Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Blaðsíða 14
Hlaðborð Unnar Stefánsdóttur. tölum. Þó er undarlegt, að ætt- ingjar Þorsteins skyldu fara að ættfæra hann svo, að kalla hann son Magnúsar í Skriðu, og skrifa það sér til minnis, ef það hefði verið tilhæfulaust .... enda er hann talinn „umboðsmaður barna sinna“ í dómi eftir föður hans látinn 1483 .... Þess má enn geta, að nöfnin Magnús, Þor- kell og Krlstín eru lengi ein helztu nöfnin í ætt frá Þorsteini jökli." Forfeður Stefáns Eirikssonar hafa, mann fram af manni, búið á Jökuldal og víðar um Fljóts- dalshérað. Stefán var 15. liður frá Þorsteini jökli. Föstudaginn 7. nóvember 1889 lagði Stefán leið sina til útlanda frá DJúpavogi við Berufjörð. Veður var stillt og sléttur sjór á firðinum, þegar lagt var af stað, en úti fyrir var stórsjór og hvass- viðri. Varð Stefán fljótt sjóveik- ur og hafði sig því sem skiótast í rekkju. Daginn eftir var veöur gott, en Stefán var enn ekki laus við sjóveikina. Þó skreiddist hann stutta stund upp á þilfar. Á þriðja degi var komin sunrian- átt. Þann dag var Stefán lengi á þiljum uppi, þótt enn væri hann 'óstyrkur. Matarlyst hans var nú í góðu lagi, en næstu tvo daga á undan hafði hann ekki getað neytt matar vegna sj óveikinnar. í endurminningum Stefáns er ekki frekar lýst sjóferðinni til Kaupmannahafnar. Talsverðan tíma hefur það tekið hann að koma sér fyrir, því ekki er það fyrr en 10, janúar 1890, að hann byrjar nám í dráttlist og tré- skuröi hjá meistara sínum. 17. nóvember sama ár er Stefán, ásamt fleiri nemum, á 10 ára afmælishátíð á Læsliuge- heimilinu. Þar var margt stór- menna saman komið. Ræður voru fluttar og nemendur sungu nokkra söngva, við undirleik á hljóðfæri. Þá minnist Stefán þess, að nú hafi laun sín verið hækkuð um eina krónu á viku og sé kaup sitt því nú þrjár krónur viku- lega, en erfitt sé að komast af með þessa hýru. Hins vegar minnist hann þess með ánægju hve námsfélagar hans séu skemmtilegir og góðir. í Sunnanfara árið 1902 er sagt frá því, í nafnlausri grein, að Stefán hafi siglt til Kaupmanna- hafnar árið 1889, fyrir tilstuölan Sigurðar prófasts Gunnarssonar, er þá var prestur á Valþjófsstað, en sé kominn til Stykkishólms, er greinin er skrifuð. Séra Sig- urður hafi veitt óvenjulegum hagleik Stefáns eftirtekt. Þau hjónin, séra Sigurður og kona hans, frú Soffía Einarsdóttir, hafi staðið fyrir hlutaveltuhaldí á Vopnafirði sama haust, er gef- ið hefði af sér 300 krónur, sem sendar hafi verið honum til styrktar til Kaupmannahafnar. Annan styrk hafi hann ekki fengið frá íslandi til náms sins, fyrr né síðar. Stefán dvaldi vlð nám í Kaup- mannahöfn 1 sex ár. Naut haiin þar beztu tilsagnar í tréskurSl, 110 TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.