Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Page 3

Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Page 3
10mM í dýragðrðum og sædýrasöfnum má víða sjá dýr, skyld selum, sem hafa gaman af að leika sér að ýmsum hluturn. Þau hafa ótrúlega góða stjórn á likama sínum. Sæljónið í Kaliforníu getur til dæmis rennt sér upp úr vatni þrjá metra i loft upp. Hreyfingar þessa þunga dýrs eru gædd- ar ótrúlegum þokka. Þeir eru hættir sæljónsins og margra ættingja þess, að brimlarnir safna að sér eins mörgum kæpum og þeir geta. Heimilisstjórn sæljónsbrimlanna amerísku er þó mild í samanburði við það, sem gerist meðal sæljóna i Ástraliu. Brimiarnir þar eru sannarlega harðneskjufullir. Manselurinn, sæljón eitt i Suður höfum, er enn stórbrotnara. Brimlar safna að sér fimmtán til tuttugu kæp um, og vilji þær trauðla þekkjast slnn herra, taka þeir duglega i hnakkadrambið á þeim. Allar stundir er brimillinn á verði, svo að ungir spjátrungar geti ekki gert slg heimakomna. Hann getur hvorki neytt svefns né matar, og þegar á þessu hefur gengið nógu lengi, missir hann mátt. Snerrur þær, sem brimlarnir heyja, eru hinar grimmilegustu. Þeir eru búnir hvössum tönnum, og á þá ber- asf mörg sár og stundum stór. Gaml- ir brimlar, sem staðið hafa í ströngu um ævina, eru alþaktir örum. Sæljón lifa á fiskl. Ástralska tegund- in er þó ekki frábitin fuglakjöti. Eigl hún sér heimkynnl í grennd við mörgæsir. gerir hún oft strandhögg á varpstöðvum þeirra. Kaliforníu-sæl jónin þurfa helit átta pund af flskí á dag, en ástralska tegundin miklu meira, enda hafa menn séð brimil leika sér að stærð- arskötu eins og köttur að mús. Fimi sæljóna veldur því, að eigend- ur hringleikahúsa fikjast eftir þeim. Upp úr 1930 lá vfð, að eigendur hunda- og kattafóðurverksmiðja út- rýmdu Kaliforníu-sæljónunum. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 51

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.