Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Qupperneq 12

Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Qupperneq 12
Stefán Eiríksson var í senn eftirminnilegur samborgari og mikill listamaður. Verk hans munu lengi tala sínu máli um meistara sinn. Þeim fækkar aft- ur á móti, er voru honum ger- kunnugir, því að hann lézt árið 1924. Hér rita tveir menn þætti um ævi hans og störf, báðir Aust- firðingar eins og Stefán sjálfur. Fyrri þátturinn er eftir Jón Þórðarson prentara, en hinn síðari eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara, sem fyrstur manna lauk myndskurðarnámi hjá Stefáni. Stefán Eiríksson, er hann var kominn á efri ár 1. Stefán Eirlksson listskurðar- xneistari eða Stefán hinn oddhagi (eins og hann var venjulega nefndur) fæddist 4. ágúst 1862. Foreldrar hans voru Katrín Hannesdóttir frá Sómastaðagerði Guðmundssonar hún var komin af Asunnarstaðaætt, en framætt hennar verður ekki rakín með vissu lengra en til Bjarna Guð- mundssonar á Karlsstöðum á Berufjarðarströnd, og Eiríkur Einarsson, er fæddur var 1833, en ólst upp 1 Hjarðarhaga hjá Eyjólfi móðurbróður sínum, en dvaldi síðan á Jökuldal. Þótt Stefán hafi verið einn mesti skurðsnillingur sinna sam- f tiðarmanna islenzkra, vóru einn- ig til skurðsnillingar fyrr á öld- um. Skal þá fyrst nefnd Margrét oddhaga, er skar bagal handa Grænlendingabiskupi og hefur sennilega líka skorið biskupsstaf- inn í kistu Páls Jónssonar. Þá má og nefna Guðbrand Þorláks- son, er sjálfúr skar mpphafsstaf- ina í Guðbrandsbiblíu, einnig Þórð Þorláksson og Guðmund bíld, er smiðaði Skálholtskirkju Brynjólfs Sveinssonar. Ennfrem- ur Árna biskup Þorláksson. Stefán Eiríksson var afkom- andi Þorsteins jökuls, en það er ein höfuðættin í Ættum Aust- firðinga. Frá Þorsteini jökli segir m. a. í Ættum Austfirðinga: „Þorsteinn jökull bjó á Brú á Jökuldal um aldamótin 1500. Það hefur verið algeng sögn um hann í Austfjörðum, að hann hafi búið þar, þegar plágan mikla gekk 108 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.