Tíminn Sunnudagsblað - 24.01.1971, Blaðsíða 5
SKÚLi HELGASON:
Þáttur af Ófeigi
smií í Heiðarbæ
Milll þeirra Kristjáns hrepp-
stjéra í Skógarfcoti og Ófeigs á
Heiðarbæ urðu mægðir. Jón, son-
ur Kristjáns, gekk að eiga Guð-
rúnu yngri Ófeigsdóttur, en missti
hana eftir mjög stutt hjónaband.
Varð Jón Kristjánsson síðar bóndi
í Skógarkoti eftir föður sinn
og hreppstjóri Þingvallasveitar-
manna.
Á árunurn 1820—1830 byggði
Kristján í Skógarkoti géstastofu,
er stóð fram yfir 1880. Á síðustu
árum var hún orðin hrörieg og þá
notuð sem geymsluhús. Þessa
stofu málaði Ófeigur. Var hún
ljósblá í lofti og á veggjum.einn-
ig var hún skreytt rósablöðum
uppi við loftið umbverfis. í stof-
unni voru þrír loftbitar. Þeir voru
dekkri á lit en loftið og skreyttir
rósum beggja vegna. Einnig var
stofuhurðin skreytt rósum ^ á
spjöldunum, sem inn sneru. Ás-
mundur Eiríksson bjó í Skógar-
koti 1880—1884, siðar lengi bóndi
á Neðra-Apavatni í Grímsnesi
(dáinn 1949). Mundi hann vel eft-
ir þessari stofu og lýsti henni fyr-
ir þeim, er þetta ritar. Guðrún,
kona Ásmundar, var dóttir Jóns
hreppstjóra i Skógarkoti og máttl
þeim hjónum vera vel kunnugt
um sögu þessa stofuliúss. V'ð út
tekt á Skógarkoti 1843, þegar Jón
Kristjánsson tebur við jörðinni eft
ir föður sinn, er stofunnar ekki
getið. En augljós skýring virðist
vera á því. Jörðin var elgn Þing-
vallakirkju, en stofan hefur ekki
verið jarðarhús. Kristján hrepp-
stjóri iiefur byggt hana sjálfur fyr-
ir eigin rei'kning, og sonurinn sið
an tekið hana eftir föður sinn.
Þórður Sveinbjörnsson varð
sýslumaður í Ámessýslu árið 1822
SÍÐARI HLUTI
og fluttist þangað sama sumarið.
Honum virðist hafa verið kunnugt
um rokkasmíðar Ófeigs, því að
strax um haustið hefur hann beð-
ið Kristján hreppstjóra í Skógar-
koti að kaupa rokk hjá Ófeigi,
vafalaust handa konu sinni. í
bréfi dagsettu 18. nóvember
(1822), sem Kristján ritar sýslu
manni getur hann um þetta með
svofelldum orðum:
„Ófeig hef ég ekki fundið síðan
ég fékk bréf yðar, því hann hefur
verið suður í Gufunesi, en þegar
hann kemur, skal ég reyna að út-
vega rokkinn, en þið semjið um
betalinginn."
Rokkinn hefur sýslumaður sjálf-
sagt fengið og hann reynzt vel.
Svo líða næstu þrjú ár. Þá gerist
það, áreiðanlega fyrir áeggjan
Þórðar sýslumanns Sveinbjörns-
sonar, að Ófeigur sækir um viður-
kenningu eða verðlaun fyrir rokka
smíðar sínar. Verður nú umsókn
in birt hér og einnig meðmæla-
bréf sýslumanns. Eru bæði bréfin
á dönsku í frumriti, en birt hér
í íslenzkri þýðingu.
Heiðarbæ í Árnessýslu á íslandi
8. ágúst 1825.
Til konungs.
Árum saman hef ég af fremsta
megni leitazt við að rækja köllun
mína sem trúr þegn Yðar Hátign-
ar í hinni erfiðu bændastétt og
einnig leitazt við meir en á einn
hátt að vinna það gagn i þegn-
félaginu, sem unnt er í bóndastöð
minni með litlum efnum. Þar sem
ég hafði engan arf að treysta á
hef ég með svo mikilli kostgæfni
sem unnt hefur verið hirf um bú-
jörð mina og með þeirn liætti ár-
lega þegið af náttúrunnar hendi
gegn sveita mínum nægilegt tij
framfærslu minnar stóru fjöl
skyldu. Á þennan hátt hefur mér
verið kleift að framfæra og ala
upp tólf börn, sem nú eru að
mi'klu leytí farln { þjónustu anh-
Íirra og munu með tímanum koma
bændastétt eins og ég. Á hinum
öngu vetrum, sem hér á landi
efja bóndann frá allri vinnu, er
að jarðyrkju lýtur, hef ég árum
saman lagt stund á rennismíði án
annars leiðbeinanda eða kennara
en upplags, æfingar og reynslu og
með þessu móti náð svo langt, að
ég hef þegar smíðað nálega fimm-
hundruð spunarokka, sem að
nokkru leyti hafa selzt hér í Ár
nessýslu, að nokkru leyti í Gull-
bringu-, Borgarfjarðar- og Rang-
árvallasýslum, og er óskað eftir
fleiri en ég get smíðað. Mér til
gleði hyggst ég að hafa með þess-
ari viðleitni minni nokkuð stutt að
vexti og viðgangi heimilisiðnaðar í
Árnessýslu og nágrannasýsluin, og
ég vona, að yfirvald mitt sanni það,
sem hér er allra undirgefnast bor-
ið frarn. En þar sem ég veit, að
Yðar landsföðurlega Hátign iítur
með velþóknun á sérhvern þann,
háan eða lágan, sem vinnur eitt-
hvað gagnlegt til almennings
heilla, þá dirfist ég hér með í
allra dýpstu undirgefni að sækja
um: Að Yðar hátign allra mildi-
legast vildi veita mér hæfileg laun
eða sæmd fyrir góðs tilgangs við-
leitni mína, og gæti það orðið
öðrum samborgurum mínum
hvatning til svipaðar iðni.
Allra undirgefnast.
Ófeigur Jónsson.
Meðmælabréf sýslumanns til
stiþtamtmanns:
Hér innlögð sendist yðar hável-
borin heitum allra undirgefnust
umsókn í tveimur eintökum frá
bóndanum Ófeigi Jónssyni að Heið
arbæ í Árnessýslu, þar sem hann
sækir um, að honum allra mildi-
legast megi veitast hæfileg laun
eða sæmd fyrir það framtak tjl
almenningsheilla, sem hann hef
ur sýnt með því að smiða nálega
fimmhundruð góða spunarokka og
hlýt virðingarfyllzt að taka ábyrgð
á því, að allt, sem umsækjandinn
ber fram í umsókninni, er full-
kominn sannleikur. Um hans
áigætu sómaafrek má enn goba
þess, að hann hefur bætt og setið
vel ábýlisjörð sína, sem hann tók
vlð í niðurfallsástandi, en hún
er opinber eign, Þingvallarkirkju-
jörð, og er þetta því fremur launa
vert sem slíkit er lieldur sjaldgæit
>um lelguliða. Hann hefur með iðni
og heppni stundað refaveiðar, sem
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
53