Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 23.11.1969, Qupperneq 19

Tíminn Sunnudagsblað - 23.11.1969, Qupperneq 19
Smásaga eftir Friðjón Stefánsson Hr dagbók stúlku Ég er með öllu lömuð á neðri hluta líkamans, hef verið það frá því ég fæddist og verð það sjálf- sagt alltaf. Og í dag er 24. afmæl- isdagurinn minn. Allir segja, að það sé stórkost- legt, hve vel ég sætti mig við hlut- skipti mitt. Ég ætti að vera hreyk- in af því. Ef til vill er ég það, ég geri mér ekki fulla grein fyrir því. En það gæti bent til þess, að ég ímynda mér, að einmitt vegna þess, að ég er lömuð og get ekki fært mig um foldina öðru vísi en í hjólastólnum mínum, þá hugsi ég meira og skilji lífið jafnvel bet ur en fólkið, sem ég umgengst. Sjálfsagt finnst ykkur þetta ó- fyrirgefanlegur hroki, heimsku- legt sjálfsálit, og þið munuð brosa að mér — meðaumkunarbrosi. Ég aetla ekki heldur að segja þetta við ykkur, heldur ætla ég aðeins að skrifa það í dagbókina mína, þar sem ég reyni endrum og eins að festa ýmislegt á blað. Og eng- inn fær að gægjast í hana, ég læsi henni með lykli. Oft finnst mér, að fólkið ætlist blátt áfram til þess, að ég vor- kenni sjálfri mér. Ékki af illum hvötum, held ég. Nei, nei. Það skil- ur bara ekki, hvers vegna í ósköp unum ég vorkenni ekki sjálfri mér, af því að ég er lömuð fyrir neðan mitti og get ekki einu sinni gengið, og ekki neitt, vegna löm- unarinnar. Mig hljóti að taka það ákaflega sárt að vera svona eins og ég er og öðru vísi en allir aðrir. Áreiðanlega viðurkenna allir, að öfund sé ógeðfelld kennd. En skyldu menn gera sér ljóst, hve munurinn á því að vorkenna sjálf- um sér og öfunda aðra er oft lít- Ml? Systir mín er heilbrigð og fall- eg stúlka og þar að auki talin ein- stakt piltagull. Hún hefur verið að læra leiklist og sögð hafa allgóða hæfileika. Svo syngur hún líka fremur laglega. En hvers vegna er hún annað veifið í leiðu skapi? Það er ekki sjáanlegt, að neitt eigi að ama að henni. Hún, sem er heil- brigð í alla staði, falleg og vel menntuð og eftirsótt af piltunum, sem mér skilst, að heilbrigðum stúlkum sé mikils virði. Og samt leiðist henni. Furðulegt. Ég hef stundum spurt sjálfa mig, hvort henni muni leiðast fremur en mér — eða siður en mér. Ég veit það ekki, og lMega veit það enginn, því að hver er sá, er mælt geti, hverjum leiðist mest eða hverjum líður bezt? Við eigum einn bróður. Iiann hefur einnig hlotið ágæta mennt- un, bæði hér heima og erlendis, og hann er ungur, glæsilegur maður. Samt er langur vegur frá, að hann búi við varanlega ánægju. Sér í lagi virðist honum oft ekki líða vel á morgnana og framan af degi. Hann er nefnilega talsvert drykk- felldur. En á kvöldin eða síðari hluta dagsins, þegar hann hefur fengið sér nokkur staup, þá glaðn- ar yfir honum. Virðist næstum eins og ánægju stafi úr augum hans. Eða er það ekki ánægja? Ég veit það ekki. En það flögrar að mér, að viljandi eða óviljandi leggi hann á sig vanlíðan tii þess að geta liðið betur í annan tíma. En því verður ekki neitað, að hann sljóvgast andlega eftir því sem vín- neyzla hans færist í aukana. Það er talað um það í fjölskyldunni, að þetta sé leiðinlegt, jaínvel vandamál. Einu sinni minntist ég á það við hann. Og hann svaraði kaldranaiega eins og hann á stund- um til nú á síðustu árum: Mig skortir öll rök fyrir þvi að það sé betra að vera skýr í hugsun held- ur en sljór. Móðir mín er mér góð eins og raunar systkini mín eru oftast. En ég hef ekki mjög mikið af henni að segja. Hún er ekkja og ennþá tiltölulega ung, aðeins lítið eitt vf- ir fertugt. Aumingja mamma. Að sjálf- sögðu dæmi ég hana e kki. Ég myndi ekki gera það, þótt hún væri mér alóskyld manneskja. Ég held nefnilega — nei, ég veit, að við eigum ekki að dæma aðra. En hún mamma mín er mikið fyrir karlmenn og svolítið fjöllyud í ástamálum. Af þessu leiða stund- um óþægindi. Og ég veit, að það kemur fyrir, að hún rnamma mín á bágt. En væntanlega veita som- skipti hennar við karlmenn einn- ig ánægjustundum inn í líf henn- ar. Systir mín er að mörgu leyti lík henni. Hún er líka oft með karlmönnum, enda sækjast þeir mikið eftir félagsskap hennar. En eins og ég hef áður skrifað í dag- bókina mína, þá er hún stundum í leiðu skapi. Mér býður i grun, TtMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 955

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.