar hún sig þar á klettasyllum eins og annars staðar þótt ekki sé stofninn sérlega stór. Þetta er félagslyndur fugi og mæðurnar kúra á eggi sínu hlið við hlið á nakinni klöppinni. Fugl, sem kemur utan af sjó, setzt ætið þar, sem hann á egg sitt. Sé eggið fjarlægt, hlammar hann sér þar niður, er það var. Hafi eggið aðeins verið fært til, veltir fuglinn vöngum litla stund. En þegar hann hefur áttað sig, fer hann að leita eggs síns. Þrátt fyrir mikla eggjamergð, þekk ir fuglinn undir eins egg sitt. Hann veltir því gætilega með nefinu á þann stað, er það á að vera á. Þegar unginn er vaxinn, tælir annar fuliorðni fuglinn hann með mat fram á bjargbrúnina. Að þvi rekur, að hann missir fótfestu. Hann verður að fljúga. Hann hlunkast niður í sjóinn. Sumar langvíur hafa hvítan hring kring um augun. Það eru svonefnd ar geirvíur eða hringvíur. Þær eru þó að öllu öðru leyti eins og lang- viurnar. í sumum norskum fugla- björgum er margt um geirvíu. Langvíuegg veltur miklu síður en til dæmis hænuegg. Lag þess veld- ur, að það snýsf fremur í hring, og fugladritið stöðvar það á syllunni, jafnvel þótt henni halli til talsverðra muna. I T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 675

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.