Tíminn Sunnudagsblað - 26.10.1969, Síða 20
Guy de Maupassanf ;
MOIRON KENNARI
Umræðurnar snerust um Pranz-
ini. Maloureau. sem hafði verið
ríkissaksóknari í keisaradæminu,
sagði okkur eftirfarandi sögu:
„Fyrir allmörguim árum hafði
ég með höndum dularfullt mál,
sem var sérstaklega athyglisvert í
sumum atriðum Takið nú eftir.
Ég var keisaralegur ríkissak-
sóknari í bæ einum í héraðinu. og
vegna föður míns. sem var dóm-
stjóri í París. var ég einkar vel
þokkaður við hirðina. Sagan, sem
ég ætla að segja yður, er um hið
fræga Moiron-mál, sem er svo um-
talað ennþá. að þið hafið örugg-
Iega heyrt á það minnzt.
Moiron var vinsæll kennari í
litlum bæ í Norður-Frakklandi.
Hann var skynsamur, mjög sið-
vandur, en fremur þögull. Kvænt-
ur var hann og hafði átt prjú
börn. sem öll dóu úr berklum.
hvert á eftir öðru. Þegar síðasta
barnið dó. virtist sem öll ást hans
beindist að þeim börnum, sam
hann kenndi og umgekkst daglega.
Hann eyddi miklum nluta af lítil
fjörlegum launum sínum til þess
að kaupa leikföng. fianda dugleg-
ustu og kurteisustu nemendum sín
um. Hann gaf þeim sælgæti og
gómsætar kökur eins og þau gátu
f sig troðið. Allir voru sammála
um, að hann væri einstaklega góð
hjartaður og hrósuðu honum há-
stöfum. En skyndilega cþáu fimm
nemendum bans á dularfullan hátt
með stuttu millibili.
Læknarnir héldu fyrst, að börn
in hefðu dáið úr farsótt. og hefðu
fengið hana á því, að drekku vafn
sem skemmzt hafði vegna þurrka,
þeir leituðu að dauðaorsökinni. en
án árangurs.
Sjúkdómseinkennin, sem 1 liós'
Icomu hjá börnunum, voru i hæsta
máta einkennileg. Börnin byrjuðu
að veslast upp, hættu að borða og
kvörtuðu um magaveiki. Þeim
versnaði stöðugt, þar til þau gáfu
upp andann með óskapiegum þján
ingum.
Seinasta barnið, sem dó, var
krufið, en án árangurs. Innvflin
voru send til Parísar til rannsókn-
ar, en phfcert eitur fannst í þelm.
Ár leið, án þess að nokkuð
kæmi fyrir, en þá dóu tveir beztu
nemendur skólans, sem voru í sér-
stöku uppáhaldi hjá Moiron, með
fjögurra daga millibili. Það var á
ný fyrirskipuð krufning, og i þetta
skipti fundust fjöldi fínna gler-
brota i börnunum. Af þvi var
ályktað, að drengirnir hefðu i
óvarkárni borðað eitthvað, sem
ekki var alveg hreint. Það hefðí
til dæniis getað verið nægilegt. ef
glas hefði dottið niður í mjólkur-
skál og brotnað. Málið hefði ver-
ið látið niður falla, ef þjónustu-
stúlka Moirons hefði ekki veikzt
meðan á öllu þessu s'tóð. Læknir-
inn, sem kallaður var til stúlkunn-
ar, fullyrti, að þetta væru sömu
sjúkdómseinkennin og höfðu kom-
ið i Ijós hjá börnunum. Hann
spurði stúlkuna í þaula og að lok-
um játaði hún, að hún hefði stol-
ið einhverju af sælgæti þvi, sem
Moiron hefði keypt handa nem-
endum sínum.
Læknirinn fór til yfirvaldanna,
og ég skipaði svo fyrir að húsleit
skyldi gerð hjá kennaranum. Þar
fannst skápur, sem var troðfullur
af leikföngum og sælgæti, sem allt
átti að gefast börnunum. í nær
öllu sælgætinu voru mjög fín gler-
brot og örsmáir saumnálaroddar.
Moiron. sem var handtekinn
strax, virlist verða mállaus af
undrun yfir grun okkar, svo að
nærri lá, að ég léti hann lausan.
Á meðan hrúguðust upp gögn.
sem bentu til sekíar hans, og þau
eyddu fljótlega hugmyndum mín-
um um sakleysi hans. En þær voru
byggðar á hinu mikla áliti, sem
hann naut, flekklausu líferni hans
og þeim ólíkindum. að hann hefði
í rauninni framið þvílíkan verkn-
aað að ástæðulausu: Hvers vegna
hefði þessi hjartagóði. látlausi og
trúrækni maður átt að myrða
börnin, meira að segja börn, er
voru hans uppáhaídsnemendur,
sem hann dekraði við og tróð í
sælgæti. Meira en helming launa
sinna eyddi hann þó i leikföng og
sælgæti handa þeim?
Gerði maður annars ráð fyrir,
að hann hefði drýgt glæpinn, þá
hlaut verknaðurinn að vera frai\i-
inn í augnabliksæði, En hann virt-
ist vera svo rólegur, jafnvægið
svo óhagganlegt, að ómögulegt var
að sanna. að hann væri geðveikur.
Eigi að síður hlóðust upp líkur
á móti honum. Það var lagt hald
á kökur, konfekt og brjóstsykur I
þeim verzlunum. þar sem Moiron
var vanur að kaupa slíkt. En ekk-
ert fannst grunsamlegt.
Iíann fullyrti þá. að hann ætti
óvin. sem hefði opnað skáp hans
með þjófalykli, og látið glerbrot-
in og nálaroddana í sælgætið.
Hann bjó til sögu um bónda. sem
hefði átt að erfa eitt af börnun-
um eftir dauða þess og þess vegna
framið glæpinn og leitt gruninn nð
sér.
— Fúlmennið. sagði Moiron.
Hann kærði sig kollóttan, þótt 'hin
börnin dæju. bara ef hann næði
takmarki sínu.
Þetta var mögulegt. Maðurinn
virtist svo öruggur. og þó ihan
við sig af sorg. að við hefðum án
alls efa sleppt honum. þrátt fyrir
allt sem mælti á móti honum. ef
ekki hefðu komið til tvær nýjar
uppgötvanir, sem sönnuðu sekt
hans.
Annað var tóbaksdós, full af
glerbrotum, sem fannst i levnihólfi
í skrifborði hans. þar sem hann
geymdi peningana sína.
Ilonum heppnaðist þó að út-
skýra þetta á sennilegan hátt:
Þetta var síðasta bragð óþekkta
sökudólgsins. En þá gaf vefnaðar-
vörusali frá Saint-Marlouf sig fram
við rannsóknardómarann og sagði.
að karlmaður hefði oft komið í
búðina til sín og keypt saumnál-
ar. hinar fíngerðustu. sem til voru,
og hann hafði brotið eina til að at-
huga, hvort 'þær hentuðu sér.
Tólf karlmenn voru leiddir fyr-
ir vefnaðarvörusalann. og hann
benli strax á IVþnron. sem var einn
þeirra: Þetta var hinn grunsam-
legi viðskiptavinur hans. Nánari
eftirgrennslan leiddi í ljós, að kenn
arinn hafði verið í Saint-Marlouf
þá daga. sem vefnaðarvörusalinn
tilnefndi.
Ég sleppi hræðilegum vitnis-
burði skólabarnanna, hvernig kenn
arinn sjálfur valdi sælgætið handa
þeim, skipaði þeim að borða það
í augsýn sinni og eyðilagði vendi-
lega molana, sem eftir urðu.
Moiron var dæmdur til dauða.
Hann reyndi að áfrýja dómnum,
en því var vísað á bug. Hið eina,
T f M I N N
SUNNUÐAGSBLAÐ